Greinasafn fyrir flokkinn: Tips og Trix

Holl og góð ráð frá hinum og þessum um hvernig á að hjóla eða að viðhalda hjólinu.

Stökkpallar!

Að gefnu tilefni,vill undirritaður benda mönnum sem hafa hug á að stökkva sem lengst á heimasmíðuðum pöllum eða náttúrufyrirbrigðum sem notast má til slíkra stökkva, að velja ramp sem er nokkru undir 45 gráður frá láréttum fleti.

Þá mun ökutækið fljúga í gegnum loftið í fallegum boga sem kallast Parabóla(fleygbogi), og allir aðrir hallar á palli, rampi eða hól, gefa styttri fluglengd.  Farið varlega,og gleymið ekki stóra málbandinu hans Lopa og að sjálfsögðu botngjöf, sem miðast skal jafnan við aðstæður.   Kveðja, sveinn@enduro.is

P.S ef þér mistekst jafnan við fyrstu tilraun! þá er fallhlífastökk ekki fyrir þig.

Enduroefnisfræði 101

Enduroefnisfræði 101

Eftir Jakob Þór Guðbjartsson (uppfært 27.12.2002 )

Hlífðarföt fyrir mótorhjólafólk hafa tekið miklum beytingum á undanförnum
áratugum. Nú er ekki eingöngu hægt að vera í leðri, heldur bjóða
framleiðendur upp á mikið úrval öryggisfatnaðar úr gerfiefnum. Fjöldi þeirra
gerfiefna sem eru á markaðnum í dag hleypur á hundruðum, ef ekki þúsundum og því má
ætla að gæðin séu æði misjöfn.

Öryggisfatnaður kemur ekki í veg fyrir beinbrot, heldur ver húðina fyrir bruna- og
svöðusárum.

Enduroefnisfræði 101 er ætlað að opna augu mótorhjólafólks fyrir þeirri staðreynd að
vefnaðarvara er ekki bara vefnaðarvara, leður er ekki bara leður og að ekki er kálið sopið
þó í ausuna sé komið. Með því að þekkja hugmyndafræðina á bak við notkun
öryggisefnana og virkni þeirra aukast líkurnar á að við kaupum öryggisfatnað sem þjónar
réttum tilgangi. Lesa áfram Enduroefnisfræði 101

Shock Wars II

Baráttan um yfirráðin í heiminum halda áfram. Einhverjar gróusögur hafa verið að berast vefstjóra um plat og ekki plat í slagsmálum verkstæðanna um að fá að skipta um olíu á dempurum landsmanna.
Vefurinn fór því á stúfana og kannaði sannleiksgildi þessara sagna. Reyndist þetta vera bull frá upphafi. Bæði verkstæðin, þ.e. Vélhjól & Sleðar og Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur taka demparana í sundur, hreinsa þá og yfirfara áður en olía og gas er sett á.
Munurinn er hinsvegar sá að Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur bíður aðeins árshátíðargestum (þeim sem eiga miða í matinn) upp á þessa þjónustu og endar tilboðið í dag. Skv. áreiðanlegum upplýsingum hafa þeir fengið dempara af um 15 hjólum þegar þetta er skrifað.
Verkstæði Vélhjól og Sleða sem komu þessu af stað með því að bjóða þessa þjónustu á hlægilegu verði taka við dempurum frá öllum og gildir þeirra tilboð í nokkrar vikur, eða þar til allt er komið á kaf í snjó og verkstæðið farið að fyllast af vélsleðum. Menn hafa því „líklega“ tíma fram að áramótum til að nýta sér þeirra tilboð.

Hámarkshraði – Gírhlutföll

Höfundur: Haraldur Ólafsson

Hámarkshraði – Gírhlutföll

Nú er það svo að meiri hluti torfærumótorhjóla er ekki með hraðamæli.Oft heyrast vangaveltur um það hver hámagkshraði motocrosshjóla er o.s.frv. Ýmsar leiðir eru til að finna út hver hámarkshraði hjóla er. Ein leiðin er sú að reikna þetta út miðað við snúningshraða vélarinnar og gírhlutföll.
Ef við skoðum hvað er átt við með gírhlutföllum er rétt að skoða lið fyrir lið hvað gerist.Gíring er leið til að minnka snúningshraða afturhjólsins gagnvart snúningshraða Lesa áfram Hámarkshraði – Gírhlutföll

Viðtal við Dick Lechien,stofnanda Maxima Oils

Það eru ýmsar hugmyndir um hvernig eigi að sjá vélhjólavélum um smurningu ,en aðeins fár aðferðir réttar.Til að hreynsa allan misskilning um efnið náðum við tali af Dick Lechien,stofnanda Maxima oils,og spurðum hann.
enduro.is:Hvaða blanda fyrir 2.geingis vélar er best,þ.e.a.s.olía og bensín?
DL:32:1er góð blanda fyrir MX en ´trial ökumaður gæti hæglega notað 100:1.þar sem hann sjaldnast snýr vélinni að nokkru ráði.Hinsvegar mundi 125cc götu reiser þurfa 16:1 vegna mikils snúnings vélarinnar.
Vélin er í raun bara pumpa:hún innbirður eldsneyti og loft,brennur eldsneytinu og smá súrefni og spýtir restinni út.
Því meiri snúningur vélarinnar,því meira af olíu þarf að vera í eldsneytinu.
Til að gera langa sögu stutta ,þá þarf Mike Brown(ný kríndur 125 MX Meistari USA) meira af olíu í tankinn en einhver stráklingur á svartri Hondu.

enduro.is. Er það rétt að há oktan benzín sé kraftmeira en venjulegt benzín og að gott sé að nota (reis)benzín á hjólin?
DL: 95 oktana benzín er mun sprengifimara en tildæmis 100.oktan benzín.
þegar benzín er sett undir þrysting verður það sprengifimara og því hærri sem oktan talan er því meiri þristing þarf til að fá sama sprengikraft og hjá lægra oktan benzíni.
Kepnislið nota alment kepnisbensín,það er yfirleitt vegna þess að vélarnar eru kraftmeiri en alment,háþrýstari o.s.f.v.
Ef svona hjól mundu nota almennt benzínstöðva Kraftstoff myndu vélarnar fara forsprengja og láta öllu illum látum og loks myndi stimpillin bráðna,brotna!! úrbræðsla!!!!

Demparamál

Ragnar Stefánsson hefur sent vefnum athugasemdir vegna dempara.

Ég hef sérstaklega tekið eftir því síðustu daga þegar menn hafa byrjað að keyra í alvöru frosti að það er þó nokkuð um það að pakkdósir eru að fara í dempurum !!! Ég vil ekki alhæfa neitt en aðal ástæðan er sú að flestir hugsa aldrei um að það kannski þarf að stunda smá viðhald á dempurum ! Á flestum þeim dempurum sem fara illa í frostinu hefur aldrei verið skipt um oliu og gas……….. Það er reyndar nauðsynlegt að gera „service“ á dempurunum allavega einu sinni á ári, bæði til að halda góðri virkni og eins til að minnka líkurnar á bilun.
Með von um að þessar upplýsingar útskýri eitthvað.
Kveðja Raggi
P.S. velkomið að hringja með spurningar s:5870066