Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

„Slowmo“ hittingur í MotoMos

sheep-on-motorcycle „Slowmo“ hittingur í MotoMos í dag 22. júlí kl.19-22.
Þetta er hugsað fyrir hægari ökumenn og byrjendur.
Þá má ekki keyra hratt í brautinni, ekki spóla fram úr neinum og
síðasta upp brekkan verður EKKI keyrð (erfiðasta brekkan).

Við hvetjum alla, 85 ökumenn, gamlar mömmur, ungar mömmur, gelgjur og sveitta pabba að mæta á svæðið.

Bryndís á forsíðunni

Bryndís Einarsdóttir er á forsíðunni á motocross.is hér með. Myndin er tekin á heimsmeistaramóitnu í Uddevalla af bróður hennar.

Unglingadagur VÍR í Sólbrekku

Unglingadagur fyrir 12 – 18 ára verður haldinn í Sólbrekkubraut laugardaginn 18. júlí ef næg þáttaka verður.

Þáttökugjald er kr. 3.000 – sem greiðist við komu á staðnum – enginn posi.
Frítt fyrir áhorfendur.
Ath. Skila þarf skriflegu leyfi frá foreldri sjá hér.

Mæting kl. 12.00 byrjað verður. kl. 12.30
Dagskrá:
Útsláttarkeppni :
1 fl. 12 – 14 ára
2 fl. 14 – 16 ára
3 fl. 16 – 18 ára
4 fl. Opinn stelpuflokkur

Tilkynna þarf um þáttöku á rm250cc@simnet.is – Skráningu líkur á miðnætti 16 júli.

Hverjum alla unglinga til að taka þátt – allir velkomnir.

Allir þáttakendur fá viðurkenningu en einnig verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í öllum flokkum.

Í lokin verður síðan farið í móaakstur og “móameistari VÍR 2009” valinn og að sjálfsögðu grillum við á eftir.
Hittumst höfum gaman af og skemmtum okkur. Hlökkum til að sjá ykkur

Kveðja
Unglingadeild VÍR.
www.vir.is

Myndir af stelpunum okkar

Bryndís Einarsdóttir í Uddevalla
Bryndís Einarsdóttir í Uddevalla

Þá eru komnar inn nokkrar myndir af stelpunum okkar frá keppninni í Uddevalla um helgina. Til stendur svo að klippa saman video úr ferðinni líka og sýna hér á vefnum innan skamms.

Smellið hér fyrir myndirnar

Stelpurnar stóðu sig vel

Signý stefánsdóttir og Bryndís Einarsdóttir voru að klára seinni umferðina i heimsmeistaramótinu í Uddevalla. Signý var í 26. sæti og Bryndís í 33.
Í fyrri umferðinni urðu þær í 25. og 33.
Þær voru báðar að keyra rosalega vel og eru að gera góða hluti. í vikunni er að vænta frekari umfjöllunar um mótið hér á motocross.is.