Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Bryndís með önnur 5 stig

Bryndís Einarsdóttir nældi sér í önnur fimm stig í seinni umferðinni í Heimsmeistaramótinu í Lierop í dag. Hún endaði í 16.sæti í báðum umferðunum en 17.sæti samtals í keppninni. Signý hætti keppni eftir 2 hringi í dag.

Heimsmeistarakeppninni er þar með lokið og varð Steffi Laier frá Þýskalandi heimsmeistari. Bryndís varð í 31. sæti í en Signý varð í 36.sæti en alls tóku 66 stelpur þátt. Bryndís keppti í þremur af 7 umferðunum.

Síðar í dag verður hægt að sjá seinni umferðina hér en nú er verið að sýna strákaflokkinn.

Hér er hægt að sjá úrslitin og helstu tölfræði úr keppnunum.

5 stig hjá Bryndísi í Lierop

Bryndís Einarsdóttir
Bryndís Einarsdóttir

Bryndís Einarsdóttir náði frábærum árangri í fyrra motoinu í Lierop í dag. Hún varð í 16.sæti og fékk því 5 stig í heimsmeistarakeppninni sem er frábær árangur eins og áður sagði. Bryndís var með 18. besta tímann í tímatöku og ók á jöfnum og góðum hraða í dag sem skilaði henni þessum árangri. Signý Stefánsdóttir keppni einnig í Lierop í dag en náði sér ekki á strik.

Þetta er síðasta umferðin í kvennaflokki í heimsmeistarakeppninni og eru þetta fyrstu stig Bryndísar í keppninni en Signý hefur hlotið 2 stig.

Seinna motoið verður keyrt í fyrramálið og verður það í beinni útsendingu hér á motocross.is klukkan 09:00. Smellið hér.

Stelpurnar okkar í beinni – hér á motocross.is

Signý og Bryndís í baráttu í Uddevalla
Signý og Bryndís í baráttu í Uddevalla

Stelpurnar okkar, þær Bryndís Einarsdóttir og Signý Stefánsdóttir hafa verið að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í motocrossi í sumar. Þær hafa báðir verið að sýna góða takta og framfarirnar eru miklar. Um helgina er síðasta umferðin í kvennaflokknum í heimsmeistarakeppninni haldin í Lierop í Belgíu. Seinna moto-ið verður í beinni útsendingu hér á motocross.is á sunnudaginn klukkan 9 um morguninn.

Keppnin í MX1 og MX2 verður svo sýnd á eftir stelpunum.

Smellið hér fyrir útsendinguna.

Chad Reed meistari í Ameríku

Reed brosir útí bæði
Reed brosir útí bæði

Í maí áttu ekki margir von á að Chad Reed myndi verða Ameríkumeistari í motocrossi. Reed hafði tekið sér tveggja ára frí frá keppni í motocrossi og einbeitt sér að supercrossinu.  Tveimur vikum fyrir tímabilið ákvað hann að taka þátt og keppinautar eins og Ryan Villopoto og Mike Alessi voru miklu líklegri til sigurs. Þeir meiddust báðir snemma á tímabilinu og þetta hefur verið nokkuð auðvelt fyrir Reed síðan. Reed hefur áður unnið tvo supercross titla en í bæði skiptin voru helstu keppinautar hans meiddir.

Um helgina í Budds Creek náði hann að vinna keppnina og er með 103 stiga forskot þegar 100 stig eru í boði í síðustu tveimur keppnunum. Davi Millsaps náði að vinna sitt fyrsta moto á ferlinum en það dugði honum skammt.

Bryndís á uppleið í Svíþjóð

 Bryndísi Einarsdóttur gekk vel um helgina í næst síðustu umferð sænska meistaramótsins í motocrossi í Finspång. Hún var með 7. besta tímann í tímatöku og náði svo 7. sæti í fyrra motoinu á laugardaginn. Seinna mótoið var í gær þar sem hún náði 4. sæti og var því samanlagt í 5.sæti.
Bryndís hefur verið að bæta sig jafnt og þétt í sumar og nú í 10.sæti í sænska meistaramótinu. Um næstu helgi keppir hún í góðgerðarmótinu Everts and Friends sem Stefan Everts stendur fyrir í Belgíu