Greinasafn fyrir flokkinn: Umhverfismál

Fréttir frá U-MSÍ

Umhverfisnefndin hefur tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og fyrirliggjandi eru mörg verkefni, stór sem smá. Þó formlegt nefndarstarf hafi legið niðri í sumar gaf nefndin út nýjan umhverfisbækling og sendi kynningarbréf á öll sveitarfélög í landinu. Í bréfinu til sveitarfélaganna var óskað svara við nokkrum spurningum og eru svarbréf að detta inn þessa daganna. Á seinustu vikum höfum við fundað með umhverfisráðherra, alþingismönnum, stjórn Reykjanesfólkvangs og nú síðast með forstjóra og forstöðumanni Náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar. Áætlað er að funda með fleiri ráðamönnum áður en jólapakkarnir verða opnaðir.

Á næstunni munu einkum þrjú verkefni eiga hug okkar og hjarta. Í fyrsta lagi verður unnið hörðum höndum að því að klára verkefni sem hófst fyrir um ári síðan og er stýrt af Umhverfisstofnun. Að verkefninu koma MSÍ/VÍK, Vegagerðin , Samband sveitarfélaga, Landvernd og Umhverfisstofnun. Markmið þessa hóps er að koma með hugmyndir að framtíðarskipulagi á aðstöðu og lagaumhverfi sem uppfyllir þarfir þeirra sem aka um á
Lesa áfram Fréttir frá U-MSÍ

Jákvæðni hjá Skessuhorni

Vefurinn Skessuhorn á Vesturlandi er aðeins jákvæðari en Mogginn… Grein þeirra frá því í gær byrjar svona:

Hitað upp fyrir náttúruvæna vélhjólakeppni

Í dag heldur Vélhjólaíþróttafélag Akraness keppni í vélhjólaakstri á Langasandi. Nú laust fyrir hádegi var verið að gera keppnisbrautir tilbúnar á sandinum en fyrirhugað var að hefja prjónkeppni laust eftir klukkan 12 og síðan verður keppt í þolakstri og hindranaakstri. Um svokallaða enduro/cross keppni er að ræða, en það er sambland af tvenns konar keppni. Enduro er þolakstur og stendur slík keppni yfirleitt yfir í um einn og hálfan tíma. Í crossi er hins vegar keppt í hindrunarakstri með alls kyns þrautum og stökkpöllum. Ernir Freyr Sigurðsson, einn af aðstandendum keppninnar, segir blöndu þessara tveggja gerða keppni vera mjög sérstaka. „Þetta er nánast einstakt hjá okkur og ræðst af aðstæðum á Langasandi. Það góða við þennan keppnisstað er að við göngum frá öllu fyrir flóð í dag og á morgun á fjöru verða engin merki um að þar hafi farið fram keppni.“

Greinina í heild sinni má lesa „hér“ og væntanlega verði fleiri fréttir af keppninni einnig á vefnum þeirra.

Akstur motocross hjóla yfir skurði og strengi í Hafnarfirði

Landsnet vinnur nú að strengsetningu 132kV raflína í Hafnarfirði. Búið er að grafa skurði og fer lagning strengjanna að hefjast. Því miður hefur verið eitthvað um að motocross hjól hafi verið að keyra yfir skurðinn með tilheyrandi skemmdum á skurðbökkum og efnisróti í skurðbotni. Nú fer eins og fyrr segir að koma að lagningu sjálfra strengjanna í skurðinn og komi skemmd í streng (vegna þess að ekið er yfir hann eða grjót

Lesa áfram Akstur motocross hjóla yfir skurði og strengi í Hafnarfirði

Veggjald er lagt á bensín á tæki sem ekki nota vegi

Í athugun er að fella niður veggjald sem notað er á garðsláttuvélar, vélsleða og sportbáta. Nú eru 30 krónur innheimtar af hverjum bensínlítra sem þessi tæki nota, sem einskonar afnotagjald þessara tækja af vegakerfinu sem þau koma aldrei á.

Upphaf málsins er að forráðamenn Atlantsolíu rituðu fjármálaráðherra bréf fyrir tæpu ári og skoruðu á ráðherra að beita sama fyrirkomulagi og við sölu
Lesa áfram Veggjald er lagt á bensín á tæki sem ekki nota vegi

Góð mæting á slóðafund Umhverfisnefndar

Um 40manns mættu á fræðslufund MSÍ, VÍK og 4×4 í gær og var það framar okkar björtustu vonum. Miklar umræður sköpuðust um slóðamál og voru fundarmenn almennt jákvæðir á framtíðina þó vissulega þurftum við að halda vel á spöðunum í hagsmunagæslunni. Farið var yfir helstu verkefni umhverfisnefndarinnar og brýnt fyrir fundarmönnum nauðsyn þess að safna gps-gögnum (ferlum) af hjólaleiðum. Stór hluti þeirra sem mættu á fundin hyggjast aðstoða við ferlun í sumar og jafnvel var rætt um að fundarmenn hittust reglulega í sumar til að miðla upplýsingum um hjólaleiðir. Jón Snæland fór á kostum með ferlsafnið sitt, en það er án efa stærsta ferlasafn landsins í einkaeigu. Áframhald verður á fundarhöldum á næsta miðvikudag, 9.maí. Sjá nánar hér til hliðar.