Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Bryndís opnar heimasíðu

Bryndís

Bryndís Einarsdóttir var að opna nýja heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með henni keppa í Svíþjóð. 

Bryndís varð Íslandsmeistari í 85cc flokki kvenna í fyrra og fór í fyrra haust og kynnti sér aðstæður. Nú er hún komin til Svíþjóðar og keppir þar í allt sumar.

Smellið hér fyrir heimasíðuna hennar.

MXTV

Eins og fram hefur komið er MXTV búið að taka viðtöl við keppnisfólkið í
motocrossi og nú er komið að Íslands meistara kvenna 2007
Karen Arnardóttir #132.

[flv width=“410″ height=“250″]http://internet.is/mx/karen.flv[/flv]

Guðmundur Kort akstursíþróttamaður AÍH 2008

Guðmundur Kort er akstursíþróttamaður AÍH 2008. Guðmundur hefur sýnt miklar framfarir á árinu 2008 og er án efa sú mikla vinna sem hann hefur lagt á sig undanfarin ár að skila sér. Hann varð Íslandsmeistari í 85cc unglingaflokki auk þess að hann vann sama flokk á Landsmóti UMFÍ.

Auk Guðmundar hlaut viðurkenningu Bryndís Einarsdóttir sem er Íslandsmeistari í 85cc kvennaflokki.

Kreppukeppnin

Kreppukeppnin fór fram í blíðskaparveðri í Þorlákshöfn í dag. Reyndar var þetta eiginlega bliðskapa-rgluggaveður því það var um 20 stiga frost þegar vindkælingin var tekin með. Þorlákshafnarmenn létu þetta ekkert á sig fá og brautin þeirra var í góðu standi, hörð og nánast klakalaus. Keppendur mættu vel búnir til leiks með lúffur og andlitsgrímur. Menn og konur sýndu að ekkert mál er að búa hér á hjara veraldar.

Þakka ber skipuleggjendum keppninnar fyrir framtakið og skemmtilegt að sjá að menn nenni að standa í þessu yfir háveturinn. Ekki skemmdi fyrir stemmningunni að það voru sérsmíðaðir verðlaunagripir fyrir alla sem komust á verðlaunapall auk þess sem þeir fengu roð- og beinlaus ýsuflök og sigurvegarar kassa af humri.

Atli #669 vann Opna flokkinn og Valdi #270 varð í öðru sæti…nánari úrslit og myndir á eftir.

Signý á sigurbraut í USA

Signý Stefánsdóttir Íslandsmeistari í Motocross kvenna og Akstursíþróttamaður ársins, er á keppnisferðalagi í USA um þessar mundir. Um helgina sigraði hún í Pagoda brautinni og er því búið að bætast hressilega í bikarasafnið hjá henni um helgina. Gert var um hana skemmtilegt kynningarmyndband á síðunni eastmx.com og er hér linkur beint inná það… og svo auðvitað bloggið hennar hér.

Keppnisdagatal ársins 2009

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2009. Meðal helstu nýjunga eru að engin keppni verður um verslunarmannahelgi, engin keppni verður á Króknum og að keppt verður alltaf aðra hverja helgi fyrir utan aukafríhelgi í júlí. Enn á eftir að finna staðsetningu á eina motocrosskeppni og eina endurokeppni.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 17. Janúar Íslandsmót Mývatn AM
Ís-Cross 14. Febrúar Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 28. Febrúar Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. KKA/WSPA
Ís-Cross 14.Mars Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 14. Mars Íslandsmót Mývatn /WSPA
Snocros 4. Apríl Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. /WSPA
Snocros 25. Apríl Íslandsmót Egilsstaðir /WSPA
Enduro 16. Maí Íslandsmót Bolaalda VÍK
MX 31. Maí Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 13. Júní Íslandsmót Akureyri KKA
6 Tímar 20. Júní OffRoadChallange Reykjavík VÍK
MX 4. Júlí Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 25. Júlí Íslandsmót Álfsnes VÍK
MX 8. Ágúst Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 22. Ágúst Íslandsmót Bolaalda VÍK
Enduro 5. Sept Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 4. Okt Alþjóðlegt MX of Nations FIM / Ítalía
Enduro 11-17 Okt Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Portúgal
Árshátíð 14. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ