Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Kreppukeppni 24.okt

Vélhjóladeild ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn hefur ákveðið að halda motocrosskeppni þann 24.október næstkomandi. Keppnin ber heitir „Kreppukeppni“ og er þetta annað árið í röð sem keppnin fer fram. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta allt á léttu nótunum en einnig eru vinningarnir rausnarlegir og nytsamlegir, ekki stórir bikarar heldur eitthvað ætilegt.

Keppnin verður með svipuðu sniði og í fyrra, keppt í fullt af flokkum og léttleikinn í fyrirrúmi. Skráning opnar á vef MSÍ fljótlega og dagskráin verður auglýst nánar hér á vefnum.

Fyrir þá sem ekki vita er frábær motocrossbraut rétt við Þorlákshöfn sem er nothæf nánast allt árið þar sem snjólétt er á svæðinu og sandurinn í henni tilvalinn í akstur þó svo að það sé létt frost. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um brautina.

Bryndís endaði í níunda sæti í Svíþjóð

sm09_vasteras_bryndis-einarsdottir-2275
Bryndís í Västerås - Mynd: Per Friske

Sænska meistaramótinu í motocrossi er lokið í ár og er Bryndís Einarsdóttir komin heim aftur. Síðasta keppni ársins var um helgina í Västerås og endaði Bryndís í 7.sæti þar og lokaniðurstaða ársins var því 9.sæti og með jafn mörg stig og stúlkan sem endaði í 8.sæti. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá henni en hún er aðeins 15 ára gömul og keppir í opnum flokki á sínu fyrsta tímabili á erlendri grundu.

Keppnin í Västerås var töluvert erfið og þrjú stór kröss í tímatökum ullu því að brautinni var breytt til að hægja ferðina. Það dugði skammt því alls voru 15 sjúkrabílaferðir þann daginn. Ekki hafa borist neinar fréttir þó af varanlegum skaða.

Sænski ljósmyndarinn Per Friske sendi okkar nokkrar myndir af Bryndísi í Västerås. Smellið hér fyrir þær.

Bryndís með önnur 5 stig

Bryndís Einarsdóttir nældi sér í önnur fimm stig í seinni umferðinni í Heimsmeistaramótinu í Lierop í dag. Hún endaði í 16.sæti í báðum umferðunum en 17.sæti samtals í keppninni. Signý hætti keppni eftir 2 hringi í dag.

Heimsmeistarakeppninni er þar með lokið og varð Steffi Laier frá Þýskalandi heimsmeistari. Bryndís varð í 31. sæti í en Signý varð í 36.sæti en alls tóku 66 stelpur þátt. Bryndís keppti í þremur af 7 umferðunum.

Síðar í dag verður hægt að sjá seinni umferðina hér en nú er verið að sýna strákaflokkinn.

Hér er hægt að sjá úrslitin og helstu tölfræði úr keppnunum.

5 stig hjá Bryndísi í Lierop

Bryndís Einarsdóttir
Bryndís Einarsdóttir

Bryndís Einarsdóttir náði frábærum árangri í fyrra motoinu í Lierop í dag. Hún varð í 16.sæti og fékk því 5 stig í heimsmeistarakeppninni sem er frábær árangur eins og áður sagði. Bryndís var með 18. besta tímann í tímatöku og ók á jöfnum og góðum hraða í dag sem skilaði henni þessum árangri. Signý Stefánsdóttir keppni einnig í Lierop í dag en náði sér ekki á strik.

Þetta er síðasta umferðin í kvennaflokki í heimsmeistarakeppninni og eru þetta fyrstu stig Bryndísar í keppninni en Signý hefur hlotið 2 stig.

Seinna motoið verður keyrt í fyrramálið og verður það í beinni útsendingu hér á motocross.is klukkan 09:00. Smellið hér.

Stelpurnar okkar í beinni – hér á motocross.is

Signý og Bryndís í baráttu í Uddevalla
Signý og Bryndís í baráttu í Uddevalla

Stelpurnar okkar, þær Bryndís Einarsdóttir og Signý Stefánsdóttir hafa verið að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í motocrossi í sumar. Þær hafa báðir verið að sýna góða takta og framfarirnar eru miklar. Um helgina er síðasta umferðin í kvennaflokknum í heimsmeistarakeppninni haldin í Lierop í Belgíu. Seinna moto-ið verður í beinni útsendingu hér á motocross.is á sunnudaginn klukkan 9 um morguninn.

Keppnin í MX1 og MX2 verður svo sýnd á eftir stelpunum.

Smellið hér fyrir útsendinguna.

Bryndís á uppleið í Svíþjóð

 Bryndísi Einarsdóttur gekk vel um helgina í næst síðustu umferð sænska meistaramótsins í motocrossi í Finspång. Hún var með 7. besta tímann í tímatöku og náði svo 7. sæti í fyrra motoinu á laugardaginn. Seinna mótoið var í gær þar sem hún náði 4. sæti og var því samanlagt í 5.sæti.
Bryndís hefur verið að bæta sig jafnt og þétt í sumar og nú í 10.sæti í sænska meistaramótinu. Um næstu helgi keppir hún í góðgerðarmótinu Everts and Friends sem Stefan Everts stendur fyrir í Belgíu