Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

RC og Súkkan

Ekki ber á öðru en Ricky Carmichael sé kominn á fullt hjá Suzuki og náðust þessar myndir af honum við æfingar


RC meistari

Ricky Carmichael innsiglaði meistaratitilinn í fyrra mótoinu, en hann vann reyndar bæði mótoin í Steel City.Það eina sem kallinn þurfti að gera var að klára keppnina, en hann var ekki í vandræðum með að sigra hana. James Stewart gerði nokkurn vegin það sama með að vinna bæði mótoin í 125 flokknum. Það sem kom mest á óvart var Mike Alessi sem lenti í að festast í hrúgu af ökumönnum, en náði að losa sig og enda mótoið fimmti.
250 O/A: 1. Ricky Carmichael (Hon); 2. Kevin Windham (Hon); 3. Mike Alessi (Hon)
125 O/A: 1. James Stewart (Kaw); 2. Broc Hepler (Suz); 3. Troy Adams (Kaw)

McGrath mætir í SteelCity

Það verður allt vitlaust í AMA Motocrossinu um næstu helgi í Steel City. RC þarf aðeins að ná 15 sæti í öðru hvoru mótoinu til að innsigla fimmta 250 titilinn í röð. Einnig er það Bubba Stewart sem jafnaði met RC í síðustu keppni með því að vinna 26 sigra í 125 flokknum, sem á þá núna góða möguleika á að slá það. Svo er það McGrath sem hætti atvinnumennsku í motocross og supercross í Janúar 2003 sem ætlar að mæta og taka þátt, en hann leggur mikið upp úr að það verði meira til skemmtunar heldur en að einhver alvara liggi þar að baki. Broc Hepler, spútnic maður tímabilsinns er svo á heimavelli og gaman að sjá hvort hann stenst álagið, þannig að stemningin verður gríðarleg.

Michael og Michael

Það voru Mickael Pichon og Michael Maschio sem unnu overall í Evrópu Grand Prixinu um helgina sem haldið var í Galdorf í Þýskalandi. Stefan Everts og Ben Townley urðu því að fresta því að fagna heimsmeistaratitlunum. Í MX2 flokknum var það Kawasaki ökumaðurinn Maschio sem varð overall fyrstur, með 1/6 og það var hanns fyrsti sigur frá í júní 2003. Ben Townley gat ekki forðað áreksti og krassaði eftir 400 metra og úr varð mikil þvaga, hann var svo ár og dag að starta hjólinu aftur og endaði svo aftur á hausnum þannig að hann hætti keppni í fyrra mótoinu, en vann það síðara örugglega. En overall var það svo Pourcel á Kawasaki sem varð annar og Claudio Federici á Yamaha þriðji. Í MX1 var það Pichon á Hondu  sem vann overall, annar varð Everts á Yamaha og þriðji Choppins á Hondu, en Coppins varð einmitt Bretlandsmeistari um daginn í Motocross. Keppnin er sýnd á EUROSPORT á eftir kl 9.55

KTM RedBull liðið orðið opinbert

KTM hefur gefið út hverjir skipa Red Bull KTM liðið á næsta tímabili í USA. Það verða Nathan Ramsey, Josh Hansen, Ryan Mills, Jay Marmont og Mike Alessi sem allir munu aka 250F hjólum í 125 flokknum í SX og MX 2005, nema Alessi sem mun taka þátt í MX 2005 og svo báðum mótunum 2006. “ Við byrjum alveg með hreint borð. Við erum með glænýtt lið í Supercrossið og Motocrossið sem lætur að sér kveða á næsta tímabili. Þetta eru ungir, ákafir og einbeittir strákar sem við erum mjög stoltir af að hafa í Red Bull KTM Race liðinu“ sagði Larry Brooks liðstjóri á blaðamannafundinum.

Larocco verður með um helgina

„Iron Mike“ verður með í fimmtu umferð AMA motocossins um næstu helgi. Hann ólst upp stutt frá Red Bud þar sem keppnin er haldin að þessu sinni og það eru 17 ár frá því að hann byrjaði að keppa í Outdoor National Series, þá einmitt á þessari braut. Á brautinni í Red Bud er pallur sem heitir „Larocco leap“ og er án ef stærsti, hrikalegasti og skelfilegasti pallur á motocrossbraut í USA og þótt víðar væri leitað.“ Hann (LaRocco) var ungur þá , óttalaus, eins og Bubba ( Stewart) er í dag“ sagði  Tim Ritchie sem smíðaði þennan hrikalega 40 metra uphill double árið 1992.