Greinasafn fyrir flokkinn: Unglingar

Fyrir þá sem eru 15 til 22 ára

Unglingadagur í Sólbrekku

Nú er um að gera að drífa í að skrá sig á Unglingadaginn á Sólbrekku, skráningunni lýkur á miðnætti í kvöld
Allir frá 12 – 18 ára geta tekið þátt sama hvort þeir hafa keppt eða ekki. Sjá frétt hér á síðunni.

Kveðja
Unglingadeild VÍR

Unglingadagur VÍR í Sólbrekku

Unglingadagur fyrir 12 – 18 ára verður haldinn í Sólbrekkubraut laugardaginn 18. júlí ef næg þáttaka verður.

Þáttökugjald er kr. 3.000 – sem greiðist við komu á staðnum – enginn posi.
Frítt fyrir áhorfendur.
Ath. Skila þarf skriflegu leyfi frá foreldri sjá hér.

Mæting kl. 12.00 byrjað verður. kl. 12.30
Dagskrá:
Útsláttarkeppni :
1 fl. 12 – 14 ára
2 fl. 14 – 16 ára
3 fl. 16 – 18 ára
4 fl. Opinn stelpuflokkur

Tilkynna þarf um þáttöku á rm250cc@simnet.is – Skráningu líkur á miðnætti 16 júli.

Hverjum alla unglinga til að taka þátt – allir velkomnir.

Allir þáttakendur fá viðurkenningu en einnig verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í öllum flokkum.

Í lokin verður síðan farið í móaakstur og “móameistari VÍR 2009” valinn og að sjálfsögðu grillum við á eftir.
Hittumst höfum gaman af og skemmtum okkur. Hlökkum til að sjá ykkur

Kveðja
Unglingadeild VÍR.
www.vir.is

Krakkaæfingar hefjast í kvöld

Hér er listi yfir alla sem eru skráðir á námskeiðin hjá VÍK í sumar. Fyrir nánari upplýsingar og skráningu smellið hér.

Annars mæta menn bara með kvittun úr bankanum á fyrstu æfinguna sína og hafa Frístundakortið með (þeir sem eiga þannig).
Munið að fyrsta æfingin er í kvöld mánudag (22.júní) klukkan 18 í Bolaöldu.

Lesa áfram Krakkaæfingar hefjast í kvöld

VÍK 6 tímar Midnight Off-Road Challenge 2009

Smelltu hér til að sjá keppendalista og fleira
Smelltu hér til að sjá keppendalista og fleira

Skráningarfrestur í 6 tíma keppnina sem fer fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu laugardaginn 20. júní hefur verið framlengdur til 22:00 á föstudagskvöldið.
Veðurspáinn er góð fyrir laugardaginn, 10-12 stiga hiti og skýjað, lítur út fyrir hið fullkomna Enduro veður.
Nú er engin afsökun, skrá sig með félögunum 1, 2 eða 3 í liði og mæta í þessa frábæru keppni. Unnið er hörðum höndum við brautarlagningu og hafa þeir Guggi, Beggi og Elli Pípari verið á fullu síðustu daga við að fullkomna ca. 16 km. hring. Í dag 17. júní er verið að grjóthreinsa slóðana með hjólaskóflu en hringurinn er öllum fær og verður nú í fyrsta skipti keppt að hluta til inní Jósepsdal.
Enduro og MX brautir í Bolaöldu verða lokaðar frá miðnætti 17. júní og fram að keppni og eru félagsmenn og aðrir beðnir að virða þessa lokun.

Dagskrá laugardagsins 20. júní er eftirfarandi:
Lesa áfram VÍK 6 tímar Midnight Off-Road Challenge 2009

VÍK stendur fyrir æfingum barna og unglinga í sumar

VÍK mun í sumar standa fyrir skipulögðum æfingum fyrir yngstu aldurshópana og byrjendur. Þetta hefur lengi verið á verkefnalistanum og nú verður þetta loks að veruleika. Félagið hefur fengið til liðs við sig nokkra af reyndustu ökumönnum og leiðbeinendum landsins til að halda regluleg námskeið í sumar.
Félagið hefur ennfremur samið við ÍTR þannig að allir 18 ára og yngri sem búsettir eru í Reykjavík geta nýtt sér Frístundakortið til að greiða fyrir æfingarnar. Æfingagjöld eru mjög hagstæð en innifalið í gjaldinu er árskort í brautir VÍK.

Lesa áfram VÍK stendur fyrir æfingum barna og unglinga í sumar