Greinasafn fyrir flokkinn: Tips og Trix

Holl og góð ráð frá hinum og þessum um hvernig á að hjóla eða að viðhalda hjólinu.

Leiðbeiningar fyrir byrjendur

höfundur: Heimir Barðason

Þessi upptalning á akstursaðferðum er aðallega ætluð þeim sem stutt eru á veg komnir í MOTO-CROSS íþróttinni. Einnig er hægt að nota flest allar þessar aðferðir í öðrum tegundum vélhjólasports,t.d. ENDURO akstri. Þessi upptalning er mjög gróf og tek ég einungis allra helstu atriði fyrir. Ég hef hvorki tíma né aðstöðu til að taka öll atriði fyrir, en ef þú nærð tökum á þessum atriðum hér að neðan, þá ert þú orðinn vel slarkfær í MOTO-CROSS akstri og vélhjólaakstri almennt.
Vonandi verður þessi ritlingur sem þú hefur fyrir framan þig, stökkpallur til öruggari aksturs, hraðari aksturs og umfram allt til þess að þú njótir sportsins til fulls. Lesa áfram Leiðbeiningar fyrir byrjendur

Bremsuvökvi

höfundur: Haraldur Ólafsson

Bremsuvökvi

Það var ekki auðvelt verkefni fyrir framleiðendur bremsukerfa að finna vökva sem hafði þá eiginleika sem þarf til að geta ráðið við það mikla álag sem getur verið á vökva-bremsukerfi.Vökvinn þurfti að vera nægilega þunnur til að virkni kerfisins væri tafarlaus þegar bremsurnar eru notaðar,einnig þurfti vökvinn að geta unnið með hluti úr plasti málmi og gúmmí. Mjög mikilvægt er einnig að vökvinn sé stöðugur bæði við lágan hita og einnig við mjög mikinn hita.Það er þessi mikli hiti sem bremsukerfi verða fyrir við notkun sem gerir það að verkum að ekki er hægt að nota t.d. mótor-oliu á bremsukerfi.Ef sett væri motor-olía á bremsukerfi myndi hún við hita þenjast það mikið út að bremsurnar myndu læsast.Í köldu veðri væri venjuleg mótor-olía það þykk að hún myndi draga verulega úr léttleika og hreyfanleika bremsukerfisins.Framleiðendur fundu á endanum vökvann Polyglycol sem hélt sínum eiginleikum í hita og kulda og gat smurt og þétt hreyfanlegu hlutina í bremsukerfinu. En bremsuvökvi er mun flóknara fyrirbæri en getið er hér að framan. Lesa áfram Bremsuvökvi

Gíra upp eða niður

höfundur: Haraldur Ólafsson

Gíra upp eða niður?

Þegar hjólaframleiðendur ákveða hvaða gírhlutfall skuli vera á tilteknu hjóli verður niðurstaðan einhverskonar málamiðlun.Í því sambandi þarf að taka tillit til ólíkra aksturs-skilyrða, mismunandi aksturslags, hvernig vélin er stillt, o.s.frv.
Það getur verið að þegar ökumaður fer að nota sitt hjól þá finnist honum að standard gírhlutfallið nái ekki að tengja mótorinn við jörðina á þann hátt sem honum líkar. Það getur verið að til bóta að gíra hjólið upp eða niður.

Hvað er átt við með “gíra upp eða niður”? Lesa áfram Gíra upp eða niður

Hinir aumu framhandleggir

höfundur: Kjartan

Steyptir framhandleggir

Hver kannast ekki við þetta. Rétt eftir startið og þú ert byrjaður að pikka upp aðra ökumenn. Þér finnst ekkert geti stoppað þig, loksins færðu medalíu. Eftir 2 mínútur ferðu að verða var við fiðring í framhandleggjunum, eftir 3 mínútur breytast fiðringurinn í sting og eftir 5 í sársauka, og eftir 7 minna framhandleggirnir mest á steypuklump og þér finnst þú varla geta haldið í stýrið. Medalían fokin út í veður og vind og núna snýst þetta bara um að lifa af. Ef þú ert í motocrossi þá áttu bara 10 mínútur eftir, ættir að lifa það af, en í enduroi áttu ekki eftir nema 110 mínútur og þá snýst það upp í vonleysi. Þú ert orðinn fórnarlamb þess sem allir mótorhjólamenn hræðast, í Evrópu kalla menn það Bervoets syndrom, vegna þess að Belgi að nafni Marnicq Bervoets hefur verið að berjast við þetta í mörg ár. Sumir segja að hann hafi tapað nokkrum 250 titlum til Stefans Everts út af þessu. Og það virðist vera sem að allir verði fyrir þessu, og sama hvernig menn aka. Áður nefndur Everts finnur stundum fyrir þessu og Lesa áfram Hinir aumu framhandleggir