Greinasafn fyrir flokkinn: Umhverfismál

Vísir.is: Landið þolir hesta verr en fjórhjól

'Bændur í Skaftárhreppi fara ekki lengur með hesta á fjall, heldur eingöngu fjórhjól. mynd/haukur snorrason

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu/visir.is í morgun:

Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“

Fjallkóngurinn segir landið þola hesta miklu verr en fjórhjól. „Ef við værum allir á jálkum væri þetta miklu meira krass. Ég veit að vísu að menn geta gleymt sér augnablik í hita leiksins. Ég hef brýnt fyrir mönnum að vera ekki að trylla á þessu að óþörfu. Það skiptir hins vegar engu þótt það komi för í svörtum sandi.“

Gísli Halldór kveðst hafa skoðað vegsummerki eftir sjálfan sig frá því í fyrra. „Ég hafði ekið um á jeppa um grjót og klappir og ofan í dýjamosa. Förin í mosanum voru hræðilega ljót strax á eftir. Þegar ég fór núna til þess að skoða þetta sáust engin för. Svo var útlendingur sektaður í fyrra fyrir að keyra ofan í dýjamosa.“

Lesa áfram Vísir.is: Landið þolir hesta verr en fjórhjól

Mbl.is fjallar um utanvegaakstur

Nýlega hefur mbl.is fjallað nokkrum sinnum um utanvegaakstur og hér er ein grein af síðunni:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/15/utanvegaakstur_med_olikindum/

Reykjanesfólkvangur

Mynd fengin af ferlir.is
Reykjanesfólkvangur

Vefnum hefur borist eftirfarandi erindi:

Að gefnu tilefni vil ég biðja þig vinsamlegast að koma á framfæri að allur utanvega akstur er bannaður í fólkvanginum. Talsverðar skemmdir hafa verið unnar á óröskuðum svæðum og ríkir því algjört bann , ógötuskráð tæki verða gerð upptæk af lögreglu.

Landvarsla er á svæðinu og reglubundið eftirlit af hálfu sýslumanns.

Í þessu sambandi er rétt að ítreka að flest sveitarfélög eru með afmarkað svæði, einnig er hægt að beina umferð á vestursvæði Reykjaness, þ.e.a.s. fyrir vestan Grindavíkurveg

kveðja,

Óskar Sævarsson
Grindavík

Slóðar í Bolaöldum.

SLÓÐARNIR ERU LOKAÐIR!!!!!

Í kvöld verður vinnukvöld í Jósefsdal. Þar verða merktir upp slóðar þannig að hægt sé að taka vel á því í æfingum fyrir Klaustur. Óskað er eftir aðstoð við slóðalagningu. Vinna hefst kl 18:00. Verkið ætti ekki að taka langan tíma enda hljótum við að fá góða aðstoð frá félagsmönnum og öðrum áhugasömum.

Ef vel verður tekið á því, á vinnukvöldi, ætti að vera hægt að opna Jósefsdalinn um helgina. Vinnuþjarkar gefi sig fram við Garðar S: 866 8467, eða Dóra Sveins S: 896 4965, á staðnum.

Slóðanefndin.

mbl.is fjallar um utanvegaakstur

Á mbl.is er grein um fólk sem gekk að mönnun vera að … „að drösla hjólum sínum í gegnum girðingu“

Hér er greinin í heild.

Texti og mynd er frá mbl.is
Mennirnir hættu við að fara inn fyrir girðingu sem afmarkar vatnsból Hafnfirðinga í Reykjanesfólkvangi.

Erfitt að eiga við akstur innan verndarsvæðisins

„Við þekkjum þetta vandamál vel. Utanvegaakstur er náttúrlega algengt vandamál úti um allt land og við höfum reynt að láta lögregluna vita en það er ósköp lítið sem við getum gert, því þeir fara mjög hratt yfir á þessum mótorhjólum.“

Þetta segir Berglind Guðmundsdóttir, arkitekt á skrifstofu skipulags- og byggingarmála hjá Hafnarfjarðarbæ.

Göngufólk á útivistarsvæði í upplandi Hafnarfjarðar, við Helgafell ofan Kaldárbotna, gekk um helgina fram á tvo vélhjólamenn þar sem þeir voru í miðju kafi að drösla hjólum sínum í gegnum girðingu umhverfis vatnsverndarsvæði Hafnarfjarðar. Svæðið tilheyrir Reykjanesfólkvangi og er opið göngufólki en ekki vélknúnum ökutækjum auk þess sem akstur utan vega er að sjálfsögðu ólöglegur alls staðar.

„Við höfum aðeins rætt það að ráða landvörð í gæslu á náttúruverndarsvæðum bæjarins, bæði til þess að afstýra þessu vandamáli og eins gróðureldum og öðrum sem er verið að kveikja á þessum árstíma. Allt hraunið þarna í upplandinu er á hverfisvernduðu svæði og þarna erum við búin að friða mikið af óhreyfðum hraunum og náttúruvættum auk þess sem við þurfum að vernda vatnsbólið í Kaldárbotnum,“ segir Berglind.

Tengill á frétt

Samráðsfundur útivistarfélaga og Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs boðaði til fundar 3 maí um samráð hagsmunaraðila um samgöngumál í þjóðgarðinum en eins og margir vita þá hefur verið mikið skrifað og talað um það misrétti sem kom fram í þeim tillögum sem voru svo á endanum samþykktar að ráðherra.

Nú virðist sem að stjórn þjóðgarðsins og kannski ráðherra vilji sætta málin eða séu eingöngu að slá ryki í augu almenning með þessum fundi en það á eftir að koma í ljós, fundurinn var að minnsta kosti af hinu góða.
Þarna voru samankomnir fulltrúar hátt í 50 hagsmunaaðila, má þar nefna ýmis ferðafélög, landeigendur, ferðaþjónustuaðila, sveitafélagsfólk, veiðimenn, reiðhjólafólk, hestamenn, göngufólk, fólk frá raunvísingastofnun og e-h fleiri.

Halldór Sveinsson fór fyrir hönd Slóðavina og einnig sem fulltrúi VÍK, á þessum 5 tímum kom ýmislegt í ljós og misjöfn sjónarmið en það verður að segjast að það sem ber hæðst að nefna er að við sem ferðumst á vélknúnum ökutækjum voru sterkasta röddinn þarna og komum við okkar sjónamiðum skýrt fram og lögðum fram margar miðlunartillögur, t.d með tímamörkum á akstursleiðum/svæðum, í raun að skipta svæðum milli útivistarhópa eftir árstímum.

Átti hann gott spjall við hestamenn, göngufólk, reiðhjólafólk ofl þarna og kom okkar sjónarmiðum fram og gerði þeim grein fyrir þeirri miklu fræðslu sem við erum með og verður að segjast að margir urðu hissa á því mikla fræðslustarfi sem við bjóðum uppá og horfa á hjólamenn öðrum augum eftir þetta.

Nánari fréttir af þessu starfi koma síðar en þær tillögur sem komu á fundinum verða settar í nýja nefnd sem á að taka á samgöngumálum í þjóðgarðinum og reyna að stuðla að því að sem flestir verði sáttir.