Hópur manna úr umhverfisnefndum Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands (MSÍ) og Ferðaklúbbsins 4×4 lagði leið sína að friðlandi á Fjallabaki nýverið til að kanna gróðurskemmdir eftir utanvegaakstur sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum uppá síðkastið.
Hópurinn ræddi við Pál Ernisson landvörð á svæðinu um skemmdirnar og vaxandi umferð vélknúinna ökutækja á svæðinu. Að því loknu var farið um svæðið í fylgd með Páli sem vísaði hópnum á ummerki utanvegaaksturs sem þar er að finna. Víða sjást skemmdir eftir vélknúin ökutæki á svæðinu en þó aðallega á sandlengju sem liggur meðfram veginum um Dómadal inn í Landmannalaugar.