Þegar farið er af stað með hjólið á Kerru!!!
Þá er gott að hafa sett börð á kerruna að framan svo að hjólið,sem kannski var skínandi hreint þegar lagt var af stað verði ekki salt stokkið og drullugt er komið er á ísinn:) Þetta virkar líka öfugt þegar haldið er heim,oft það kallt og fólk þreytt að ekki nenna að þrífa hjólið áður en því er lagt í viku eða meira!!!
Selta,drulla og vatn vinna best sem ætandi efni á málma og plast,þegar mikil breyting er á hita og raka. Sem sagt ef að þú vilt fá málm til að tærast,þá er best að skipta sem oftast um hita og raka stig!!! þá færðu flott rið og tæringu:) (ath innanhúshönnuðir)
Handföng á stýri.
Þótt að handhlífar séu notaðar,eiga þær til að brotna í frosti,skælast á stýri og ökumaður sem reisir við hjólið eftir byltu,er oft bremsu eða kúpling laus eftir byltuna!
Þá er gott ráð að vera ekki með festingarnar fyrir ofan nefnd handföng alveg föst. Jafnvel að vera með teflon límband eða smá smurefni undir,til að festingarnar geti snúist við byltu.
Dekk! þaes þrýstingur.
það ber að hafa í huga að ís er ekki bara ís! (Sjá „Smillas sens of snow“) ísinn eða frerinn er aldrei alveg eins! Stundum er betra að vera á skrúfum,stundum er trellinn jafn góður,stundum er færið gott og stundum alveg ferlegt!!!
Gott er að vera með loftpumpu og fikra sig áfram með mismunandi loftþrysting. Til dæmis að setja 12 pund í dekkin heima( ca 10 á ísnum í kulda) og tappa smám og smátt af þar til góðu gripi er náð.
Fjöðrun.
Þar sem akstur á ís og frera,er líkari malbiks akstri.Þá er betra fyrir endurohjól að stilla demparanna stífar en ella. Fólk á Motocrosshjólum þarf ekki mikið að spá í þetta,en það gildir jafnt fyrir Cross og enduro hjól að lækka hjólið eins og hægt er. Það er auðveldast að lækka hjólið að framan= Beygir betur(skarpar)
Áseta.
Það virkar vel á ísnum og fólk finnur greinilegar fyrir breitri líkamsstellingu á ísnum en á möl eða torfærum,hjólið er rásfastara og hreyfing ökumans er bersýnilegri. Þá á ég við að fara framá hjólið í beygjum og láta sig renna aftur á sætið er gefið er í eftir beygju.
Þá er bara eftir að borða vel áður en farið er af stað.Hafa drykkjarvatn og nóg af því. Hita upp lítileiga,liðka hendur og hita því oft verða hendur kaldar og virka ekki vel fyrr en hiti er komin í líkamann.
Og gott er að muna eftir!…Að ef þér er kallt á fótunum….Settu þá upp húfu.
Með kveðju. sveinn@enduro.is