Björnsson, Gunnlaugur Karlsson, Aron Ómarsson og Aðalheiður Birgisdóttir sem voru sigurvegarar dagsins, en ekki má gleyma hástökkvara dagsins Bjarna Bærings sem oft leiddi A flokkinn.
Óhætt er að segja að skipulagning keppnisstjórnar hafi verið frábær. Núna var keppt í fyrsta sinn í 4 flokkum, þar sem tímataka réði rásröðun. Með tímatökunni má segja að sé komin keppni í keppnina. Menn höfðu áhyggjur að of mikill tími færi í að hafa alla þessa flokka og tímatökur. En keppnisstjórnin sýndi að við Ísl. getum þetta líka. Jóhannes Sveinbjörnsson (Jói Kef) er vaxandi þulur og á eftir að verða ennþá betri. Tímatakan í A flokk gekk ekki sem skildi og einn mjög mikilvægur starfsmaður kom of seint, yfir þessi atriði þarf keppnisstjórn að leggjast yfir til að læra af og bæta kerfið. Heimamenn í Ólafsvík eiga heiður skilinn. Að undanskilinni frábærri braut skipulögðu þeir nú pittinn og áhorfenda svæðið mjög vel. Vill undirritaður Þakka þeim ólsörum Svani, Rúnari og keppnisstjórn fyrir frábæra keppni. Nú er bara að sjá hvort norðan menn standi sig eins vel og Ólsarar þann 5. júlí á Ólafsfirði.