Fræðslufundur um utanvegaakstur verður á fimmtudaginn, 18.nóv, klukkan 17 í Listasal Mosfellbæjar. Sjá nánar á auglýsingunni hér fyrir neðan:
Greinasafn fyrir flokkinn: Umhverfismál
VÍK menn í Útrás
Föstudaginn 17 september fengu vélhjólamenn góða kynningu í útvarpsþættinum Útrás á Rás 1. Þar var tekið viðtal við formann VÍK Hrafnkel Sigtryggsson, Gunnar Bjarnason umhverfisnefndarmann og á eftir þeim Sigurð Baldursson á Akureyri.
Loksins langtímasamningur um Sólbrekkubraut
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti þann 22.júlí s.l. samning við Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness um leyfi til tímabundinna afnota á Sólbrekkusvæðinu auk stækkunar. Samningurinn gildir til 31.maí 2017 með möguleika á framlengingu.
Samningurinn er sannkallaður tímamótasamningur fyrir VÍR því í mörg ár hefur brautin verið á skammtímaleyfum. Uppbygging á aðstöðunni við brautina mun eflaust taka kipp eins og menn hafa séð byrja í sumar enda hefur VÍR marga öfluga liðsmenn innanborðs.
Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarður fólksins?
Frestur til að skila inn athugasemdum við verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs rennur út þann 24.júní.
Verndaráætlunin hallar talsvert á ferðafólk vélknúinna ökutækja og því hvetjum við ALLA til þess að skila inn athugasemdum (já líka ÞIG).
Verndaráætlunin gengur jafnvel svo langt að loka torfærum slóða um Vonarskarð, fyrir allri umferð nema gangandi, þó svo að gangandi umferð um Vonarskarð hafi í gegnum tíðina verið nánast óþekkt.
Talsverð slóðagrisjun er í gangi og mun Ferðaklúbburinn 4×4 að því tilefni senda út kynningarblað með Fréttablaðinu þriðjudaginn 22.júní þar sem fjallað er um lokun leiða.
Óþarfa utanvega akstur í Mosfellsbæ – ekið á göngustígum í bænum
Stjórn MotoMos hefur verið kallað til fundar við bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þar sem ræða á aukin akstur torfæruhjóla innabæjar og þá sérstaklega á göngustígum bæjarins. Eru bæjaryfirvöld óhress með það að á sama tíma og komið er til móts við okkur hjólamenn með nýju svæði og braut sem MotoMos hefur haldið úti síðustu ár, að þá hefur aukning orðið á akstri torfæruhjóla á reiðvegum, göngustígum og á svæðum sem ekki flokkast sem svæði fyrir torfæruhjól. Allur akstur innanbæjar og eða á framangreindum reiðvegum og göngustígum er stranglega bannaður. Þið sem stundið slíkt getið gert það að verkum að bæjaryfirvöld endurskoði afstöðu sína til akstursvæði fyrir okkur hjólamenn og afturkalli það leyfi sem við höfum. Það á alls EKKI að hjóla heiman frá sér upp í brautina í MotoMos á hjóli sem er EKKI Á HVÍTU NÚMERI. Motocrosshjól eiga að fara í þar til gerð farartæki upp á brautarstæði og halda sig við Lesa áfram Óþarfa utanvega akstur í Mosfellsbæ – ekið á göngustígum í bænum
Fundur hjá Slóðavinum
Næstkomandi miðvikudagskvöld, kl. 20:00, koma á fund hjá Ferða og útivistarfélaginu Slóðavinir þau Marta Jónsdóttir, lögfræðingur, og Kristófer Kristófersson, verkefnastjóri tæknimála, en bæði starfa þau hjá Umferðarstofu. Þau koma til með fjalla um öll þau mál sem snúa að skráningar og skoðunarmálum mótorhjóla, auk þess sem fjallað verður um breytingar á umferðarlögum og áhrif þeirra. Ásgeir Örn Rúnarsson, stjórnarmaður í Slóðavinum og nefndarmaður Tækninefndar félagsins, heldur erindi um raunveruleg áhrif regluverksins á umhverfi hjólafólks.
Einnig mætir Karl Alvarsson, skrifstofustjóri samgönguráðuneytisins á samgöngusviði. Endurskoðun á Umferðarlögum er á borðinu hjá Karli og kemur hann til með að fjalla um breytingar á umferðarlögum sem snúa að mótorhjólum. Verulegar breytingar eru fyrirhugaðar á umhverfi tví-, fjór- og sexhjóla, og hafa Slóðavinir fundað nokkrum sinnum með ráðuneytinu og sent inn athugasemdir við frumvarpið.
Hjá okkur verða því allir helstu embættismenn stjórnkerfisins sem hafa áhrif á það laga- og reglugerðaumhverfi sem um hjólafólk gildir.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Arctic Trucks, Kletthálsi 3, og hefst eins og áður segir kl. 20:00 .