Greinasafn fyrir flokkinn: Umhverfismál

Umhverfisnefndir í vettvangsferð

Hópur manna úr umhverfisnefndum Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands (MSÍ) og Ferðaklúbbsins 4×4 lagði leið sína að friðlandi á Fjallabaki nýverið til að kanna gróðurskemmdir eftir utanvegaakstur sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum uppá síðkastið.

Hópurinn ræddi við Pál Ernisson landvörð á svæðinu um skemmdirnar og vaxandi umferð vélknúinna ökutækja á svæðinu. Að því loknu var farið um svæðið í fylgd með Páli sem vísaði hópnum á ummerki utanvegaaksturs sem þar er að finna. Víða sjást skemmdir eftir vélknúin ökutæki á svæðinu en þó aðallega á sandlengju sem liggur meðfram veginum um Dómadal inn í Landmannalaugar.

Lesa áfram Umhverfisnefndir í vettvangsferð

Hljóðstyrksmæling á fyrstu Enduro keppni sumarsins

Um 15 hjól voru tekin í prófun í skoðun á hljóðstyrk í Enduro keppninni í Bolaöldu. Niðurstaðan er sú að flestir eru með hljóðkúta sína í lagi. Það var helst að aftermarket kraftpústin voru full hávær og ljóst að þeir sem eru að nota slík þurfa að pakka pústin sín og nota „silent insert“ ef þeir ætla að vera innan hljóðstyrksmarka. Það er ljóst að það er talsverður munur milli mismunandi gerða pústkúta því er rétt að benda mönnum á að vanda valið og jafnvel hugsa sig vel um áður en hlaupið er í kaup á kraftpústi. Flest kraftpúst krefjast þess að menn pakki kútinn fyrir hverja keppni sem er tímafrekt og dýrt.
Lesa áfram Hljóðstyrksmæling á fyrstu Enduro keppni sumarsins

Umhverfisráðherra og mótorhjól

Í grein eftir alþingiskonuna Siv Friðleifsdóttur, sem birt er í dag í 24-stundum, fjallar Siv meðal annars um viðhorf núverandi umhverfisráðherra til vélhjólafólks, sem birtist í svari ráðherra við fyrirspurn hennar á Alþingi. Fyrirspurnin var gerð í frammhaldi skýrslu Umhverfisnefndar MSÍ/VÍK, og voru viðbrögð umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, vægast sagt mikil vonbrigði, og báru vott um skilningleysi!

Smellið hér til að lesa blaðið (sjá bls. 15)

Skýrsla Umhverfisnefndar

Umrædd skýrsla sem Siv nefnir var skilað til Umhverfisráðuneytisins síðustu daga s.l. árs.
Skýrslan hefur verið lengi í smíðum og báru nefndarmenn Umhverfisnefndar VÍK, hitann og þungan af vinnunni.
Góðir punktar og athugasemdir komu frá öðrum nefndarmönnum og var fullt tillit tekið til þeirra.
Hér meðfylgjandi er skýrslan í heild sinni ásamt fylgibréfi til ráðherra.
Spennandi verður að heyra svör ráðherra við fyrirspurnum Sivjar.

Aðstöðu og lagaumhverfi vélhjóla.pdf

Fylgibréf til ráðherra.pdf

Deiliskipulag fyrir akstursíþróttasvæði kynnt

Í gær var haldinn formlegur fundur þar sem Hafnarfjarðarbær kynnti deiliskipulag fyrir akstursíþróttasvæðið í Kapelluhrauni. Vel var mætt á fundinn – um eða yfir 50 manns. Yngvi frá Landmótun kynnti deiliskipulagið og síðan var opnað fyrir spurningar. Fulltrúar Hraunvinafélagsins kynntu sjónarmið sín í langri ræðu. Félagið er að mestu sátt við deiliskipulagið fyrir utan staðsetninguna á motocrossbrautunum því þar sé óraskað hraun.

Lesa áfram Deiliskipulag fyrir akstursíþróttasvæði kynnt

Opinn fundur Umhverfisnefndar MSÍ í kvöld

Ágæti félagi, í kvöld, mánudaginn 19. nóvember, stendur umhverfisnefnd Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands (U-MSÍ) fyrir opnum félagsfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum (Engjavegi 6), Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 19:30 og stendur til 21:30.
Markmið fundarins er að upplýsa félagsfólk, sem og aðra þá sem áhuga hafa á vélhjólamennsku, um það starf sem unnið er í nefndinni og hvers megi vænta á næstu misserum í hagsmunabaráttu okkar fyrir bættum réttindum.

Lesa áfram Opinn fundur Umhverfisnefndar MSÍ í kvöld