Greinasafn fyrir flokkinn: Trial

Borið fram træ-al og snýst um að klifra upp veggi

Ljósmyndir óskast

Flott mynd

Kanntu á myndavél? Motocross.is óskar eftir ljósmyndum frá öllum keppnum sumarsins, einnig frá æfingum og félagsstarfi. Tilvalið að byrja á myndum frá Klaustri um helgina.

Ljósmyndarar geta fengið aðgengi að Vefalbúminu okkar og sett myndirnar sjálfir beint á netið þar sem þúsundir sjá þær!

Hafðu samband við vefstjori@motocross.is ef þú átt flottar myndir frá helginni eða ert til í að taka í sumar

Dagskrá LEX Games

lex09_logo_150Dagskráin fyrir LEX-Games er komin á hreint. Þetta lítur út fyrir að verða allsvakalegt partý. Nú geta allir prentað út dagskrá og plakat og límt uppá vegg hjá sér

Dagskrá á A5
Plakat á A3

Annars er þetta svona:

kl:12.00 Fjórhjólacross keppni
kl:12.20 Krakkaskóli VÍK (Motorhjól)
kl:12.30 Verðlaun og tónlist
kl:12.40 Motocross keppni

Lesa áfram Dagskrá LEX Games

LEX-Games 09

29. águst er dagur sem verður tileinkaður öllum helstu jaðar og motorsportum á Íslandi þar sem haldin verður lítil eftirlíking af X-games.
Þar fær hver grein stutta stund til að vera með keppnir og syningar og kynna sitt sport fyrir almenning. Til dæmis verða þarna sýningar og keppnir í motocross, Freestyle, Trial, fjórhjólacross, drullupytt, reiðhjóla downhill, Dirt Jump, BMX en einnig verða flugvélar, rally, rallycross, torfæra og margt fleira á dagskránni.
Allt á einum degi í Motocross brautinni í Jósepsdal, Bolaöldu, hjá Litlu kaffistofunni á leið til Selfoss.

Þéttpökkuð dagskrá allan daginn og X-ið sér um lifandi tónlist.

MXsport.is tekur við Sherco

Sherco umboðið, sem flutt hefur inn hágæða Trial og Enduro hjól undanfarin ár, hefur verið keypt af MXsport.is. MXsport.is mun halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í markaðsetningu spænsku Sherco hjólanna á Íslandi. Sér í lagi hefur orðið aukning að undanförnu í Trial hér á landi. Trial hjólin frá Sherco hafa náði miklum vinsældum og voru meðal annars Evrópumeistari og heimsmeistari í Trial 2008 báðir á Sherco hjólum. Einnig hefur Sherco unnið Scottish Six Days Trial (SSDT) keppnina fimm ár í röð. Að lokum má geta að það var ökumaður á Sherco Enduro hjóli sem sigraði Red Bull Romaniacs 2008, þetta er erfiðasta hard Enduro keppni heims, og var hann sá fyrsti til að sigra þessa keppni á fjórgengis hjóli. Þess fyrir utan framleiðir Sherco einnig 50cc skellinöðrur. Þjónustuaðili er hinn þaulreyndi Jón Bjarnarson í B Racing ehf sem hefur stundað Trial um árabil. Hægt er að fræðast nánar um Sherco hjólin á www.sherco.is

Kevin Schwantz á trial

Kevin Schwantz hinn frægi Suzuki GP keppnis ökumaður keypti sér Gas Gas TXT 280 Trial hjól. Kevin er fyrrum heimsmeistari og vann 25 sigra og var 29 sinnum á ráspól. Að sögn keypti hann hjólið til að halda sér í þjálfun. Það er orðið æ vinsælla að frægir mótorhjóla ökumenn kaupi sér trial hjól til að halda sér í formi. Trial er góð undirstaða fyrir Road Race, motocross og Enduro keppnis akstur. Kappar eins og Íslandsvinurinn Anders Eriksson og Joakim Ljunggren hafa líka fjárfest í Gas Gas trial hjólum.
Lesa áfram Kevin Schwantz á trial

Trialsnámskeið hjá Steve Colley

Eins og flestir vita slasaðist trialsmeistarinn Steve Colley nýverið. Kallinn virðist hinsvegar vera á góðum batavegi og að verða búinn að uppbóka sig næsta sumar í kennslu, sýningar og keppnir. Það er hinsvegar laus tími hjá honum um miðjan maí og hugmyndin var að fá Colley til landsins til að halda helgarnámskeið fyrir trialsökumenn – þeas EF næg þáttaka næst. Verðið ræðst af fjölda þáttakenda en gæti verið um 15 þúsund. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið endilega sendið mér línu.
spitfire@vortex.is
ÞK
Lesa áfram Trialsnámskeið hjá Steve Colley