Fabio Balducci TM Racing SMX450F innsiglaði titilinn í Supermotard Sport Italian Championship. Ítalska mótið er eitt það sterkasta. Keppnin fór nú ekki vel af stað hjá félögunum, en eftir að hafa verið dæmdir úr leik í fyrstu keppni fyrir að hafa mælst með 1 dB of mikinn hávaða í hjólinu og fl. þá komu þeir sterkir inn og unnu hverja keppni á fætur annari. “ Ég er mjög ánægður með sigurinn, þetta er minn fyrsti sigur, en maður hefur ekki mikinn tíma til að fagna því að nú þarf að klára heimsmeistaramótið sem er rétt hálfnað“ sagði Balducci. Staðan: 1. Fabio Balducci (TM) 2040 stig (Ítalíumeistari); 2. Simone Girolami (Honda) 1747 stig ; 3. Massimiliano Verderosa (Honda) 1640 stig.
Greinasafn fyrir flokkinn: Supermoto
Supermoto er malbikskappakstur á motocross hjólum…hver þarf GSXR1100 ??
Framtíð akstursíþrótta
Á vef ÍSÍ þann 15 nóvember síðastliðinni birtist neðangreind grein á forsíðunni.
„Tillaga að framtíðarfyrirkomulagi akstursíþrótta
Á framkvæmdastjórnarfundi ÍSÍ í gær var rætt um ósk nokkurra akstursíþróttafélaga, sem eru nú þegar innan íþróttahreyfingarinnar, um að akstursíþróttir og skipulag akstursíþróttakeppna verði alfarið og eingöngu innan vébanda ÍSÍ og samkvæmt lögum og reglum íþróttahreyfingarinnar. Í hugmyndum félaganna kemur jafnframt fram að eðlilegt sé að ÍSÍ stofni sérstakt sérsamband – Akstursíþróttasamband Íslands og að lýðræðislega kjörin stjórn hins nýja sérsambands muni í samráði við fulltrúa Dómsmálaráðuneytisins gera tillögur að nýrri reglugerð um akstursíþróttir. Dómsmálaráðherra skipaði nefnd fyrir all nokkru síðan til að fjalla um endurskoðun á reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni. Nefndin hefur ekki komið saman í nokkuð langan tíma og telja félögin að hún muni ekki skila áliti sem getur talist ásættanlegt. Á fundi framkvæmdastjórnar í gær var ákveðið að fylgjast með þróun mála og knýja á um niðurstöður í ráðherranefndinni. Í framhaldinu mun stjórn ÍSÍ taka málið upp aftur.“
CCM Go-Moto dagur
Á ferð minni um England um daginn lenti ég í óvæntri uppákomu, Steve félagi minn sem keppti með mér í Dubai Rally var búinn að undirbúa dag fyrir okkur félagana „út að leika“ með CCM verksmiðjunni. CCM verksmiðjan er Bresk og smíðar Enduro og Super-Moto hjól með STÓRUM Rotax móturum. Verksmiðjan hefur öðlast nýtt líf eftir að Frú Fogarty eiginkona World Superbike heimsmeistarans Carl Fogarty keypti meirihlutinn í fyrirtækinu. CCM skipuleggur daga um allt Bretland þar sem menn geta komið og tekið þátt í Super-Moto Endurance keppnum sem eru uppsettar fyrir 3-4 keppendur í liði og er keppnin 2 tímar og 1 tími í æfingu og qulifying á undan. Það má líkja svona degi við Go-Kart á 2 hjólum. Keppnin var haldinn á Three Sisters circuit sem er ofvaxinn Go-Kart braut og einning notuð fyrir klúbbkepnir á hjólum. Mest gaman var að fylgjast með Kónginum Carl Fogarty en hann er hreint ótrúlegur, einnig var David Jeffrais góður en hann er eini maðurinn til að fara hringinn á Mön hraðar en 125 mílur. Geta mín var bágbori n og land og þjóð til skammar en liðið okkar endaði þó í 4 sæti af 16. Það er eflaust hægt að finna upplýsingar um CCM á netinu fyrir þá sem hafa áhuga. Þetta væri einnig gaman að skoða hvort hægt væri að gera á kart brautinni í Krísuvík eða Njarðvík.
Super-Moto kveðja,
Katoom