Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Stelpurnar stóðu sig vel

Signý stefánsdóttir og Bryndís Einarsdóttir voru að klára seinni umferðina i heimsmeistaramótinu í Uddevalla. Signý var í 26. sæti og Bryndís í 33.
Í fyrri umferðinni urðu þær í 25. og 33.
Þær voru báðar að keyra rosalega vel og eru að gera góða hluti. í vikunni er að vænta frekari umfjöllunar um mótið hér á motocross.is.

Stelpurnar okkar í Uddevalla

FIM

11. umferðin í heimsmeistarakeppninni í motocrossi fer fram um helgina í  Uddevalla í Svíþjóð. Stelpurnar okkar, þær Signý Stefánsdóttir og Bryndís Einarsdóttir eru báðar mættar til leiks og munum við fylgjast með þeim um helgina þar sem vefstjóri verður á staðnum. Fyrra mótóið er síðdegis á laugardag og seinna motoið er á sunnudagsmorgun klukkan 9.15 að íslenskum tíma. Seinna motoið er sýnt beint á netinu. Karlakeppnin verður svo sýnd beint á netinu og á Motors TV.

Seinni hluta vikunnar ætti svo stærri frétt að birtast hér á síðunni um keppnina þegar búið verður að klippa saman myndir.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um sjónvarpsstöðvar og internetsendingar.

Signý með tvö stig

signy_stefansdottir.jpg
Signý Stefánsdóttir Íslandsmeistari 2008

Signý Stefánsdóttir nældi sér í 2 stig í heimsmeistaramótinu í motocrossi í dag. Keppnin fór fram í Teutschenthal í Þýskalandi og hafnaði Signý í 20.sæti í báðum umferðunum og í 20.sæti samanlagt með tvö stig.

Bryndís Einarsdóttir keppti einnig í þessari keppni og varð í 32.sæti í fyrri umferðinni en var í 31.sæti í seinni umferðinni þegarhún hætti keppni. Við bíðum frekari frétta um hvers vegna hún hætti keppni.

Þessi stig sem Signý hlaut munu vera fyrstu stig Íslendings í heimsmeistarakeppni í motocrossi. Til hamingju með það Signý.

Hér er tengill á úrslitin

Alessi leiðir í Ameríku

Alessi
Alessi skefur hól í beygju

Ryan Villopoto byrjaði motocross tímabilið eins og hann lauk supercrosstímabilinu, með sigri. Hann var með nokkuð gott forskot í hraða á aðra keppendur en svo meiddist hann á æfingu og verður frá allt tímabilið þar sem hann þarf að fara í aðgerð á hné. Mike Alessi var ekki lengi að átta sig á því að hans tími væri kominn. Hann hefur nánast leitt alla hringi síðan og virðist kunna vel við sig með gott forskot. 

Chad Reed ákvað á síðustu stundu að taka þátt í motocrossinu en hann var eingöngu samningsbundinn til að keppa í supercrossi. Hann er að standa sig vel, var í öðru sæti í seinna motoinu í gær og er í öðru sæti að stigum. Reed þarf þó að hafa sig allan við því keppnin er hörð, þeir Andrew Short, Ivan Tedesco og Josh Grant eru allir mjög nærri.

Lesa áfram Alessi leiðir í Ameríku

Fréttir frá Ameríku

Ameríska motocrossið hófst um síðustu helgi og hér er komið flott frétta-video frá RacerX. 

[youtube width=“560″ height=“340″]http://www.youtube.com/watch?v=sIQ4OTJ_Qv0[/youtube]