Miðasala á MSIsport.is
Greinasafn fyrir flokkinn: Unglingar
Fyrir þá sem eru 15 til 22 ára
Enn vantar bikara
Enn vantar farandbikara og Nýliða verðlaun til endurmerkingar fyrir Lokahóf MSÍ.
VINSAMLEGA SKILIÐ Í MOTO Í SÍÐASTALAGI N.K.MÁNUDAG.
Skráning hafin í EnduroCrossið
Skráning er hafin í endurocrossið sem VÍR heldur á Sólbrekkusvæðinu 5.nóvember næstkomandi. Jói Kef og félagar hafa lofað frábærri braut sem allir geta ráðið við og auk þess verða hjáleiðir fyrir þá sem verða orðnir þreyttir.
Keppt verður í tveimur flokkum, einmenning og tvímenning. Keppnisgjaldið er 4000 krónur á mann, þ.e. 4000 í einmenninginn og 8000 fyrir liðið í tvímenningi.
Video frá brautarlagningu hér
Eyþór í 14.sæti í tímatöku
Eyþór Reynisson var í 14.sæti í dag í tímatökunni fyrir Coupe de L’avenir. Guðbjartur Magnússon var í 28. sæti en alls var 31 keppandi sem tók þátt. Aðalkeppnin er á morgun.
Bryndís Einarsdóttir varð 5. í tímatökum í Uddevalla í dag en keppnin er þar einnig á morgun.
Framtíðarbikarinn
Um næstu helgi fer fram „Coupe de l’Avenir“ sem lauslega má þýða sem Framtíðarbikarinn fram í Belgíu. Keppnin er betur þekkt sem MX of Nation undir 21 árs en þetta er í fertugasta sinn sem keppnin fram.
2 Íslenskir keppendur munu taka þátt í ár og er það í fyrsta skiptið sem Íslendingar eru með í keppninni. Eyþór Reynisson og Guðbjartur Magnússon verða fulltrúar Íslands og liðsstjóri er Reynir Jónsson. Hægt er að finna allar upplýsingar um keppnina á http://www.coupedelavenir.be en þarna hafa flestir bestu ökumenn heimsins byrjað sinn feril.
Vonandi gengur þetta vel hjá „strákunum okkar“ og munum við vonandi geta sent fullskipað lið í þessa keppni á næsta ári.
Krakkaæfingar í október
Við höfum ákveðið að halda áfram með krakkaæfingarnar í Bolaöldu í október. Æfingarnar verða á sunnudögum frá 16-18 og kostar allur mánuðurinn 10.000 kr, 5 æfingar. Skráning er hafin á namskeid@motocross.is og skal þáttökugjaldið greiðast á sama tíma inná rkn: 0537-14-404974 kt: 060291-2099.
Næsta æfing verður þá næsta sunnudag kl 16. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂
Þeir sem mæta á Október æfingar í Bolöldu fá forgang á inniæfingar í Reiðhöllinni í vetur.
Ekki láta krakkana sitja heima, hjólum allt árið.
Gulli, Helgi Már & Aron Berg