Greinasafn fyrir flokkinn: Trial

Borið fram træ-al og snýst um að klifra upp veggi

Endurocross um Verslunarmannahelgina á útihátíðini Neistaflugi

Endurocrosskeppni/sýning verður haldin á Neistaflugi í Neskaupstað Laugardaginn 31 Júlí. Skráningar í síma 868-3512, Ísak og á isakfannar@gmail.com
Keppnisgjaldið er 3000kr og rennur það í peningaverðlaun til keppenda.

Sherco akademían

Þar sem Trial tímabilið er komið á fullt í Evrópu setti Sherco saman akademíu La Seu d´Urgell á Spáni sem þátt í verkefni sínu við að aðstoða unga ökumenn. Innan verkefnisins er einnig fjárhagslegur stuðningur, ráðgjöf og þjálfunardagar undir leiðsögn Lluis Gallach, sem er fyrrverandi Spánar meistari í Trial og er í dag hægri hönd Albert Cabestany sem er meðal hæfustu Trial ökumanna í dag.

Trial des Nations

Trial des Nations byrjaði í Evrópu árið 1983 er og er svipað og Motocross of Nations. Tilgangurinn með stofnun keppninnar var að koma saman bestu ökumönnum frá hverju landi til að keppa á móti hver öðrum í liðakeppni í stað venjulegrar einstaklingkeppni. TdN er hápunktur keppnistímabilsins hjá Trial ökumönnum á hverju ári og er haldið á eftir lokaumferðinni í heimsmeistarakeppninni.

Keppt er bæði í kvenna og karlaflokki og hvert land velur lið sem samanstendur af fjórum mönnum og þremur konum. Venjulega eru þetta allra bestu ökumenn hvers lands. Liðið fær svo stig fyrir þrautirnar og telja þar 3 bestu karlarnir og tvær bestu konurnar. Stigagjöf einstaklinganna er ekki gefin upp til að hvetja menn til að vinna saman sem lið.

Lesa áfram Trial des Nations

Supermoto.is og Trial.is orðnar hluti af vefnum

Steve Colley í trial á Íslandi 2006

Frá og með deginum í dag eru lénin supermoto.is og trial.is orðin hluti af þessu vefsvæði þar sem motocross.is, enduro.is og motomos.is eru fyrir. Supermoto og trial eru ung afbrigði af vélhjólaíþróttinni á Íslandi en ekki vantar áhugan þó aðstæðan mætti batna. Til dæmis hefur ekki enn verið keppt í þessum greinum í Íslandsmóti en vonandi styttist í það.

Með þessu verður boðið uppá enn fjölbreyttari fréttir af því sem menn eru spenntastir fyrir og eru áhugasamir hvattir til að senda inn myndir eða greinar eða jafnvel ábendingar um fréttir, slúður og viðburði. Þeir sem eru öflugastir geta fengið lykilorð til að skrifa beint inn fréttir á vefinn.

Íslandsvinurinn Steve Colley, fyrrum heimsmeistari í trial, prýðir fyrstu forsíðu trial.is. Má segja að hann hafi fært íslenskt trial upp um nokkur þrep árið 2006 þegar hann kom hingað til lands og hélt trial-námskeið þar sem helstu trial ökumenn landsins komust að því að þeir væru blautir á bak við eyrun. Myndin er tekin á námskeiðinu þar sem Colley sýnir listir sínar með Esjuna í baksýn. Forsíða supermoto.is er prýdd mynd sem Unnar M. Magnússon tók á Akstursíþróttasvæðinu í Kapelluhrauni en einmitt um þessar mundir standa yfir fyrstu námskeiðin í supermoto með erlendum þjálfara. Lesa áfram Supermoto.is og Trial.is orðnar hluti af vefnum

LEX Games um helgina

Í fyrra voru haldnir LEX Games í fyrsta skipti og vöktu þeir mikla lukku. Í ár á að gera enn betur og er þetta orðið að tveggja daga viðburði á tveimur stöðum.

Fyrri dagurinn verður á motocross svæði VÍK í Bolaöldu og seinni dagurinn verður í Aksturssvæðinu (Rally-Cross brautinni) við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.

Það verður ekkert slakað á í því að bjóða fólki uppá allt það skemmtilegasta sem jaðaríþróttir á Íslandi hafa uppá að bjóða. Þessu getur þú einfaldlega ekki misst af!!

Lesa áfram LEX Games um helgina

Trial mót fyrir austan

Trial fyrir austan

Norðuríshafs Trialkeppnin fór fram á laugardaginn við frábærar aðstæður sól og blíða a la austurland.

Úrslit keppninnar urðu þannig.

1. sæti Örn Þorsteinsson 14 refsistig
2. sæti Steinn Friðriksson 16 refsistig
3. sæti Jói Kef 19 refsistig

Eftir keppni var farið í alvöru hardcore trial til þess að sýna Jóa Kef hvernig á að keyra trial hjól án þess að vera á malbiki…. óhætt er að segja að Jói hafi sýnt stórkostleg tilþrif, mesta furðu vakti hvað hjólið skemmdist lítið 😉
Þegar komið var aftur til byggða og á malbik, sýndi Jói okkur hvernig á að aka við þær aðstæður, reyndi að kenna okkur að prjóna og gera nosewheelie. Lesa áfram Trial mót fyrir austan