Sverrir Jónsson skrifar athyglisverða grein í dag um nýju tollalögin á motosport.is.
Stefnir í hart við tollstjóraembættið – túlka nýtt frumvarp um vörugjöld og keppnistæki mjög þröngt
Fyrir skömmu fögnuðum við hjólamenn því mikið að loksins yrði tekið tillit til þess að motocrosshjól eru keppnistæki og niðurfelling fengist því á vörugjaldi. En ekki var Adam lengi í paradís og nú hefur komið í ljós að tollstjóraembættið gerir allt sem í þeirra valdi stendur til þessa hanga á sinni stífni og sýnir þessu lítinn skilning. Túlka þeir löggjöfina eins þrönga og þeir mögulega geta og líta þeir á að motocrosshjól séu ekki sérsmíðað keppnistæki þó svo að það sé skýrt tekið fram af framleiðanda að um sérhæft keppnistæki sé um að ræða sem eingöngu má aka á þar til gerðum, lokuðum, samþykktum keppnisbrautum. Lesa áfram Nýju tollalögin túlkuð misjafnlega