Greinasafn fyrir flokkinn: Umhverfismál

Afsláttur af hagnýtum bókum

Þeir sem mæta á fræðslufundi Umhverfisnefndar VÍK 2. og 9. maí í Bolaaöldu, eiga kost á því a kaupa bækur Jóns Snælands, Utan alfaraleiða og Ekið um óbyggðir, með sérstökum afsláttarkjörum, eða 3000kr/stk. Einnig verður bók Jakobs Þórs, Iceland overland – handbook and planning guide for motorcyclists, seld á sérstökum afsláttarkjörum eða 1500kr/stk. Skoðið „Á döfunni“ hér til hliðar fyrir nánari upplýsingar um fræðslufundina. Umhverfisnefnd MSÍ og VÍK.

Lesa áfram Afsláttur af hagnýtum bókum

Gróðursetning Bolaöldum

Eins og fram kom á aðalfundi þá nefndi ég að til stæði að gróðursetja plöntur upp á Bolaöldum í sumar. Sérlegur garðyrkjuráðunautur VÍK herra Ingvar Hafberg kom upp á Bolaöldur um daginn og gaf góð ráð: Núna er rétti tíminn að klippa af trjánum greinar og setja í vatn best er að klippa Víðistegundir og hafa afklippurnar í vatni í c.a. 3. vikur. Þegar þrjár vikur eru liðnar er bara að skella sér upp á Bolaöldu og skella þessu niður bak
Lesa áfram Gróðursetning Bolaöldum

Fræðslufundir um vélhjólaslóða

Þann 2. og 9. maí næstukomandi mun umhverfisnefnd Mótorhjóla- og snjósleða sambands íslands (UMSÍ), í samstarfi við Vélhjólaíþróttafélagið VÍK og Ferðaklúbbinn 4×4, standa fyrir fræðslufundum um slóðamál. Fundirnir verða haldnir í félagsheimili VÍK á Bolaöldusvæðinu og hefst dagskráin stundvíslega kl. 20:00. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Bolaöldusvæðið hinu megin við þjóðvegin hjá Litlu-kaffistofunni. Fundirnir eru opnir öllu hjólafólki og er ókeypis aðgangur.

Lesa áfram Fræðslufundir um vélhjólaslóða

Tilkynning frá umhverfisnefnd MSÍ

Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands (MSÍ) var stofnað í lok árs 2006, en sambandið vinnur að hagsmunamálum mótorhjóla- og snjósleðafólks á landsvísu. Fljótlega eftir stofnun sambandsins var sett á laggirnar umhverfisnefnd. Eitt af fyrstu verkum nefndarinnar var endurskoðun námskrár fyrir bifhjólaréttindi, en það er mat nefndarinnar að aukinn fjöldi endúróhjóla, mótókrosshjóla og trialshjóla í hjólaflota landans kalli á nýja nálgun í bifhjólakennslu.
Lesa áfram Tilkynning frá umhverfisnefnd MSÍ

Samút fundar

VÍK á aðild að félagsskap sem heitir Samtök útivistarfélaga. Að samtökunum standa vel á annan tug félaga sem á einn eða annan hátt hafa útivist og útiveru á stefnuskrá sinni. Þann 22. janúar 2007 var haldinn fundur hjá Samút, og var fundarefnið annars vegar fyrirliggjandi frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð og hins vegar að tilnefna fulltrúa Samút í Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér frumvarp umhverfisráðherra um Vatnajökulsþjóðgarð er bent á að gera það (http://www.althingi.is/altext/133/s/0439.html).

Lesa áfram Samút fundar

Æfingarsvæði fyrir torfærumótorhjól.

Í Morgunblaðinu í gær birtist góð grein eftir Ómar Jónsson, þar sem hann skrifar um aðstöðuvanda íþróttarinnar og fl. Hér er greinin:
Það er deginum ljósara að torfæru mótorhjólaíþróttir eru ekki lengur jaðarsport. Mótorhjólaíþróttir hafa vaxið svo mikið að gera má ráð fyrir tvöföldun iðkenda árlega síðastliðin fjögur ár.
Ef ekki verður á næstunni  bætt úr brýnni þörf á æfinga svæðum stefnir fljótlega  í mikið óefni.
Ástæða þess að ég sting niður penna um málefni vélhjólafólks nú, er umræðan sem fram fór á Alþingi á
Lesa áfram Æfingarsvæði fyrir torfærumótorhjól.