Umhverfisnefndin hefur tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og fyrirliggjandi eru mörg verkefni, stór sem smá. Þó formlegt nefndarstarf hafi legið niðri í sumar gaf nefndin út nýjan umhverfisbækling og sendi kynningarbréf á öll sveitarfélög í landinu. Í bréfinu til sveitarfélaganna var óskað svara við nokkrum spurningum og eru svarbréf að detta inn þessa daganna. Á seinustu vikum höfum við fundað með umhverfisráðherra, alþingismönnum, stjórn Reykjanesfólkvangs og nú síðast með forstjóra og forstöðumanni Náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar. Áætlað er að funda með fleiri ráðamönnum áður en jólapakkarnir verða opnaðir.
Á næstunni munu einkum þrjú verkefni eiga hug okkar og hjarta. Í fyrsta lagi verður unnið hörðum höndum að því að klára verkefni sem hófst fyrir um ári síðan og er stýrt af Umhverfisstofnun. Að verkefninu koma MSÍ/VÍK, Vegagerðin , Samband sveitarfélaga, Landvernd og Umhverfisstofnun. Markmið þessa hóps er að koma með hugmyndir að framtíðarskipulagi á aðstöðu og lagaumhverfi sem uppfyllir þarfir þeirra sem aka um á
Lesa áfram Fréttir frá U-MSÍ