Greinasafn fyrir flokkinn: Unglingar

Fyrir þá sem eru 15 til 22 ára

Söfnun / Kennsla fyrir Reykjadal

Joikef #177, Gylfi #9,ásamt Kára #46, ætla að standa að söfnun fyrir krakkana í Reykjadal. þriðjudaginn 17.ágúst. á Sólbrekkubraut.

Einnig munum við notast við fjórhjólabrautina sem enduro æfingarsvæði sem Kári mun sjá um, ekkert gjald verður heldur vonumst við eftir frjálsu framlagi sem rennur allt til krakkana í Reykjadal.

Kennslan er klukkutími í senn, kl. 17,18,19,20 og mögulega lengur ef mæting verður framar vonum.

VÍR ætlar að leggja þessu málefni strákanna lið og í stað þess að kaupa brautarmiða greiðið þið andvirði þeirra við komuna og rennur það óskipt ásamt frjálsa framlaginu til krakkana í Reykjadal.

Við vonumst til að sjá sem flesta, því málefnið er gott !!!

Kv VÍR .

Akureyringar og nærsveitungar: MOTOCROSS á morgun

Frá Akureyri

Tæplega 100 keppendur eru skráðir í 4. umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem fer fram á Akureyri á morgun laugardag. Akureyringar og nærsveitungar eru hvattir til að mæta og verða vitni að dýrðinni. Brautin er í toppformi og auðvitað mæta allir bestu ökumenn landsins til keppni og sýna sín bestu tilþrif – landsliðssæti eru í húfi.

Svo má líka benda á að það er metþátttaka í B-flokki þar sem gamlar hetjur úr bransanum draga fram gömlu taktana.

Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall og hér eru nokkrir tímar úr dagskránni:

  • B-flokkur kl:: 11.35
  • Kvennaflokkur kl. 12.00
  • 85 cc flokkur kl. 13.40
  • Unglingaflokkkur (125cc) kl. 14.05
  • MX-Open og MX2 kl. 14.30

Við hvetjum alla til að mæta snemma og njóta blíðunnar í fjallinu og fá sér flatböku og kók í bauk í sjoppunni.

Unglingalandsmótið lukkaðist vel

Motocrossið á Unglingalandsmótinu tókst alveg frábærlega í góðu veðri og geggjaðri braut. Klúbburinn á Akranesi á heiður skilinn fyrir að bregðast við með svo skjótum fyrirvara og var öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Jarðýta var ræst strax á föstudaginn og brautin var öll rippuð og í topplagi á sunnudag.

Einn ökumaður vakti athygli öðrum fremur, en það var Guðbjartur Magnússon # 12 sem gerði sér lítið fyrir og keppti í báðum flokkum og keyrði því nánast í þrjá klukkutíma samfleytt. Það var hins vegar annar nýfermdur sem sigraði unglingaflokkinn, en það var Ingvi Björn Birgisson # 19 sem sýndi alveg gríðarlega flottann akstur og er að stimpla sig inn sem einn okkar efnilegasti ökumaður. Signý Stefánsdóttir # 34 rúllaði kvennaflokknum upp og var að stríða strákunum, endaði m.a. í þriðja sæti í unglingaflokki í seinna mótoinu.

Lesa áfram Unglingalandsmótið lukkaðist vel

Unglingalandsmótið verður á Akranesi

Frá Landsmótinu á Sauðárkróki í fyrra

Vegna kæru frá landeigendum í Borgarfirði verður motocrossið á Unglingalandsmóti UMFÍ fært frá nýrri braut í Borgarnesi til Akraness.

Þrátt fyrir stuttan fyrirvara hafa menn og konur á Akranesi brett upp ermar og gert Akrabrautina klára fyrir keppnina á mettíma. Rúmlega 30 ungmenni eru skráð til leiks og án nokkurs vafa verður mikið stuð á Skaganum á sunnudaginn.

Keppnin hefst á sunnudaginn klukkan 12 og hvetjum við alla til að koma við í Akrabraut og sjá okkar björtustu vonir keppa á landsmótinu.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrána í heild:

Lesa áfram Unglingalandsmótið verður á Akranesi

Sumarnámskeið fyrir krakka

Frá einu af námskeiðum VÍK

Motocross skóli VÍK hefur ákveðið að færa út kvíarnar og ætla nú að byrja með nokkurs konar sumarnámskeið fyrir krakka. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára sem eru viðloðinn motocrossi, hvort sem þau eiga eða vilja fá hjól.

Námskeiðið verður ekki eins og fyrri motocross námskeið sem skólinn er með. Á þessu námskeiði verður ekki einungis farið í æfingar á hjólinu heldur einnig farið í leiki, sund og margt fleira og verður fjölbreytileikinn í fyrirrúmi. Foreldrar munu þá skutla krökkunum á viðkomandi staði sem og sækja þau.

Námskeiðið verður 4 daga vikunnar þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 9-12. Krakkar þurfa að hafa með sér nesti 3 daga vikunnar en á föstudögum munu leiðbeinendur grilla fyrir krakkana.

Lesa áfram Sumarnámskeið fyrir krakka

Ljósmyndir óskast

Flott mynd

Kanntu á myndavél? Motocross.is óskar eftir ljósmyndum frá öllum keppnum sumarsins, einnig frá æfingum og félagsstarfi. Tilvalið að byrja á myndum frá Klaustri um helgina.

Ljósmyndarar geta fengið aðgengi að Vefalbúminu okkar og sett myndirnar sjálfir beint á netið þar sem þúsundir sjá þær!

Hafðu samband við vefstjori@motocross.is ef þú átt flottar myndir frá helginni eða ert til í að taka í sumar