Greinasafn fyrir flokkinn: Trial

Borið fram træ-al og snýst um að klifra upp veggi

Adam Raga heimsmeistari

Adam Raga á Gas Gas hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Trials, en hann var reyndar búinn að því þegar ein umferð var eftir af mótinu. Trials of Nations var líka um helgina eins og MXON, Þar urðu Spánverjar sigurvegarar með Raga Gas Gas fremstan í flokki, og með honum í liðinu voru Antonio Bou á Beta, Albert Cabestany Sherco og Marc Freixa Montesa,  en Bretar urðu í öðru sæti. Þetta var 12. titill Spánverja í karlaflokki. Í kvennaflokki sigraði Þýskaland með Iris Kramer Gas Gas sem aðal stjörnuna.
Lesa áfram Adam Raga heimsmeistari

Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið send á alla fjölmiðla:

Á morgun, föstudaginn 22. júlí kl. 16:00 verður undirritaður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni samningur milli Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK), Landssambands Íslenskra Vélsleðamanna, Reykjavík (LÍV-R) annars vegar og Sveitarfélagsins Ölfus hins vegar um afnot af svæði sunnan við Litlu kaffistofuna og inn í Jósepsdal undir æfingaakstur torfæruhjóla og vélsleða. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og verður viðstödd undirritunina á morgun.
Lesa áfram Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Ónumið land

Kannski að maður sé endanlega farinn yfir um? Ég veit að
þetta kallast varla mótorhjól; 69 kíló, pínulítið kríli, heyrist varla í þessu
og rétt hreyfist úr sporunum. En þetta er staðreynd, það er búið að skipta út
enduro-hjólinu úr skúrnum fyrir GasGas-klifurhjól eða Trials-hjól eins og það er
líka kallað. Það sem var erfiðast við að taka þetta skref er að maður óttast að
verða fyrir vonbrigðum því ég er ekki viss um að þetta veiti neina útrás af
viti. Ætli ég eigi það ekki sameiginlegt með flestum Íslendingum sem hafa notað
torfæruhjólin til að fá löglega útrás fyrir frumhvatirnar. Ég meina, maður er
vanur stórum mótorum, miklum látum og enn meiri hraða en ekkert af þessu
fyrirfinnst í Trials. Hvað er ég þá að spá?


Klifurhjólin eru fislétt eins og sjá má.

Lesa áfram Ónumið land

Trial fréttir

{mosimage}
Vegna vaxandi áhuga á Íslandi á Trial eru hér fréttir af Heimsmeistarakeppninni í Trial.
Ellefta umferð var haldin í Belfast um síðustu helgi. Það er Spánverjinn Adam Raga á Gas Gas sem vann öruggan sigur og leiðir nú heimsmeistaramótið örugglega.
Eftir langa ferð til Buenoos Aires kom þessi þrefaldi heimsmeistari til Barcelona þar sem honum var vel 
Lesa áfram Trial fréttir