Greinasafn fyrir flokkinn: Tips og Trix

Holl og góð ráð frá hinum og þessum um hvernig á að hjóla eða að viðhalda hjólinu.

Klaustursnámskeið

Nú býðst frábært tækifæri til að fínpússa tæknina fyrir Klaustur!
Laugardaginn 19. maí mun íslenska landsliðið í ISDE „Six Days“ 2012 halda þriggja tíma námskeið í Enduro tækni með það að markmiði að undirbúa keppendur fyrir Klausturskeppnina sem fer fram um aðra helgi.

Námskeiðið verður haldið á Bolaöldusvæðinu laugardaginn 19. maí á milli kl. 10:00 og 13:00, mæting er við húsið og haldið verður þaðan inn í Bruggaradal þar sem æfingin mun fara fram.

Farið verður um valin svæði sem henta til æfinga fyrir Klausturskeppnina með það í huga að undirbúa þáttakendur fyrir skemmtilegustu keppni ársins.

Meðal þess sem kennt verður:

  • Grunnstillingar á hjóli og ökumanni
  • Startæfingar
  • Beygjuæfingar
  • Bremsun
  • Sitja eða standa
  • Röttar
  • Fara upp/niður moldarbarð

Verð fyrir námskeiðið er 10 þúsund og munu þáttakendur fá ISDE 2012 Team Iceland bolinn við komu á Klaustur.   Allur ágóði rennur í fararsjóð liðsins, meira um keppnina og undirbúning liðsins síðar.

Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á agustbjornsson@gmail.com eða hafið samband í s 895 2123.

Lesa áfram Klaustursnámskeið

VÍK æfingar sumarið 2012

Nú þegar svæðið okkar við Bolöldu hefur opnað þá ætlum við þjálfarar MX & Enduro skóla VÍK að kynna fyrir ykkur sumarið sem er handan við hornið, eflaust margir krakkar búnir að vera pirra foreldra sína hvort það sé ekki hægt að fara hjóla eða á æfingar, en einsog síðustu vikur hafa verið þá hefur ekki verið möguleiki á að æfa úti og reiðhöllinn fullbókuð.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.
Lesa áfram VÍK æfingar sumarið 2012

Hvernig á að þvera á?

Slóðavinir hafa gert myndband sem fer í gegnum hvernig á að laga hjól eftir að mótorinn hefur tekið vatn inná sig.


Jafnvægis og styrktaræfingar.

Fyrir þá sem eru að æfa sveittir í ræktinni, án þjálfara eða aðstoðar, þá er alltaf gott að fá góð ráð frá sérfræðingum Muscle Milk.

EÐA SJÁ RÆMU HÉR.

Gott ráð við „Arm Pump“.

Fann ágæta grein í Dirt Rider sem er þess virði að lesa og prufa.

Það eru sennilega flestir í okkar sporti sem hafa lent í því að fá „arm pump“ Oftast þegar síst má við því.

„Attacking Arm Pump“

Since the sun is now shining and the snow is melting another great season of riding is all but here. But before you head out on your ride make sure you get those arms of yours in top notch riding condition. Lesa áfram Gott ráð við „Arm Pump“.