Margir muna eftir árinu 2007 þegar menn keyptu sér nýtt afturdekk í hverri viku og jafnvel felgusett í leiðinni. Nú er öldin önnur og einhver snillingurinn í Ameríku hefur áttað sig á þessu og sett á markað sérstakan dekkjahníf sem hentar fyrir kubbadekk.
Græjan er 100 wött og hitar blaðið uppí 260 gráðu hita á Celsius þannig að það ætti að vera mjög auðvelt að skera í dekkin. Markmiðið er sem sagt að fá skerpa brúnina á kubbunum með því að skera af rúnaða hlutan.
Nú þegar allir skólahjólararnir eru að klára prófin og hafa þar af leiðandi ekkert að gera er upplagt að strjúka tuggunni aðeins.
Fjörðunarlinkurinn, amk, á japönsku hjólunum þurfa reglulegt viðhald. Ég hef miðað við það að hreinsa og smyrja legurnar í linkinum hjá mér amk tvisvar á ári. En þegar ég fer í sjósaltann sand tek ég linkinn alltaf aukalega og smyr upp til að fá ekki saltið í legurnar. Legurnar í klafanum hef ég tekið og hreinsað amk einu sinni á ári. ATH, það er nauðsynlegt að smyrja upp linkinn þegar hjólin eru ný. Það virðist vera að feitin sé skorin við nögl þegar tuggurnar eru settar saman. Það er dýrt að kaupa nýjar legur!
Og þá hef ég þurft að jetta CRF 250 ’08 hjólið mitt.
Hér eru þær stillingar sem ég hef á mínu CRF 250 08 hjóli fyrir veturinn. Og það eru engin vandamál að koma því í gang.
Færði splittið á nálinni niður um eitt sæti. ( Færa nálina ofar ) næst neðsta hakið.
Stækkaði “mein jett” úr 178 í 180. Fyrir þá sem eru með kraftpúst er gott að stækka mein jett enn meira 185-8
Stækkaði “slow jett” eða pilot jettinn. Þ. e. næsta stærð fyrir ofan, ath fylgir með í aukapakkanum sem kemur með hjólinu. ( Úr 42 í 45 )
Loftskrúfan 2 -2,5 snúninga út. Gott að hlusta hjólið fyrir þessa stillingu ath – hjólið verður að vera orðið heitt til að hægt sé að finna einhvern mun.
Þar sem vetur konugur setur marga úr hjólastuði þá er ekki vitlaus hugmynd að dunda aðeins í hjólinu.
Þar sem ég er með CRF 250´08 skrifa ég um hvernig ég geri ventlastillinu á þannig græju. Bókin, sem fylgir með hjólinu, gefur upp að gott sé að yfirfara ventlabilið á hjólinu á ca 20 tíma fresti.
ATH veraldarvefurinn er pottþétt með uppl um hvenig á að ventlastilla aðrar tegundir.
1. Það er nauðsynlegt að þrífa hjólið mjög vel áður en hafist er handa við að opna mótorinn. Taka allar hlífar, bensíntank og annað sem gæti falið óhreinindi sem gætu komist í vélina.
ATH: þetta er eins og ég hef framkvæmt þessa aðgerð sjálfur. Þessi grein er ekki á vegum VÍK og þeir semkjósa að prufa sig áfram eftir henni gera það á eigin ábyrgð.
ATH: fylgið leiðbeiningum sem eru í viðhaldsbókinni (manual). Ef þið hafið enga reynslu af viðgerðum er gott að leita til verkstæða sem sérhæfa sig í mótorhjólaviðgerðum. Ef mótornum er stillt vilaust á tíma þá er voðinn vís. Það getur allt farið í klessu!
Myndir af 2010 árgerðinni af TM Racing hjólunum voru að berast vefnum. Hjólið kemur með nýja bremsudiska, fótstig, grafík, HGS pústkerfi á MX hjólunum og svo auðvitað með álstelli sem hefur verið á hjólunum frá 2008. Verðið frá verksmiðjunni hefur lækkað frá því í fyrra og ætti því hjólið að vera samkeppnishæft hér á landi en þau verða fáanleg í næsta mánuði.
Að svissneskt fyrirtæki skuli smíða faratæki fyrir eyðimörk er nóg til að fá mann til að efast. En skyldi þetta farartæki vera eins skemmtilegt og þeir segja? Hröðunin á að vera frá 0 -100 km/klst á 2,8 sek og eiginleikarnir alveg frábærir. Þetta kemst svo 350 km á einum tanki af bansíni. Menn verða bara að dæma af myndunum…