Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Háspenna í Seattle

cox_80971Supercrossið í vetur hefur verið meira spennandi en menn dreymdi um fyrir tímabilið. Einhvernveginn héldu menn að þetta yrði einstefna fyrir James Stewart en annað hefur komið á daginn. Chad Reed on Stewart hafa barist hart í allan vetur og fyrir þessa keppni voru aðeins 5 stig á milli þeirra, Reed í hag. Stewart hafði unnið 10 mót en Reed aðeins 3 en þó verið nánast alltaf í einu af þremur efstu sætunum. 

Þrumuský yfir Seattle settu strik í undirbúninginn fyrir keppnina. Spáð var mikilli rigningu og tóku mótshaldarar uppá því ráði að keyra inn nokkur hlöss af sandi. Á keppnisdegi var rigningin Lesa áfram Háspenna í Seattle

Sumar í Búlgaríu

Það var heldur betur sumar og sól í Búlgaríu í dag. Þar fór fram önnur umferðin í MX1 í heimsmeistarakeppninni í motocorssi. Hér er smá video frá dótturfélagi MXTV..


Vor í lofti

Það var vor í lofti á Ítalíu í gær þegar fyrsta umferðin af heimsmeistarakeppninni fór fram. Það rigndi sem sagt eins og enginn væri morgundagurinn. Seinni umferðinni var aflýst en hér er videoklippa frá fyrri umferðinni í mx1.

Heimsmeistaramótið í Motocross byrjar á sunnudaginn

Hliðin falla kl. 10:00 á sunnudaginn
Hliðin falla kl. 10:00 á sunnudaginn

Heimsmeistaramótið í Motocross hefst á sunnudaginn.  Fyrstu tvær umferðirnar verða í Faenza á Ítalíu og mæta 30 lið til leiks.  MX1, heimsmeistararnir Steve Ramon og David Philippaert munu reyna að ná fyrri hæðum, en það verður ekki auðvelt þar eð fjöldi toppökumanna hafa sömu markmið og þeir.  Meðal annarra mun MX2 heimsmeistarinn, Antonio Cairoli, reyna fyrir sér í fyrsta sinn í MX1.  Eins og endranær verður ekkert gefið eftir fyrr en þeim köflótta er veifað.
Hver umferðin rekur aðra fram á haustið og endar veislan með  ‘MX of Nations’  þann 3. og 4. október – að þessu sinni á Ítalíu.
Þeir sem hafa aðgang að ‘Motors TV’ geta fylgst með mótinu í beinni n.k. sunnudag.  Útsending hefst kl. 10:00.

Heimsmeistaramótið í Enduro hafið

dknight1
David Knight endaði í 6. sæti í E3 flokknum, eftir fyrstu helgina

WEC Enduro 2009 hófst um s.l. helgi.  Allir helstu kapparnir mættu til leiks fyrstu keppnishelgina sem fram fór í Portúgal.
Önnur umferð fer svo fram núna um helgina á Spáni.  BMW mætir  þar með David Knight fremstan í flokki.  Ekki tókst nógu vel til hjá þeim um s.l. helgi og má búast við að þeir reyni allt sem þeir geta til að gera betur að þessu sinni.

Óvænt úrslit í Supercrossinu

Reed á Suzuki leiðir James Stewart
Meistarinn Reed á Suzuki leiðir James Stewart

Það voru heldur betur óvænt úrslitin í fyrstu umferðinni í AMA Supercrossinu í Ameríku í gær. Í báðum flokkum voru það minni spámenn sem nældu sér í sigur.

Flestir höfðu búist við að James Stewart eða Chad Reed myndu ná að sigra 450cc flokkinn og lengi leit út fyrir það. Þeir áttu frábæra keppni og skiptust 5 sinnum á að hafa forystu áður en þeir keyrðu saman og duttu báðir. Josh Grant fékk sigurinn því á silfurfati en Reed náði að standa á fætur og ljúka í þriðja sæti þrátt fyrir að vera frambremsulaus eftir krassið. Stewart náði ekki hjólinu sínu í gang og hætti keppni. Josh Grant var að keppa í sinni fyrstu keppni í stóra flokknum.

Í 250cc flokknum voru allir að bíða eftir að sjá ungu upprennandi stjörnurnar Ryan Dungey, Jason Lawrence og Trey Canard slást um sigurinn. Það varð þó ekki raunin því Canard og Lawrence duttu saman í annari beygju og voru lengi á fætur. Jake Welmer á Kawasaki tók því bikarinn heim.

Lesa áfram Óvænt úrslit í Supercrossinu