Greinasafn fyrir flokkinn: Unglingar

Fyrir þá sem eru 15 til 22 ára

Keppnisdagatal ársins 2009

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2009. Meðal helstu nýjunga eru að engin keppni verður um verslunarmannahelgi, engin keppni verður á Króknum og að keppt verður alltaf aðra hverja helgi fyrir utan aukafríhelgi í júlí. Enn á eftir að finna staðsetningu á eina motocrosskeppni og eina endurokeppni.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 17. Janúar Íslandsmót Mývatn AM
Ís-Cross 14. Febrúar Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 28. Febrúar Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. KKA/WSPA
Ís-Cross 14.Mars Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 14. Mars Íslandsmót Mývatn /WSPA
Snocros 4. Apríl Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. /WSPA
Snocros 25. Apríl Íslandsmót Egilsstaðir /WSPA
Enduro 16. Maí Íslandsmót Bolaalda VÍK
MX 31. Maí Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 13. Júní Íslandsmót Akureyri KKA
6 Tímar 20. Júní OffRoadChallange Reykjavík VÍK
MX 4. Júlí Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 25. Júlí Íslandsmót Álfsnes VÍK
MX 8. Ágúst Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 22. Ágúst Íslandsmót Bolaalda VÍK
Enduro 5. Sept Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 4. Okt Alþjóðlegt MX of Nations FIM / Ítalía
Enduro 11-17 Okt Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Portúgal
Árshátíð 14. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ

Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið send á alla fjölmiðla:

Á morgun, föstudaginn 22. júlí kl. 16:00 verður undirritaður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni samningur milli Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK), Landssambands Íslenskra Vélsleðamanna, Reykjavík (LÍV-R) annars vegar og Sveitarfélagsins Ölfus hins vegar um afnot af svæði sunnan við Litlu kaffistofuna og inn í Jósepsdal undir æfingaakstur torfæruhjóla og vélsleða. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og verður viðstödd undirritunina á morgun.
Lesa áfram Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Barna- og unglingastarfið

Beztu þakkir til þeirra sem styrktu og aðstoðuðu við uppbyggingu á barna og unglingabrautinni á Álfsnesi!

Fyrirtæki og umboð, Beztu þakkir!
Tískuhús Zikzak ehf.
JHM Sport ehf.
Suzuki umboðið ehf. Kaplahrauni 1.
Gullsmíðav. Hjálmars Torfa ehf.
Bernhard ehf.
Kjartan Hjalti Kjartansson (ORC Klaustur 2002 og 2003)
Grétar Johannesson ehf.
Arctic Trucks / Yamaha.

Eistaklingar sem veittu styrk í brautirnar, Beztu þakkir!
Guðjón Magnússon.
Ágúst H Björnsson.
Guðni Friðgeirsson.
Steingrímur Leifsson.

Einnig var einn ónafngreindur einstaklingur (engin tilvísun) sem lagði málefninu fjármagn og þökkum við honum stuðninginn.  Ýmislegt er enn ófrágengið við barna og unglingabrautirnar. En lengi má gott verða betra og munum við vinna hörðum höndum að   því að klára allan frágang svæðisins meðfram brautunum eins fljótt og tími vinnst til.

Viljum við einnig þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn og gáfu alla sína vinnu við gerð brautanna. (Taki til sín sem eiga) Við viljum benda á að reikningurinn er enn opinn (545-14-604020 kt.3001713979), þeim sem vilja leggja grunnin fyrir framtíðar ökuþóra  motocross á Íslandi. Því lengi má góð braut verða betri og barna og unglingastarfið er bara að byrja.  Beztu þakkir. F.h. Barna og unglingastarfs Vík og AÍH. Nikulás S.Óskarsson (Nikki) og Reynir Jónsson (# 3).

Úrslit frá Ólafsvík 2003

Björnsson, Gunnlaugur Karlsson, Aron Ómarsson og Aðalheiður Birgisdóttir sem voru sigurvegarar dagsins, en ekki má gleyma hástökkvara dagsins Bjarna Bærings sem oft leiddi A flokkinn.

Óhætt er að segja að skipulagning keppnisstjórnar hafi verið frábær. Núna var keppt í fyrsta sinn í 4 flokkum, þar sem tímataka réði rásröðun. Með tímatökunni má segja að sé komin keppni í keppnina. Menn höfðu áhyggjur að of mikill tími færi í að hafa alla þessa flokka og tímatökur. En keppnisstjórnin sýndi að við Ísl. getum þetta líka. Jóhannes Sveinbjörnsson (Jói Kef) er vaxandi þulur og á eftir að verða ennþá betri. Tímatakan í A flokk gekk ekki sem skildi og einn mjög mikilvægur starfsmaður kom of seint, yfir þessi atriði þarf keppnisstjórn að leggjast yfir til að læra af og bæta kerfið. Heimamenn í Ólafsvík eiga heiður skilinn. Að undanskilinni frábærri braut skipulögðu þeir nú pittinn og áhorfenda svæðið mjög vel. Vill undirritaður Þakka þeim ólsörum Svani, Rúnari og keppnisstjórn fyrir frábæra keppni. Nú er bara að sjá hvort norðan menn standi sig eins vel og Ólsarar þann 5. júlí á Ólafsfirði.

Lesa áfram Úrslit frá Ólafsvík 2003