Þar sem núna er svona rosalegt hjólaveður dag eftir dag er líklegt að
einhverjir fari af stað. Ég ætla bara að minna menn á að vera ekki á svæðum sem
eru illa þornuð og gætu farið illa. Þetta er sá árstími sem er vandasamast að
vera hjólamaður upp á þetta að gera. Sýnum ábyrgð og berum virðingu fyrir
landinu. Kíkjum á
Boðorðin og
Umhverfisbækling VÍK
Greinasafn fyrir flokkinn: Umhverfismál
Góðar jólafréttir – endurosvæði vonandi á réttri leið
Undanfarna mánuði hefur stjórn VÍK, meðlimir úr enduro-, motocross og umhverfisnefnd og fleiri lagst á eitt við að leita félaginu varanlegra aksturssvæða í nágrenni Reykjavíkur. Umferð torfæruhjóla um Hengilssvæðið og Reykjanes hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og það er orðið löngu tímabært að taka á þeim málum og beina umferðinni annað. Þar er frumkvæði okkar sjálfra lykilatriði frekar en að bíða eftir aðgerðum opinberra aðila með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Á undanförnum mánuðum hafa ýmsar hugmyndir verið viðraðar og rætt hefur verið við marga aðila um þessi mál. Við höfum horft sérstaklega hlýtt til Sveitarfélagsins Ölfus sem ræður yfir hvað mestu ónýttu landssvæði í nágrenni Reykjavíkur ásamt því að ræða við Umhverfisstofnun og Landgræðslu Ríkisins til að skýra okkar sjónarmið og þarfir. Af þessum viðræðum er ljóst að við eigum góða bandamenn víða sem vilja vinna með hjólamönnum til að draga úr landskemmdum af völdum mótorhjóla. Um leið er fullur vilji til að tryggja okkur aðgang að svæðum þar sem við getum stundað okkar íþrótt í sátt við annað útivistarfólk og hagsmunaaðila.
Í gær, 20. desember, áttum við undirritaðir góðan fund með fulltrúum sveitarfélagsins Ölfus ásamt fulltrúa Landgræðslu Ríkisins þar sem þessi mál voru rædd opinskátt og málefnalega. Í ljós kom að hjá þessum aðilum er góður skilningur á aðstæðum okkar og vilja til að draga úr skemmdum af völdum torfæruhjóla t.d. í kringum Hengilinn og víðar. Í umræðunni voru nokkur svæði sem geta komið til greina frá Litlu kaffistofunni til Þorlákshafnar. Niðurstaða fundarins var sú að málið yrði rætt af fyllstu alvöru innan sveitarfélagsins og afstaða verði tekin til tillagna okkar um miðjan janúar. Það kom fram í máli fulltrúa Ölfus að mikill vilji væri innan sveitarstjórnarinnar að bæta úr aðstöðuleysi hjólamanna, enda voru menn sammála um að ástæður landskemmda væri að hluta aðstöðuleysi okkar hjólamanna að kenna. Með aukinni þjónustu við hjólafólk yrði hægt að beina umferð annað og minnka álag á viðkvæmum svæðum. Við bindum miklar vonir við þessar málaleitanir og treystum því að niðurstaða sveitarfélagsmanna verði jákvæð þannig að við getum fyrr en seinna boðið félagsmönnum aðgang að sérstökum hjólasvæðum.
Lesa áfram Góðar jólafréttir – endurosvæði vonandi á réttri leið
Grein eftir Geokobba í Mogganum
Sunnudaginn 12. september, 2004 – Aðsendar greinar
Taka skýra afstöðu til landsskemmda
Jakob Þór Guðbjartsson skrifar um vélhjólaíþróttamenn: „Slóðar og einstígar sem við ökum á eru okkur jafnmikilvægir og gott samstarf við aðra útivistarhópa.“
Jakob Þór Guðbjartsson
ÉG VIL byrja á því að þakka Ara Trausta fyrir fróðlega grein um ferða- og umhverfismál hér í Morgunblaðinu 30. ágúst síðastliðinn. Í greininni vakti hann athygli á þeim vanda sem vélhjólaíþróttamenn standa frammi fyrir, en það er óábyrgur akstur fámenns hóps.
Innan vélhjólaíþróttageirans eru starfræktir klúbbar sem vinna að framgangi íþróttarinnar. Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) er þeirra stærstur og hefur í 26 ár barist fyrir því að fá viðunandi og varanlega æfingaaðstöðu fyrir félagsmenn sína. Þrautaganga stjórnarmeðlima í þessum málum hefur verið þyrnum stráð og oftar en ekki er talað fyrir daufum eyrum þegar sjónarmið klúbbsins hafa verið kynnt. Á síðasta ári fékk félagið þó úthlutað svæði til afnota sem nýtist aðeins hópi hjólamanna sem æfa og keppa í motocrossi. Á sama tíma hafa tilraunir félagsins til að fá úthlutað svæði þar sem hægt væri að stunda svokallaðan þolakstur (enduro) í náttúrulegu landslagi ekki borið árangur. Aukin umferð mótorhjóla er því að hluta til afleiðing aðstöðuleysis. Lesa áfram Grein eftir Geokobba í Mogganum
Umhverfisnefnd óskar eftir GPS hnituðum slóðum
Umhverfisnefnd VÍK sótti fjölmennan fundi um utanvega akstur. Að fundinum stóðu Umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun. Þeir sem fylgst hafa með fréttum undanfarna daga hafa væntanlega heyrt um nefnd sem á að koma með tillögur að nýtingu vega/slóða, eða með öðrum orðum ákveða hvað er vegur og hvað ekki. Landmælingar og vegagerðin hafa verið dugleg undanfarin ár að gps mæla vegi og slóða (þó ekki slóðana sem við förum). Félagsmenn 4×4 hafa einnig verið duglegir að safna „trökkum“ (gps leiðum) af þeim slóðum og vegum sem þeir fara um og væntanlega munu þau gögn renna í þetta verkefni, jeppamönnum til góðs. Einnig veit ég að einhverjir hjólamenn eru að trakka slóða og leitast umhverfisnefndin því eftir samstarfi við hjólamenn um söfnun þeirra trakka sem við höfum nú þegar. Við erum að leita að gögnum um vegi, slóða, einstígi, þjóðleiðir og allt annað sem við erum að fara, jafnt á láglendi sem hálendi. Það sem við getum ekki notað eru gps punktar af OFF-ROAD akstri af skiljanlegum ástæðum. Margar af þeim leiðum sem hjólamenn erum að fara eru trúnaðarmál þeirra sem þær fara. Því verða gögnin meðhöndluð sem trúnaðarmál og ekkert sent frá nefndinni nema með fullu samþykki þeirra sem eiga gögnin. Þeir sem vilja hjálpa okkar með þessa söfnun geta haft samband við Jakob (892-1373) eða sent mér trökkin beint í geokobbi@simnet.is. P.S. Nefndin á að skila af sér 1. des 2004 og því höfum við enn nokkurn tíma til að undirbúa baráttuna fyrir slóðunum okkar.
Umhverfisnefnd
Frá Umhverfisnefnd
Eins og félagsmenn hafa eflaust tekið eftir hefur að undanförnu verið nokkur umræða
í fjölmiðlum um akstur utan vega og oftar en ekki hafa hjólamenn legið undir
ásökunum ? því miður ekki alltaf að ástæðulausu.
Í dag, þriðjudaginn 7. september, var kallaður saman fundur á vegum
Umhverfisstofnunar. Tilgangur fundarins var tvíþættur, annarsvegar til að kynna
nýstofnaðan vinnuhóp sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvaða vegi má
aka í óbyggðum og hverja ekki. Og hinsvegar að leita eftir skoðunum helstu
útivistarfélaga og hagsmunaaðila hvað megi gera til að sporna við utanvegaakstri. Lesa áfram Frá Umhverfisnefnd
Er þetta það sem við viljum!
Hvet allt hjólafólk til að lesa grein Ara Trausta Guðmundssonar um landnýðingsskap torfæruvélhjólaökumanna. Getur það verið að marg af því sem þar kemur fram sé rétt? Hvernig eigum við að bregðast við svona löguðu?…. Jakob.