Greinasafn fyrir flokkinn: Tips og Trix

Holl og góð ráð frá hinum og þessum um hvernig á að hjóla eða að viðhalda hjólinu.

Motocross 101: Andaðu

34. Andaðu.

Mundu að anda þegar þú hjólar. Ef þú einbeitir þér og hugsar virkilega um að anda inn um nefið og út um munninn þá kemst það fljótt upp í vana. Margir halda í sér andanum í gegnum vúppsa og erfiða kafla og það er aldrei gott. Mundu því að anda! – Josh Grant.

Motocross 101: Lærðu á æfingum

33. Lærðu á æfingum.

Ekki reyna nýja hluti og nýja keyrslutækni í keppnum. Þá er allt of mikið í gangi þannig að allt nýtt getur auðveldlega truflað þig. Notaðu tímann á æfingum til að prófa eitthvað sem þú hefur ekki gert áður. – Nick Wey.

Motocross 101: Loftþrýstingur

32. Loftþrýstingur.

Gerðu það að vana að tékka á loftinu í dekkjunum hjá þér í hvert skipti sem þú ferð að hjóla. Þetta hljómar kannski kjánalega en ef það er rangur þrýstingur í dekkjunum hefurðu verri stjórn á hjólinu og þá hjálpa öll þessi ráð þér ekki neitt! – Jason Lawrence.

Motocross 101: Bremsaðu beint

31. Bremsaðu beint. Notaðu kraftinn í frambremsunni til að bremsa með hjólið í uppréttri stöðu. Margir treysta allt of mikið á afturbremsuna þegar það er í raun frambremsan sem hægir mest á þér og gefur besta stjórn á hjólinu. – Ben Townley.

Rekluse EXP Core clutch

 

Rekluse EXP Core clutch
Rekluse EXP Core clutch

Dirt Bike valdi Reklusse EXP sem bestu uppfinningu ársins 2009. Telja þetta henta mjög vel í motocross hjólin.

Ætli einhver hafi prufað þessa græju hér á klakanum? Reyndar kostar þetta heil ósköp, rúmlega 800$ sem er ekkert gaman að yfirfæra í ísl gæðakrónur.

En þetta er talið gera heil ósköp  fyrir þá sem eru á mx hjólum og eru líka að leika sér í enduro keyrslu með. Ég hefði persónulega verðið til í að vera með svona í Midnight Open.
HÉR  er greinin frá Dirt Bike.
HÉR er umfjöllun á Thumper Talk.
HÉR er tengill á Rekluse síðuna. 
Það má a.m.k. alltaf láta sig dreyma um nýtt gismó í tugguna hjá sér.

Motocross 101: Pumpaðu þig upp

30. Pumpaðu þig upp. Reyndu að keyra stíft í tímatökum til að hita þig upp og jafnvel fá smá armpump í gang. Þá verða hendurnar orðnar heitar og slakar þegar kemur að fyrsta motoi og vonandi færðu ekki meira pump í hendurnar. – Tim Ferry.