Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Jæja nú er komið að því að við stelpurnar gerum eitthvað skemmtilegt!!!!

Nítró stefnir á að fara í enduroferð fyrir stelpur laugardaginn 27. ágúst.  Þessi enduroferð er fyrir alla jafnt byrjendur sem lengra komna.  Veðurspáin er góð eins og er og verða veitingar í boði Nítró á áfangastað.Við fórum í samskonar ferð í fyrra sem tókst frábærlega og hvetjum við allar stelpur sem eru að hjóla til að mæta!!!!!   Skráning fer fram í Nítró í síma 557-4848 og á tedda@nitro.is
kv
. Tedda

Lesa áfram Jæja nú er komið að því að við stelpurnar gerum eitthvað skemmtilegt!!!!

Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið send á alla fjölmiðla:

Á morgun, föstudaginn 22. júlí kl. 16:00 verður undirritaður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni samningur milli Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK), Landssambands Íslenskra Vélsleðamanna, Reykjavík (LÍV-R) annars vegar og Sveitarfélagsins Ölfus hins vegar um afnot af svæði sunnan við Litlu kaffistofuna og inn í Jósepsdal undir æfingaakstur torfæruhjóla og vélsleða. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og verður viðstödd undirritunina á morgun.
Lesa áfram Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Motocross námskeið fyrir stelpur/konur

Sá leiðinlegi atburður gerðist að hún Johanna frá Svíðþjóð sem ætlaði að koma og kenna okkur stelpunum að hjóla, fór úr axlarlið um helgina. Það gerðist ekki á hjóli heldur var hún úti að hlaupa. (Stórhættulegt!!!) En við gefumst ekki upp og mætum svellkaldar (14 skráðar )því að hann Micke Frisk frá Svíþjóð ætlar að vera svo elskulegur og hlaupa í skarðið. Þannig að mæting á námskeiðið er kl. 20.00 í Sólbrekku Grindavík. Ath. breyttan tíma í dag kl. 20.00-22.00 en þriðjudag og fimmtudag kl. 19.00-21.00.
Kveðja Theodóra

Motocross námskeið fyrir stelpur

Á mánudaginn 16. ágúst fer námskeiðið í motocrossi fyrir stelpur/konur af stað. Það er hún Johanna Mattsson sem kemur frá Svíþjóð til að kenna okkur. Hún er ein af fremstu konum í motocrossi í Svíðþjóð og hefur örugglega eitthvað fram að færa. Nú þegar eru 10 stelpur/konur skráðar en ég veit að það eru fleiri sem eiga eftir að skrá sig. Nú er málið að taka upp símann og hringja í Teddu í Nítró 557-4848/896-1318 og skrá sig. Námskeiðið kostar 5.000 fyrir 3 kvöld 16. ágúst, 17. ágúst og 19. ágúst frá 19.00 – 21.00. Á mánudaginn kemur tilkynning á motocross.is og nitro.is um hvar námskeiðið verður haldið, en það eru væntanlega 2 brautir sem koma til greina, Álfsnesið og Sólbrekka. Námskeiðið er fyrir allar stelpur/konur, jafnt byrjendur sem lengra komnar. Námskeiðið er líka frábær vettvangur fyrir okkur til að hittast og kynnast hver annarri. kv. Tedda

Kvennaflokkur í motocross

Undirrituð var að lesa í gegnum fréttirnar á motocross.is og rak augun í grein um keppnina á Akureyri siðustu helgi. Í þessari grein frá motocrossnefnd þar sem farið var yfir keppnina og hver flokkur fyrir sig tekin og sundurliðaður. Allt frá 80cc fl. Upp í A fl. Þó tókst mér ekki að finna kvennaflokkinn. Ég veit að við erum fáar en við erum ekki ósýnilegar, er það?

En okkur langaði aðeins að bæta úr því og segja frá því sem gerðist hjá okkur. Lesa áfram Kvennaflokkur í motocross

Kynsystur

Þær eru ekki margar stúlkurnar sem taka þátt í þessari íþrótt og því mikil hvatning fyrir kynsystur Heiðu að sjá hana taka þessu af alvöru.  Heiða byrjaði að hjóla snemma í vor og hefur náð undraverðum árangri á ekki lengri tíma.

Sjálf segist hún vera orðin gjörsamlega „hooked“ og þetta vera rosalega gaman.  Hún sendi okkur tvær myndir af sjálfri sér, öðrum til hvatningar.