Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Gylfi Freyr Farinn í víking til USA

Gylfi er farinn til USA, hann verður þar í tæpa fimm mánuði, kappinn keppir um hverja helgi. Hann vinnur hjá við garðyrkjustörf á daginn með Brent nokkrum sem er við það að verða „Pro“ í motocrossi, félagarnir æfa mikið á kvöldin og keppa um hverja helgi, um helgina fóru þeir til Louisiana næstu helgi fara þeir til Florida og hina til Texas. Kappinn keppti í gær í Arena Crossi, við æfingu krassaði hann með þeim afleiðingum að hann rotaðist. En hann keppti um kvöldið C flokki og endaði 5 sæti. Brent keppti í Pro classa og endaði í 4 sæti. Gylfi sagði það frábæra tilfinningu að keyra fyrir fullri höll af fólki en áhorfendurnir voru hvorki meira né minna en 8000 manns. Á sunnudaginn ætluðu kapparnir að keppa utandyra í motocross keppni sem öllum þáttakendum úr Arena crossinu var boðið að taka þátt í. Ég sendi hér nokkrar myndir af kappanum í USA þar sjáið þið húsið sem hann býri í og félaga okkar Brent.
Mbkv. Þór Þorsteinsson


Townley og Pichon klára tímabilið með sigrum

Ben Townley KTM og Mickael Pichon Honda eru sigurvegarar í fyrsta Suður
Afríku GP síðan 1985.

Townley á KTM vann sinn níunda O/A sigur á tímabilinu eftir að hafa
klárað 1-1 í MX2 flokknum. Pichon á Hondu vann fyrra mótoið í MX1 og over
all, en Choppins á Hondu vann síðasta móto ársinns.

Stefan Everts kláraði annar í fyrra mótoinu, en í því síðara lenti
hann í samstuði við Pichon og datt, Everts hætti þá keppni. Everts sem
er áttfaldur heimsmeistari, brást hinn versti við og gékk yfir að
næstu beygju og kastaði gleraugunum í Pichon þegar hann fór framhjá í
svekkelsiskasti.

Choppins sem vann mótoið sagði: Pichon tók Everts út og ég sá gult
flagg, þá sá ég Everst standa á brautinni og reyna að taka Pichon út.
Ég rétt slapp við að lenda í árekstri við Pichon.

Það voru svo Choppins á Hondu og Steve Ramon á KTM sem fóru á pall
með Pichon, en Everts lenti í áttunda o/a. Ramon og Strjibos voru jafnir
að stigum, en Ramon endaði tímabilið í fjórða sæti.

Fyrra mótoið í MX2 getur flokkast undir eitt það besta á
tímabilinu. Townley á KTM náði snemma forystu, en var hundeltur af
Rattray á KTM og Sword á Kawasaki. Frábært race, en gírkassinn hjá
Sword klikkaði og Townley náði að halda forystu til loka og vann
tuttugasta mótoið á tímabilinu.

Í seinna mótoinu var það Antonio Cairoli á Yamaha sem var í keppni
við Townley, en Townley náði 3 sek forystu og hélt henni. Rattray varð
svo þriðji.

O/A varð staðan þannig að Towley varð fyrstur á KTM, #2 Rattray á KTM
og #3 Cairoli á Yamaha. Þetta urðu einnig lokaúrslitin í MX2 flokknum
og í MX1 varð lokastaðan að Everts á Yamaha varð meistari, annar varð
Pichon á Hondu  og þriðji Choppins á Hondu.

Balducci meistari

Fabio Balducci TM Racing SMX450F innsiglaði titilinn í Supermotard Sport  Italian Championship. Ítalska mótið er eitt það sterkasta. Keppnin fór nú ekki vel af stað hjá félögunum, en eftir að hafa verið dæmdir úr leik í fyrstu keppni fyrir að hafa mælst með 1 dB of mikinn hávaða í hjólinu og fl. þá komu þeir sterkir inn og unnu hverja keppni á fætur annari. “ Ég er mjög ánægður með sigurinn, þetta er minn fyrsti sigur, en maður hefur ekki mikinn tíma til að fagna því að nú þarf að klára heimsmeistaramótið sem er rétt hálfnað“ sagði Balducci. Staðan: 1. Fabio Balducci (TM)  2040 stig (Ítalíumeistari); 2. Simone Girolami (Honda) 1747 stig ; 3. Massimiliano Verderosa (Honda) 1640 stig.