Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Bryndís á fullri ferð í Evrópu

Bryndís um helgina

Bryndís Einarsdóttir er komin á góða ferð í Evróputúrnum sínum. Nokkrar byltur og meiðsli hafa hægt á henni í vor en ekki stoppað hana. Hún er í 9. sæti í hollenska meistaramótinu en var að keppa um helgina í Þýskalandi og gekk nokkuð vel. Um næstu helgi er það svo Holland aftur.

Sjá nánar á blogginu hennar Bryndísar hér

Bryndís bætti sig frá því í gær

Í morgun var annað motoið í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í motocrossi. Bryndís Einarsdóttir  lenti í 26.sæti í fyrra mótóinu sem var í gær en í dag gerði hún enn betur og endaði í 22. sæti eftir að hafa verið í 20.sæti í nokkra hringi, en það sæti hefði gefið henni stig í heimsmeistarakeppninni.

Steffie Laier frá Þýskalandi sigraði í báðum motounum í fyrstu umferðinni í kvennaflokki í heimsmeistarakeppninni í motocrossi.

Næsta umferð í kvennaflokknum verður 9.maí í Portúgal.

Hér er hægt að sjá sjónvarpssendinguna frá keppninni og beina útsendingu frá strákunum keppa

Aðeins um keppendurna í heimsmeistarakeppninni

Fulltrúi Íslands í Búlgaríu - Bryndís Einarsdóttir

Fyrsta umferð ársins í heimsmeistarakeppninni í motocrossi hefst nú helgina á Gorna Rositza brautinni í Sevlievo í Búlgaríu. Strákarnir voru með tímatöku í dag og stúlkurnar voru með fyrsta moto-ið. Bryndís Einarsdóttir er eini fulltrúi Íslendinga að þessu sinni (Signý Stefánsdóttir er meidd) og var hún í 26.sæti í fyrsta moto-i ársins. Seinna motoið hjá stúlkunum verður á morgun og verður það í beinni útsendingu ásamt allri keppninni hér á vefnum. Útsendingin byrjar í fyrramálið með kvennakeppninni klukkan 08:00 að íslenskum tíma og svo koma karlaflokkarnir fram eftir degi.
Lesa áfram Aðeins um keppendurna í heimsmeistarakeppninni

Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Framtíðarsýn VÍK í Bolaöldu

Aðalfundur VÍK var haldinn í gærkvöldi og voru aðalfundarstörf haldin í takt við gamla siði og reglur. Hrafnkell Sigtryggsson var endurkjörinn formaður og reikningar kynntir. Hann kynnti framtíðarsýn stjórnarinnar og bar hana undir félagsmenn. Tillagan gekk útá mikilvægi þess að félagið eignist betri æfingaraðstöðu, þar með talda innanhússaðstöðu aukþessara liða:

  • Ökukennarasvæði norðan við svæðið
  • Hjólahöll
  • 3 motocrossbrautir til viðbótar –Ný 85cc braut, byrjendabraut fullorðinna, ný æfingabraut
  • Flóðlýsing á aðalbraut
  • Trial/þrautabraut
  • Freestylesvæði
  • Uppgræðsluáætlun
  • Geymsluaðstaða fyrir hjól
  • Nýtt og stærra þvottaplan
  • Bundið slitlag inn á svæðið

Bar Hrafnkell upp þá tillögu að hefja undirbúning byggingu hjólahallar auk hinna atriðanna. Tillagan var samþykkt einróma og stefnt er að að hjólabyggingin verði tilbúin árið 2015 en önnur atriði fyrr.

Lesa áfram Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Bryndís komin á ferðina í Hollandi

Bryndís Einarsdóttir keyrði fyrsta mótið sitt á árinu um helgina. Hún keppti í Mill í Hollandi í fyrstu umferð Hollenska meistaramótsins. Það voru 36 keppendur á ráslínu í kvennaflokki og hún var með 9.besta tímann í tímatöku. Í fyrra motoinu endaði hún í áttunda sæti og í seinna motoinu endaði hún í níunda sæti.

Næsta mót hjá henni er eftir tvær vikur í Halle.

Fyrir þá sem eru góðir í sænsku er viðtal við Bryndísi hér úr sænskum netmiðli.

Skráning í TransAtlantic Off-Road Challenge – Klaustur 2010

Skráning er hér með hafin í níundu árlegu TransAtlantic Off-Road Challenge. Hin eina og sanna Klaustur keppni.

Vinsamlega vandið ykkur við skráninguna til að forðast mistök og óþarfa bras. Sá sem skráir liðið borgar fyrir alla 3 keppendurna. Einungis er hægt að greiða með kreditkorti. Lágmarksvélastærð í keppnina er 125cc 2T og 250cc 4T. Lágmarksaldur í keppnina er xx ára.

  1. Veljið ykkur flokk
  2. Veljið hversu margir verða í liðinu
  3. Smellið á GREIÐA hnappinn
  4. Fyllið út nafn, heimilsfang osfrv fyrir kreditkorthafann
  5. Skrifið nafn ALLRA KEPPANDA í liðinu í ATHUGASEMDIR fyrir neðan nafnið á korthafanum
  6. Smellið á Greiða með korti og fyllið út kortaupplýsingar

Lesa áfram Skráning í TransAtlantic Off-Road Challenge – Klaustur 2010