Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Uppfærð frétt!!!!! Skráning í Klaustur að hefjast.

Þar sem mikil vinna hefur farið í það að samræma og lagfæra þá verður loksins opnað fyrir almenna skráningu Fimtudaginn 12.04.12 KL 22.00 .  Síðasti séns fyrir þá sem ætla að nýta sér forskráninguna rennur út á MORGUN 11.04.12 KL 22.00. 

Á morgun, Mánudaginn 12. mars, kl. 20.00, verður opnað fyrir Forskráningu í Klaustur – Off Road Challenge 2012.

Þeir sem hafa hug á að nýta sér það þurfa að lesa mjög vel upplýsingarnar sem eru hér fyrir neðan!

Eins og áður hefur komið fram geta þeir einir forskráð sig í keppnina sem eru á listanum frá því í fyrra. Sá listi er hér.

Forskráning verður opin í tvær vikur og líkur á miðnætti Sunnudaginn 25. mars n.k. Þau sæti sem þá standa eftir verða sett í „Fyrstur kemur – Fyrstur fær“ skráningu nokkru síðar.
Forskráning fer fram hér á vefnum – í gegnum sérstakt skráningarkerfi VÍK HÉR.

Fylla verður út alla stjörnumerkta reiti til að komast áfram í skráningarferlinu. Greiða þarf 10.000 króna keppnisgjald til að klára skráningu. Eingöngu verður mögulegt að greiða gjaldið með greiðslukorti.
ATH.  Mögulegt er að hætta í lok greiðsluferlist ÁN þess að hafa gengið frá greiðslu (ef menn lenda t.d. einhverju veseni með kortið). Keppandi skráist á keppnislistann, en er merktur með „Nei – Greiða“.  Mikilvægt er að átta sig á því að slíkar ófrágengnar skráningar falla út við lok Forskráningartímabils og teljast ekki með í loka lista!!
Ferlið er annars tiltölulega einfalt – og gengið er út frá að menn ætli í sama flokk og í sama lið og í fyrra.

Lesa áfram Uppfærð frétt!!!!! Skráning í Klaustur að hefjast.

MotoMos opnar á Skírdag kl.13

Brautin hjá MotoMos verður opnuð á Skírdag, 5 apríl kl.13 og verður hún opin til kl.18 sama dag.  Var gripið nánast fullkomið í

Frá opnun MotoMos í fyrra

brautinni í gær hjá þeim sem fengu að fara nokkrar prufuhringi.  Þangað til er brautin LOKUÐ þar sem enn er verið að vinna í henni og þurfa þeir sem það gera að fá frið til slíkra verka.  Brautin er mjög skemmtileg þar sem hún liggur þannig í landslaginu sem gerir hana mjög áhugaverða fyrir notendur fyrir utan að það myndast í henni „röttar“ sem gerist ekki í öllum brautum.  Miðar í brautina eru seldir í N1 í Mosfellsbæ.  Miðaverð er óbreytt og hefur verið svo síðustu ár.  MotoMos bendir fólki á hagræðið í því að vera með árskort sem veitir fólki aðgang á öllum stundum á auglýstum opnunartíma félagsins.

Sú nýlunda verður tekin upp í sumar að mynd verður tekin af öllum þeim sem teknir verða miðalausir og birt á vef félagsins og facebook síðu.  Má þar með sanni segja að þeir sem gera slíkt hangi upp á „wall of shame“.  Miðalausir verða umsvifalaust vísað úr braut og geta átt hættu á banni frá svæðinu.

Gylfi með motocross námskeið í sumar

Motocross námskeiðin fara nú að byrja aftur og verður fyrsta námskeiðið mánudaginn 2.apríl kl.17 19:00-21:00. (Pláss er fyrir 4 í viðbót í apríl.)

Kennari er Gylfi Freyr #9

Á námskeiðunum er farið yfir allt sem tengist motocrossi.

Til að tryggja að allir fái góða leiðsögn og bæti sig sem mest er takmarkaður fjöldi á námskeiðin, aðeins 8 manns í hóp.

Námskeiðin eru fyrir alla aldurshópa.
Kennt verður öllum helstu brautum í kringum Rvk (Sólbrekkubraut, Þorlákshöfn, Bolöldu, Motomos og Álfsnesi).
Lesa áfram Gylfi með motocross námskeið í sumar

Fyrir hvern er þetta gert?

Mynd: Halldór Magnússon
Frá Klaustri 2010

Vélhjólaíþróttaklúbburinn verður 34 ára á þessu ári. Í gegnum árin hafa margir lagt hönd á plóginn við uppbygginguna. Ekki bara þeir sem setið hafa í stjórn til hvers tíma, heldur ekki síður fjöldi annarra hjálparkokka, sem hafa verið tilbúnir að stökkva til þegar t.d. þarf að halda keppnir. Heldur færri mæta svo sem, þegar taka á til á klúbbsvæðinu, en sem betur fer þá hefur verið hægt að treysta á ákveðna aðila sem á óeigingjarnan hátt leggja bæði tíma og jafnvel eigið fé til uppbyggingar á félagsstarfinu. Við sjáum öll merki þessa í Bolaöldu, þar sem sprottið hefur upp hreint mögnuð aðstaða á bara fimm árum.
Næst á dagskrá hjá VÍK er hin árlega Klausturskeppni. Það er engin venjuleg keppni og margir hlakka til þess að geta brunað um á ný-preppuðu hjólinu sínu um þessa frábæru braut, sem þar er í boði. Vel heppnuð keppni og upplífgandi undirbúningsvinna í góðum hópi er einmitt það sem fær fólk til að mæta og leggja sitt að mörkum til félagsstarfsins. Enginn fer fram á borgun því í huga flestra er um sjálfsagt framlag til eigin skemmtunar að ræða. Allir gera sér grein fyrir þessu. Áhugamannafélag eins og VÍK byggir sinn framgang fyrst og fremst á vinnuframlagi félagsmanna og áhuga þeirra fyrir að búa til sína eigin skemmtun. Allir átta sig á því.
Eða hvað? Eru kannski ekki allir með þetta á hreinu?

Lesa áfram Fyrir hvern er þetta gert?

Keppnisdagatal 2012

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2012.
Helsta breytingin frá fyrra ári er sú að nú eru 6 keppnir í Íslandsmótinu í motocrossi þar sem aðeins 5 bestu gilda hjá hverjum keppanda. Svipaða sögu er að segja um Íslandsmótið í Enduro þar sem nú eru 4 keppnir og 3 bestu gilda.
Klaustur keppnin verður haldin 27.maí er nánari frétta að vænta frá henni innan fárra daga.

KEPPNISDAGATAL MSÍ 2012
Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
MX 5. Maí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
Enduro/CC 12. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 27. Maí. Off-Road 6 tímar Klaustur VÍK / MSÍ
MX 2. Júní. Íslandsmót Ólafsfjörður
Enduro/CC 16. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 7. Júlí. Íslandsmót Akranes VIFA
MX 21. Júlí. Íslandsmót Selfoss
Enduro/CC 28. Júlí. Íslandsmót Egilsstaðir START
MX 4. Ágúst. Unglingamót Selfoss UMFÍ / MSÍ / MÁ
MX 11. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 25. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 8. Sept. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
Enduro 24. – 29. Sept. Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Þýskalnd
MX 29. & 30. Sept. Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Belgía
Árshátíð 10. Nóvember. Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ

Nánari dagatal, með sandspyrnum og fleira, má finna á vef MSÍ.

Íslandsmótið í Íscrossi – 2. og 3. umferð

mynd: Kristján Skjóldal
Íscross

Eins og menn vita fór fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi fram á Leirutjörn við Akureyri um þarsíðustu helgi, en það hefur ekki gengið þrautalaust að ná keppni á suð-vesturhornið vegna veðurs og aðstæðna. MSÍ leggur mikla áherslu á að Íslandsmótið verði klárað, en til þess þarf að keyra a.m.k. þrjár umferðir. Í ljósi þess mikla ferðakostnaðar sem við búum við í dag, þá hafa MSÍ og Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar komist að samkomulagi um að 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í Ískrossi fari fram á Mývatni helgina 17-18 mars n.k.
2. umferðin verður keyrð laugardaginn 17. mars á Stakhólstjörn og 3. umferðin verður svo keyrð sunnudaginn 18. mars, líklega í Álftabáruvogi.
Þessa helgi fer fram hið margumtalaða Mývatnssmót, sem er ein allsherjar vetraríþróttaveisla.

Dagskráin verður á þessa leið:

Lesa áfram Íslandsmótið í Íscrossi – 2. og 3. umferð