Munið supermoto æfingar á öllum þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19. Allir velkomnir.
Staðsetning: Brautin í Hafnarfirði
Supermoto er malbikskappakstur á motocross hjólum…hver þarf GSXR1100 ??
Munið supermoto æfingar á öllum þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19. Allir velkomnir.
Staðsetning: Brautin í Hafnarfirði
Frá og með deginum í dag eru lénin supermoto.is og trial.is orðin hluti af þessu vefsvæði þar sem motocross.is, enduro.is og motomos.is eru fyrir. Supermoto og trial eru ung afbrigði af vélhjólaíþróttinni á Íslandi en ekki vantar áhugan þó aðstæðan mætti batna. Til dæmis hefur ekki enn verið keppt í þessum greinum í Íslandsmóti en vonandi styttist í það.
Með þessu verður boðið uppá enn fjölbreyttari fréttir af því sem menn eru spenntastir fyrir og eru áhugasamir hvattir til að senda inn myndir eða greinar eða jafnvel ábendingar um fréttir, slúður og viðburði. Þeir sem eru öflugastir geta fengið lykilorð til að skrifa beint inn fréttir á vefinn.
Íslandsvinurinn Steve Colley, fyrrum heimsmeistari í trial, prýðir fyrstu forsíðu trial.is. Má segja að hann hafi fært íslenskt trial upp um nokkur þrep árið 2006 þegar hann kom hingað til lands og hélt trial-námskeið þar sem helstu trial ökumenn landsins komust að því að þeir væru blautir á bak við eyrun. Myndin er tekin á námskeiðinu þar sem Colley sýnir listir sínar með Esjuna í baksýn. Forsíða supermoto.is er prýdd mynd sem Unnar M. Magnússon tók á Akstursíþróttasvæðinu í Kapelluhrauni en einmitt um þessar mundir standa yfir fyrstu námskeiðin í supermoto með erlendum þjálfara. Lesa áfram Supermoto.is og Trial.is orðnar hluti af vefnum
Á Fimmtudaginn kemur til landsins demparasnillingur sem getur hjálpa þér að stilla demparana. Viðkomandi aðili heitir Wayne og er mjög fær í að setja upp og stilla allar tegundir dempara, hvort sem um er að ræða Road-Race, Touring, Supermoto eða Enduro/Motokrosshjól. Hann hefur starfað við Worldsuperbike, MotoGP, WEC, ásamt því að hafa unnið fyrir Ghost Rider svo eitthvað sé nefnt.
Íslandsvinurinn James „Robo“ Robinson er að koma til landsins til að kenna íslendingum að hjóla, bæði í supermoto og motocross.
Supermoto æfingarnar fara fram næstu 4 þriðjudaga í Go-Kart brautinni í kappelluhrauni. Lesa áfram Supermoto & Motocross æfingar fyrir stelpurnar !
Í fyrra voru haldnir LEX Games í fyrsta skipti og vöktu þeir mikla lukku. Í ár á að gera enn betur og er þetta orðið að tveggja daga viðburði á tveimur stöðum.
Fyrri dagurinn verður á motocross svæði VÍK í Bolaöldu og seinni dagurinn verður í Aksturssvæðinu (Rally-Cross brautinni) við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.
Það verður ekkert slakað á í því að bjóða fólki uppá allt það skemmtilegasta sem jaðaríþróttir á Íslandi hafa uppá að bjóða. Þessu getur þú einfaldlega ekki misst af!!
Kanntu á myndavél? Motocross.is óskar eftir ljósmyndum frá öllum keppnum sumarsins, einnig frá æfingum og félagsstarfi. Tilvalið að byrja á myndum frá Klaustri um helgina.
Ljósmyndarar geta fengið aðgengi að Vefalbúminu okkar og sett myndirnar sjálfir beint á netið þar sem þúsundir sjá þær!
Hafðu samband við vefstjori@motocross.is ef þú átt flottar myndir frá helginni eða ert til í að taka í sumar