Hér er video af síðasta hringnum í Anaheim 1 í gærkvöldi.. geeeeeegggjað!!
Lesa áfram Síðasti hringurinn
Greinasafn fyrir flokkinn: Supercross
XXX vann Anaheim 1
43.841 áhorfandi var á Anaheim 1 í gærkvöldi og var keppnin gríðarlega spennandi og skemmtileg. XXX tók framúr ZZZ á 17.hring og tryggði sér sigurinn. BBB þurfti að hætta keppni eftir árekstur þar sem afturgjörðin eyðilagðist.
Þeir sem vilja fá nánari úrslit og kóðan leystan, smellið á Lesa meira
Supercrossið fer af stað í kvöld
Ameríska supercrossið byrjar í kvöld í Los Angeles. Keppt er á Anaheim stadium og er þetta fyrsta umferðin af þremur sem fara fram á þessum velli næstu 6 vikurnar en alls eru umferðirnar 16 um öll Bandaríkin. Nokkrir af þeim sem eru líklegir til afreka mættu á blaðamannafund í gærkvöldi og hér eru nokkur komment frá þeim:
Andrew Short: „Ég hef verið að vinna mikið í hraðanum hjá mér og það hefur gengið vel og svo er ég á góðu hjóli í ár.
Ryan Dungey, sem vann Lites flokkinn í fyrra: „Það er stórt skref að fara upp um flokk en nýja EFI Súkkan virkar vel og nýji mekkinn minn Mike Gosselaar er toppnáungi.“
Josh Grant, vann óvænt fyrstu keppnina á síðasta ári og var í toppbaráttunni: „Ég krassaði illa í vúppskafla í vikunni ef hef verið að spara á mér hausinn. Vonandi verður allt í góðu og næ að vinna aftur hér á heimavelli“
Skráning í Endurocross
Skráning er hafin í Endurocross VÍK sem haldið verður í Reiðhöllinni í Víðidal þann 5.desember. Keppnisgjaldið er 2.500 krónur og rennur það óskipt milli þeirra 8 sem komast í úrslitariðilinn.
Keppnisstjórn vill benda á að þrautirnar í endurokrosssinu verða erfiðar, þú skráir þig því á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að velja og hafna keppendum enda takmarkaður fjöldi sem kemst inn í keppnina. Komi til þess verða keppnisgjöld að sjálfsögðu endurgreidd. Lesa áfram Skráning í Endurocross
Háspenna í Seattle
Supercrossið í vetur hefur verið meira spennandi en menn dreymdi um fyrir tímabilið. Einhvernveginn héldu menn að þetta yrði einstefna fyrir James Stewart en annað hefur komið á daginn. Chad Reed on Stewart hafa barist hart í allan vetur og fyrir þessa keppni voru aðeins 5 stig á milli þeirra, Reed í hag. Stewart hafði unnið 10 mót en Reed aðeins 3 en þó verið nánast alltaf í einu af þremur efstu sætunum.
Þrumuský yfir Seattle settu strik í undirbúninginn fyrir keppnina. Spáð var mikilli rigningu og tóku mótshaldarar uppá því ráði að keyra inn nokkur hlöss af sandi. Á keppnisdegi var rigningin Lesa áfram Háspenna í Seattle
Óvænt úrslit í Supercrossinu
Það voru heldur betur óvænt úrslitin í fyrstu umferðinni í AMA Supercrossinu í Ameríku í gær. Í báðum flokkum voru það minni spámenn sem nældu sér í sigur.
Flestir höfðu búist við að James Stewart eða Chad Reed myndu ná að sigra 450cc flokkinn og lengi leit út fyrir það. Þeir áttu frábæra keppni og skiptust 5 sinnum á að hafa forystu áður en þeir keyrðu saman og duttu báðir. Josh Grant fékk sigurinn því á silfurfati en Reed náði að standa á fætur og ljúka í þriðja sæti þrátt fyrir að vera frambremsulaus eftir krassið. Stewart náði ekki hjólinu sínu í gang og hætti keppni. Josh Grant var að keppa í sinni fyrstu keppni í stóra flokknum.
Í 250cc flokknum voru allir að bíða eftir að sjá ungu upprennandi stjörnurnar Ryan Dungey, Jason Lawrence og Trey Canard slást um sigurinn. Það varð þó ekki raunin því Canard og Lawrence duttu saman í annari beygju og voru lengi á fætur. Jake Welmer á Kawasaki tók því bikarinn heim.