Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

X-Games í fullu fjöri

Allt að gerast á X-games… Pastrana krassaði, JS7 krassaði á supermoto æfingu, RC vann step-up keppnina, JS7 og RC létu einhvern græningja vinna sig í whippukeppninni ofrv.

ALLT HÉR m.a.s. bein útsending frá Supermotoinu

Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur

Stjórn MSÍ hefur falið Stefáni Gunnarssyni stjónarmanni MSÍ að leiða landslið Íslands í Moto-Cross til keppni á MX of Nations sem að þessu fer fram í byrjun október á Ítalíu.

Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur mun skipa lið Íslands eftir 4. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fram fer í Sólbrekku 8. ágúst.

Stjórn MSÍ mun leggja liðinu til fararstyrk en gera má ráð fyrir að landsliðið haldi til Ítalíu í lok september og verði við æfingar ytra vikuna fyrir keppnina sem fram fer á Ítalíu dagana 3. og 4. október.

Reed og Dungey unnu í Millville

Chad Reed er líklegur í að vinna sinn fyrsta utanhússtitil í Ameríku. Hann sem var hættur að keppa utanhúss en kom óvænt í keppnina á þessu ári og nú stendur hann með pálmann í höndunum.

Dungey og Pourcel berjast í 250 flokknum og eru aðeins 4 stig á milli þeirra eftir helgina. Hér eru annars frekari fréttir af þeim…

[youtube width=“520″ height=“320″]http://www.youtube.com/watch?v=CtdMmFXRWLc[/youtube]

MXoN nálgast

mxon_logo.jpgÞað er óhætt að segja að Motocross of Nations nálgist hratt. Til stendur að Ísland sendi lið á keppnina en í þetta skiptið verður hún haldin á Franciacorta brautinni við Brescia á Ítalíu þann 3. og 4.október n.k.. Ísland verður með keppnisnúmerin 88, 89 og 90 í keppninni þetta árið.

Ljóst er að allavega einn nýr keppandi verður í íslenska landsliðinu þar sem Valdimar Þórðarson hefur ekki keppt í Íslandsmótinu í sumar, spennandi verður að sjá hver það er. Staðan í Íslandsmótinu fyrir Álfsneskeppnina er eftirfarandi:

  • Aron Ómarsson 150 stig
  • Einar Sverrir Sigurðarson 128
  • Gunnlaugur Karlsson 117
  • Kári Jónsson 91
  • Ragnar Ingi Stefánsson 83

Nú er rétti tíminn til að huga að flugmiðum á staðinn en Icelandair flýgur ekki beint til Mílanó nema út ágúst þannig það þarf að finna tengiflug. Hér er listi yfir helstu flugvelli í nágrenninu:

  • Bergamo Orio al Serio Airport,  38 km

    voila_capture11b
    Nokkrir flugvellir á Norður-Ítalíu
  • Brescia Montichiari Airport – Gabriele D’Annunzio, 35 km
  • Milano Linate Airport, 80 km
  • Verona Villafranca Airport – Catullo, 75 km
  • Milano Malpenza, 125 km

Motocross.is hefur verið boðið að vera með beina sjónvarpsútsendingu af keppninni með  lýsingu frá staðnum á íslensku. Áhugasamir kostendur geta haft samband við vefstjóra. (mjög hagstætt verð í boði)

Fleiri upplýsingar um keppnina er hægt að nálgast á www.mxnations2009.com

Myndir af stelpunum okkar

Bryndís Einarsdóttir í Uddevalla
Bryndís Einarsdóttir í Uddevalla

Þá eru komnar inn nokkrar myndir af stelpunum okkar frá keppninni í Uddevalla um helgina. Til stendur svo að klippa saman video úr ferðinni líka og sýna hér á vefnum innan skamms.

Smellið hér fyrir myndirnar