Greinasafn fyrir flokkinn: Trial

Borið fram træ-al og snýst um að klifra upp veggi

Ballett á hjólum

Ballett á hjólum

ÍSLENSK mótorhjólamenning, eins dásamleg og hún nú er, hefur til þessa átt álíka mikla samleið með klifurhjólum (trials) og loðinn þungaviktarboxari með lítilli balletdansmey. En e.t.v. er að verða einhverskonar hugarfarsbreyting þar sem menn eru í auknum mæli farnir að horfa á aksturseiginleika í stað hestafla en þetta tvennt á ekki endilega alltaf samleið. Sala á litlum 250cc torfæruhjólum hefur snaraukist undanfarin ár og nú má greina titring á nýjasta dellumæli okkar Íslendinga, en hann mælir klifurhjóladellu.

Ný stórdella í uppsiglingu?
Undanfarið hefur verið mikil umræða um þessi hjól meðal mótorhjólamanna, nokkur slík hjól hafa verið seld, fleiri á leiðinni og spurning hvort ný stórdella sé í uppsiglingu? Þrátt fyrir að rík og löng hefð sé fyrir slíkum mótorhjólum í Evrópu vita í raun sárafáir hérlendis nokkuð um hvað málið snýst. Við fyrstu sýn virðast hjólin mjög lítil og nett og vega á bilinu 65-70 kíló með öllum vökva. Mótorarnir eru flestir hljóðlátir tvígengismótorar, eru fremur eyðslugrannir og skila aflinu frá sér silkimjúkt sem er nauðsynlegt í erfiðum jafnvægisæfingum en einnig fylgir þeim sú skemmtilega aukaverkun að jarðvegsrask frá slíkum hjólum er í algeru lágmarki. Dekkin eru með mun fínna munstri en hefðbundin torfærudekk og er loftþrýstingur í þeim hafður lítill svo dekkin séu mýkri, hafi stærri gripflöt og hreinlega lími sig við jarðveginn. Akstur þessara hjóla snýst fyrst og fremst um jafnvægi. Þeir fáu sem hafa séð alvöru klifurhjólakappa sýna listir sínar eru á einu máli um að þarna sé stórkostleg íþrótt á ferð en vita jafnframt ekkert hvernig á að leika það eftir sem fyrir augu ber (enn sem komið er) þar sem aksturstæknin í þessum geira er allt öðruvísi en á hefðbundnu torfæruhjóli. Lesa áfram Ballett á hjólum

Framtíð akstursíþrótta

Á vef ÍSÍ þann 15 nóvember síðastliðinni birtist neðangreind grein á forsíðunni.

„Tillaga að framtíðarfyrirkomulagi akstursíþrótta
Á framkvæmdastjórnarfundi ÍSÍ í gær var rætt um ósk nokkurra akstursíþróttafélaga, sem eru nú þegar innan íþróttahreyfingarinnar, um að akstursíþróttir og skipulag akstursíþróttakeppna verði alfarið og eingöngu innan vébanda ÍSÍ og samkvæmt lögum og reglum íþróttahreyfingarinnar. Í hugmyndum félaganna kemur jafnframt fram að eðlilegt sé að ÍSÍ stofni sérstakt sérsamband – Akstursíþróttasamband Íslands og að lýðræðislega kjörin stjórn hins nýja sérsambands muni í samráði við fulltrúa Dómsmálaráðuneytisins gera tillögur að nýrri reglugerð um akstursíþróttir. Dómsmálaráðherra skipaði nefnd fyrir all nokkru síðan til að fjalla um endurskoðun á reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni. Nefndin hefur ekki komið saman í nokkuð langan tíma og telja félögin að hún muni ekki skila áliti sem getur talist ásættanlegt. Á fundi framkvæmdastjórnar í gær var ákveðið að fylgjast með þróun mála og knýja á um niðurstöður í ráðherranefndinni. Í framhaldinu mun stjórn ÍSÍ taka málið upp aftur.“

Hvað er trial?

Trial er ný vélhjólaíþrótt hér á landi. Íþróttin byggir á því að ekið er eftir fyrirfram ákveðinni leið yfir hindranir án þess að stoppa og stíga niður fæti. Þetta er því einskonar þrautakóngur á vélhjólum. Þegar ekið er yfir hindranir getur hraðinn verið allt frá mjög litlum hraða upp í ca. 60 km/klst. En það er ekki hraðinn sem skiptir mestu máli heldur nákvæmnin. Í hvert skipti sem ökumaður stöðvar eða stígur niður fæti þá fær hann refsistig frá dómara. Það skal tekið fram að það er einungis einn keppandi í hverri þraut í einu. Til þess að útskýra þetta betur þá skulum við líkja þessu við golf. Í golfi þá safnar þú refsistigum í hvert skipti sem þú slærð boltann. Þegar þú byrjar á nýrri holu er stigagjöfin núll. Eftir því sem þú notar fleiri högg því fleiri stig færðu. Í lok hverrar holu vinnur sá keppandi sem fengið hefur fæst stig. Í trial þá er brautin byggð upp á þrautum og keppandinn byrjar hverja þraut með núll stig. Lesa áfram Hvað er trial?