Önnur umferðin í ameríska Supercrossinu fór fram í gærkvöldi og þeir sem héldu að fyrsta keppnin hafi verið dramatísk, þurfa að hugsa sinn gang. Þetta er rétt að byrja.
Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd
Fréttir frá útlöndum
Síðasti hringurinn
Hér er video af síðasta hringnum í Anaheim 1 í gærkvöldi.. geeeeeegggjað!!
Lesa áfram Síðasti hringurinn
XXX vann Anaheim 1
43.841 áhorfandi var á Anaheim 1 í gærkvöldi og var keppnin gríðarlega spennandi og skemmtileg. XXX tók framúr ZZZ á 17.hring og tryggði sér sigurinn. BBB þurfti að hætta keppni eftir árekstur þar sem afturgjörðin eyðilagðist.
Þeir sem vilja fá nánari úrslit og kóðan leystan, smellið á Lesa meira
Supercrossið fer af stað í kvöld
Ameríska supercrossið byrjar í kvöld í Los Angeles. Keppt er á Anaheim stadium og er þetta fyrsta umferðin af þremur sem fara fram á þessum velli næstu 6 vikurnar en alls eru umferðirnar 16 um öll Bandaríkin. Nokkrir af þeim sem eru líklegir til afreka mættu á blaðamannafund í gærkvöldi og hér eru nokkur komment frá þeim:
Andrew Short: „Ég hef verið að vinna mikið í hraðanum hjá mér og það hefur gengið vel og svo er ég á góðu hjóli í ár.
Ryan Dungey, sem vann Lites flokkinn í fyrra: „Það er stórt skref að fara upp um flokk en nýja EFI Súkkan virkar vel og nýji mekkinn minn Mike Gosselaar er toppnáungi.“
Josh Grant, vann óvænt fyrstu keppnina á síðasta ári og var í toppbaráttunni: „Ég krassaði illa í vúppskafla í vikunni ef hef verið að spara á mér hausinn. Vonandi verður allt í góðu og næ að vinna aftur hér á heimavelli“
Dakar – Er allt klárt?
Nú styttist óðum í Dakarinn og í dag mættu menn með tækin til skoðunar. Þetta er ekki eins og við þekkjum hér – skoðað frá kl. 8:30 til 11:00..! Nei við erum að tala um frá morgni til kvölds í þrjá daga, enda töluvert meira að skoða en t.d. fyrir venjulega MX-keppni. Hjól og bílar eru spekkuð með allra handa siglingagræjum og svo þarf í ár að skoða sérstaklega hjól sem eru stærri en 450cc með tilliti til kraftminnkunar! Svo er það ýmiss annar búnaður eins og læknisvottorð, neyðarbúnaður, vatnstankur og fl. og fl.
Keppnin hefst 2. janúar og eftir því sem best er vitað mun Eurosport sýna daglega frá keppninni.
Útekt á 2010 hjólunum.
Nú eru útektir og prufuakstur farin að birtast á netinu um 2010 drullumallarana. Hjá motorcycle.com fann ég test á Yamaha YZ 450F , Honda CRF 450 og Honda CRF 250.
Þetta eru ekki kynningar á hjólunum, heldur er verið að taka hjólin almennilega út og prufa. Vonandi gefur þetta ykkur einhverjar hugmyndir um gæði eða galla á hjólunum.
Ef þið eruð með tengla á test af öðrum hjólum, endilega að hengja það við hér fyrir neðan.