Leiðrétt útgáfa!!!!
MSÍ hefur gefið út lista yfir verðlaunasæti á árinu 2008:
Enduro:
Íslandsmót 2008 Enduro Meistaradeild
Íslandsmeistari Valdimar Þórðarson
2. sæti Einar Sigurðarson
3. sæti Gunnar Sigurðsson
MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv
Leiðrétt útgáfa!!!!
MSÍ hefur gefið út lista yfir verðlaunasæti á árinu 2008:
Enduro:
Íslandsmót 2008 Enduro Meistaradeild
Íslandsmeistari Valdimar Þórðarson
2. sæti Einar Sigurðarson
3. sæti Gunnar Sigurðsson
Stelpuenduroferð Nítró verður farin laugardaginn 23. júní. Þessi ferð er fyrir allar stelpur, bæði byrjendur og lengra komnar, Ath. að hjól eins og pittbike sem eru á litlum dekkjum henta ekki í þessa ferð. Mæting er á N1 Ártúnshöfða kl. 9:30 og lagt af stað stundvíslega kl. 10:00. Hjólað verður í nágrenni Bolöldu. Þessi ferð er í boði Nítró og verða aðstoðarmenn með í för. Einnig verður boðið uppá grillmat og drykki. Vonast til að sjá ykkur sem flestar, líka ykkur sem eru ekki í hjólaformi en hafið aðgang að hjóli.
Sælar stelpur mínar
Nú er komið að fyrsta námskeiði ársins. Nítró býður öllum hjólastelpum á námskeið í viðhaldi á hjólum. Námskeiðið verður haldið í versluninni Nítró að Bíldshöfða 9, þriðjudaginn 30. janúar kl. 20.00. Nú er bara að mæta, til að læra eitthvað um hjólið eða bara til hitta allar hinar hjólastelpurnar. Kostar ekkert!!!
Jæja stelpur nú er komið að stelpukvöldinu okkar frá kl. 20:00-22:00 í kvöld. Endilega takið með ykkur vinkonur til að kynna þeim sportið. Við komum til með að sýna frá stelpukeppninni sem haldin var í Bretlandi núna í sumar, þar kepptu þrjár stelpur frá Íslandi og stóðu sig frábærlega. Einnig verðum við með kynningu á nýjum spennandi stelpuhjólum og barnahjólum. Okkur langar einnig að fara yfir keppnisfyrirkomulag í sumar og sjá hversu margar ætla að keppa því að við stefnum að því að fá sér flokk fyrir stelpur.
Léttar veitingar í boði Nítró / Bílanaust. ATH. inngangur er hægra megin við aðalinngang, þið sjáið Kawasaki fánann þar. Sjáumst hressar, Tedda Nítró
Lesa áfram Stelpukvöld í kvöld í Nitró
Þrjár ungar stúlkur þær Klara Jónsdóttir, Freyja Leópoldsdóttir og Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir voru í ísland í bítið í morgun með krossarana sína og sýndu þeim Ingu Lind og Heimi að það eru ekki bara strákar og svartir sauðir sem stunda þessa íþrótt. Viðtalið kom mjög vel út og ætti að opna augu fólks sem hefur lítið vit á sportinu. Hér er tengill á veftíví.
Lesa áfram Stelpurnar í Ísland í bítið
Jæja stelpur, þá er komið að enduroferðinni okkar. Við ætlum að mæta í Nítró og leggja af stað þaðan ca. kl. 10 í fyrramálið. Allar stelpur velkomnar, þessi ferð er líka fyrir byrjendur !! Nitró býður upp á léttar veitingar í ferðinni. Frábær veðurspá !! Sjáumst hressar, kveðja Tedda
Lesa áfram Stelpu enduroferðin