Skráning á námskeiðin sem VÍK stendur fyrir í sumar er hafin:
Lesa áfram Skráning á VÍK námskeið sumarið 2010
Greinasafn fyrir flokkinn: Unglingar
Fyrir þá sem eru 15 til 22 ára
Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi
MSÍ hefur tilkynnt niðurstöðu fundarhalda um síðustu helgi. Ljóst er að nokkuð mikil breyting verður á keppnishaldi í motocrossi og enduro á næsta ári þó svo ekki sé endanlega komin mynd á niðurstöðurnar. Eftirfarandi er tilkynning frá stjórn MSÍ:
Formannafundur og Þing MSÍ samþykkti einróma eftirfarandi breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Moto-Cross og Enduro fyrir keppnistímabilið 2010. Eftirfarandi eru breytingar sem munu taka gildi um áramótin þegar fullkláraðar keppnisreglur munu liggja fyrir frá keppnisnefnd.
Skráningin í bikarmótið opin hér og nú
Skráningin í Bolaöldubikarkeppnina sem fer fram á laugardaginn hefur opnað og fer fram hér:
Lesa áfram Skráningin í bikarmótið opin hér og nú
Kreppukeppni 24.okt
Vélhjóladeild ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn hefur ákveðið að halda motocrosskeppni þann 24.október næstkomandi. Keppnin ber heitir „Kreppukeppni“ og er þetta annað árið í röð sem keppnin fer fram. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta allt á léttu nótunum en einnig eru vinningarnir rausnarlegir og nytsamlegir, ekki stórir bikarar heldur eitthvað ætilegt.
Keppnin verður með svipuðu sniði og í fyrra, keppt í fullt af flokkum og léttleikinn í fyrirrúmi. Skráning opnar á vef MSÍ fljótlega og dagskráin verður auglýst nánar hér á vefnum.
Fyrir þá sem ekki vita er frábær motocrossbraut rétt við Þorlákshöfn sem er nothæf nánast allt árið þar sem snjólétt er á svæðinu og sandurinn í henni tilvalinn í akstur þó svo að það sé létt frost. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um brautina.
Flott mynd frá Sólbrekku
Egill Sigurðsson sendi vefnum þessa mynd sem hann tók í Sólbrekkukeppninni í sumar. Það vantaði sko ekki baráttuna í MX-Unglingaflokkinn í sumar og þessi mynd lýsir því nokkuð vel.
Eyþór sigraði í Bolaöldu
Eyþór Reynisson gerði sér lítið fyrir og sigraði í síðustu umferð Íslandsmótsins í Bolaöldu í gær. Eyþór er aðeins 16 ára gamall og ekur á minna hjóli en þeir sem hafa verið í baráttunni í Opna flokknum. Eyþór var í öðru sæti í öllum þremur motounum en keppinautar hans voru ekki eins stöðugir og því fór sem fór. Eyþór er líklega sá yngsti sem vinnur Íslandsmeistarakeppni í motocrossi.
- Eyþór Reynisson 22+22+22=66
- Einar Sverrir Sigurðarson 20+20+25=65
- Aron Ómarsson 15+25+20=60 Íslandsmeistari
- Gunnlaugur Karlsson 25+18+14=57
- Ásgeir Elíasson 16+16+16=48
Aron Ómarsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir fyrsta motoið þar sem hann var með gott forskot fyrir þessa keppni. Hann átti möguleika á að vinna sumarið með fullt hús stiga eftir að hafa unnið öll 12 motoin sem búin voru en það náðist ekki að þessu sinni. Aron féll a.m.k. tvisvar í fyrsta motoinu og náði aðeins fimmta sæti en það var Gunnlaugur Karlsson sem vann sitt fyrsta moto á ferlinum. Einar S. Sigurðarson náði að sigra síðasta mótó ársins í titilvörn sinni en það dugði ekki til eins og áður sagði.
Úrslit í öðrum flokkum