Greinasafn fyrir flokkinn: Supercross

Fyrsti sigur KTM í Supercrossi


Dungey leit aldrei um öxl í Arizona, nema fyrir þessa myndatöku

KTM hefur verið þekkt merki í hjólasportinu í tugi ára en hingað til hefur þeim ekki tekist að sigra í virtustu Supercross seríu í heiminum, AMA Supercrossinu í Bandaríkjunum. Það breyttist í nótt þegar Ryan Dungey skaust fyrstur úr holunni og leiddi alla 20 hringina í Pheonix í Arizona. Þetta var önnur umferðin í ár en í fyrstu umferðinni hafnaði Dungey í þriðja sæti sem var fyrsta skiptið sem KTM komst á pall í þessum flokki. Óhætt er að segja að koma Roger DeCoster liðsstjóra og svo Dungeys auðvitað líka hafi verið stórt skref fyrir KTM sem nú virðist vera að borga sig.

En aftur að keppninni, þó svo að Dungey hafi leitt allan tímann er langt frá því að einhver lognmolla hafi verið í Arizona. Meistarinn og forystusauðurinn, Ryan Villopoto, datt á fyrsta hring og þegar hann var kominn á lappir aftur var hann um það bil síðastur. Liðsfélagi hans hjá Kawasaki, Jake Weimer, náði öðru sætinu og hélt því til loka. Hans besti árangur í SX flokki.

Lesa áfram Fyrsti sigur KTM í Supercrossi

Supercrossið að skella á

Þeir líklegustu á blaðamannafundi í gær

Það má heyra saumnál detta. Allir í Los Angeles halda í sér andanum. Hliðið dettur í kvöld!

Spennan hefur verið að byggjast upp síðustu mánuðina og í kvöld sjáum við hver þolir pressuna best (og hver keyrir hraðast). Nokkrir verða að teljast líklegastir til að hirða dolluna í vor. Núverandi meistari Ryan Villopoto verður ekki auðveldur andstæðingur í vetur né heldur nokkrir fyrrverandi meistarar eins og: James Stewart, Chad Reed og Ryan Dungey. Nokkrir eru einnig viljugir til að stríða meisturunum eins og Tray Canard og Jake Weimer. Canard mun þó ekki keppa í fyrstu keppninni þar sem hann er að jafna sig eftir nokkra daga gamalt viðbeinsbrot.

Lesa áfram Supercrossið að skella á

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Meistarar krýndir í Las Vegas í nótt

Síðasta umferðin í Supercrossinu var í Las Vegas í Bandaríkjunum í nótt. Þegar tímabilið var hálfnað var þegar farið að kalla það stórkostlegasta tímabil sögunnar. Gærkvöldið var ekkert að gefa neinn afslátt á því.

Fyrir keppnina var Ryan Villopoto með 9 stiga forystu og dugði því fyrir hann að enda í 5.sæti til að tryggja sér titilinn á undan Chad Reed. Ryan Dungey átti einnig séns en hann var 3 stigum á eftir Reed. James Stewart átti einnig stjarnfræðilegan möguleika á titli en hann var 23 stigum á eftir RV og 25 stig í pottinum.

Lesa áfram Meistarar krýndir í Las Vegas í nótt