Lokaumferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fer fram á laugardaginn í Bolaöldu. Um 50 keppendur eru skráðir til leiks og aðstæður í Bolaöldu eru hinar bestu.
Nú þegar 5 af 6 bestu keppnum hvers keppanda gilda til stigasöfnunar, hafa einhverjir nú þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitla. Raunar er það bara í kvennaflokki þar sem ekki er titillinn tryggður. Signý getur tekið fram út Anítu með að sigra annað motoið og ná öðru sæti í hinu! Baráttan um sigur í keppninni á þó eflaust eftir að vera mikil. Hér er staðan í öllum flokkum:
Kvennaflokkur
- Aníta Hauksdóttir 215 (getur unnið)
- Signý Stefánsdóttir 205 (getur unnið)
- Guðfinna Gróa Pétursdóttir 157