höfundur: Heimir Barðason
Þessi upptalning á akstursaðferðum er aðallega ætluð þeim sem stutt eru á veg komnir í MOTO-CROSS íþróttinni. Einnig er hægt að nota flest allar þessar aðferðir í öðrum tegundum vélhjólasports,t.d. ENDURO akstri. Þessi upptalning er mjög gróf og tek ég einungis allra helstu atriði fyrir. Ég hef hvorki tíma né aðstöðu til að taka öll atriði fyrir, en ef þú nærð tökum á þessum atriðum hér að neðan, þá ert þú orðinn vel slarkfær í MOTO-CROSS akstri og vélhjólaakstri almennt.
Vonandi verður þessi ritlingur sem þú hefur fyrir framan þig, stökkpallur til öruggari aksturs, hraðari aksturs og umfram allt til þess að þú njótir sportsins til fulls. Lesa áfram Leiðbeiningar fyrir byrjendur