Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Frakkar sigruðu á Six Days

fmp_gi09-181x15
Frakkarnir á verðlaunapallinum

Frakkar náðu að verja titilinn á Six Days Enduro (ISDE) keppninni í ár. Þeir náðu forystunni á fyrsta degi og gáfu ekkert eftir þó aðeins munaði fjórum mínútum á þeim og Ítölunum í lokin. Nú er vonandi farið að styttast í að Ísland sendi sína bestu endúrómenn í keppnina. Loka niðurstaðan í  var þessi:

Lesa áfram Frakkar sigruðu á Six Days

Six Days 2009 að hefjast

ISDE logo
Logo keppninnar í ár

Á mánudaginn hefst elsta alþjóðlega árlega mótorhjólakeppni sem haldin er í heiminum. Keppnin heitir International Six Days Enduro (ISDE) en eins og nafnið gefur til kynna er þetta sex daga þolraun með stóru þorni.

Fyrst var keppt í þessari keppni árið 1913 í Carlisle í Englandi og unnu heimamenn fyrstu keppnina. Í ár er þetta 84. skiptið sem keppnin er haldin en á síðustu 25 árum hafa Ítalir verið sigursælastir með 10 sigra, Finnar með 7, Svíar 4 og Frakkar 3 en þeir unnu einmitt í fyrra. Keppnin er eins konar bland af hefðbundnum rally keppnum og Motocross of Nations. Keppt er á ferjuleiðum og sérleiðum í liðum en þó eru nokkur atriði sem eru öðruvísi t.d. getur hvert land sent fleiri en eitt lið og keppt er í nokkrum aldursflokkum, félagaflokki (sbr. MotoMos), kvennaflokki og einstaklingsflokki. Aðalkeppnin er í landsliðsflokki þar sem 6 ökumenn eru í hverju liði og 5 bestu á hverjum degi telja, og er þetta opinber heimsmeistarakeppni í liða-enduro.

Lesa áfram Six Days 2009 að hefjast

MXoN í beinni útsendingu HÉR á vefnum

Kúluvarparar hafa Ólympíuleikana, golfarar hafa Ryder Cup en motocrossið hefur Motocross of Nations. Motocross.is sýnir beint frá stærstu og skemmtilegustu mótorhjólakeppni í heiminum: Motocross of Nations. Hér mætast 3ja manna landslið frá 35 löndum og keppa fyrir þjóðarstoltið og ekkert annað.

Smellið hér fyrir dagskránna:

Lesa áfram MXoN í beinni útsendingu HÉR á vefnum

Bryndís endaði í níunda sæti í Svíþjóð

sm09_vasteras_bryndis-einarsdottir-2275
Bryndís í Västerås - Mynd: Per Friske

Sænska meistaramótinu í motocrossi er lokið í ár og er Bryndís Einarsdóttir komin heim aftur. Síðasta keppni ársins var um helgina í Västerås og endaði Bryndís í 7.sæti þar og lokaniðurstaða ársins var því 9.sæti og með jafn mörg stig og stúlkan sem endaði í 8.sæti. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá henni en hún er aðeins 15 ára gömul og keppir í opnum flokki á sínu fyrsta tímabili á erlendri grundu.

Keppnin í Västerås var töluvert erfið og þrjú stór kröss í tímatökum ullu því að brautinni var breytt til að hægja ferðina. Það dugði skammt því alls voru 15 sjúkrabílaferðir þann daginn. Ekki hafa borist neinar fréttir þó af varanlegum skaða.

Sænski ljósmyndarinn Per Friske sendi okkar nokkrar myndir af Bryndísi í Västerås. Smellið hér fyrir þær.

Metþátttaka á MXoN

36 lið eru skráð til leiks á Motocross of Nations sem haldið verður á Ítalíu 3. og 4. okt. Þetta þýðir að nú verður ekki aðeins barist um að komast í A-úrslit heldur einnig í  B-úrslitin. Reglurnar eru þannig að 19 lið vinna sér sæti í A-úrslitum og 13 lið komast í B-úrslitin. Þannig að það þarf að ná 32.sæti til að komast í sunnudagsprógrammið.

Hér er keppendalistinn

250f úrslitin í USA réðust um helgina

Síðasta umferðin í ameríkukrossinu var um helgina. Chad Reed tryggði sér titilinn í 450 flokknum um síðustu helgi og nú voru það Justin Brayton og Tommy Hahn sem náðu að sigra moto. En spennan var öll í 250f flokknum. Hér er myndband um það sem gerðist um helgina:

[youtube width=“490″ height=“305″]http://www.youtube.com/watch?v=a20YuM2BBR8[/youtube]

Lesa áfram 250f úrslitin í USA réðust um helgina