Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

MXGP um síðustu helgi

Það var tvöfaldi heimsmeistarinn Michael Picon á Honda sem sigraði overall í MX1 um helgina. Hann keyrði snilldarvel, og eftir að Everts á Yamaha datt í fyrra mótoinu átti hann auðvelt með að landa þeim sigri, þá kláruðu Jörgensem á Honda annar og Strjibos á Suzuki þriðji, en Everts vann sig upp í sjötta. Seinna mótoið átti Stjibos framanaf, hörkuakstur en Everts pressaði hann þar til að hann varð að gefa eftir , Everts var þá í fyrsta og Pichon keyrði af öryggi í mark í öðru sæti, enda viss með overall sigur. Þriðji var svo Steve Ramon á KTM. Þannig að overall úrslit voru 1. Pichon, 2. Everts og 3. Ramon.
Í MX2 var það svo Tyla Rattray á KTM sem varð fyrstur með 2-4, annar varð fyrrverandi 125cc heimsmeistarinn Mickael Maschio á Kawasaki með 5-2, og þriðji Jeff Dement á Honda 4-3.

Wales 2 days

Einar í Wales

Einar Sigurðarson, Karl Gunnlaugsson, Kjartan Kjartansson og Helgi Jóhannesson kepptu í Wales 2 Days 24. og 25. júní. Keppnin fór fram í kringum Llandrindod í mið Wales. Rúmlega 500 keppendur voru skráðir og þurftu 300 manns frá að hverfa. Ekinn var 250 km. hringur hvorn dag með 2 special testum.
Einar keppti í Expert flokki á KTM 400 EXC og endaði í 32 sæti af 83 keppendum. Kalli keppti í Clubman flokki á KTM 250 EXC 4T og endaði í 39 sæti af 182 keppendum. Kjartan og Helgi kepptu í Sportman flokki, báðir á KTM 250 EXC 4T, Kjartan endaði í 26 sæti og Helgi í 49 sæti af 105 keppendum. Keppnin í ár var með þeim betri í langan tíma, mikil rigning á mánudag, þriðjudag og miðvikudag gerði brautina mjög erfiða á köflum og voru skógarleiðirnar margar hverjar mjög erfiðar.
Lesa áfram Wales 2 days

McGrath comeback?

Sögusagnir eru komnar á kreik að sjöfaldur AMA Supercross meistari Jeremy McGrath ætli að keppa í nokkrum Supercrosskeppnum á næsta ári á Honda CRF450R. Þar sem hann hefur verið að keppa í Supermoto núna á „eftirlaunaárunum“ hefur hann orðið hrifinn af 450 hjólinu. Hann ætlar einnig að keppa í vikunni í Mommoth motocrosskeppninni.
Gæti McGrath orðið samkeppnishæfur í Supercrossinu aftur? Það myndi vissulega vera áhugavert að sjá hann keppa.

RC sigrar og setur met

Ricky Carmichael náði um helgina þeim sögulega árangri að vinna keppni númer 100 ef taldar eru bæði AMA MX og SX keppnissigrar kappans.
“ Þetta er ótrúlegt“, sagði RC „mér hefur ekki einu sinni dreymt um að vinna 100 keppnir, það er næstum of ótrúlegt. Mjög margir hafa hjálpað mér að ná þessum árangri.“
„Það að missa af SX tímabilinu var mjög gott fyrir mig. Það sýndi mér hversu mikið ég hef saknað þess að keppa, það er frábært að vera kominn aftur og ég skemmti mér betur en nokkru sinni fyrr.“
RC vann bæði mótoin, Reed lauk 2/2 og Windham 3/3.
Í 125 flokknum var Stewart fyrstur 1/1, Helper annar 3/3 og Brown fjórði 2/12.

Chad Reed áfram hjá Yamaha

“Framlenginig samningsinns er nokkuð einföld. Við vildum fagmennskuna og hæfileikana sem Chad býr yfir til að njóta sín lengur hjá Yamaha og hann vildi vera áfram, vinna fleiri keppnir og titla með sama liði og búnaði“ skýrir Keith McCarty, keppnisstjóri Yamaha “Reed elskar að keppa og er í grunnin, ákafur mótorhjólaunnandi. Hann æfir og testar frá morgni til seint á daginn, ekur þá heim, og hjólar með kærustunni og vinum á TTR90 hjólinu sínu fram í myrkur. Um helgar, eftir viðtöl, eiginhandaráritanir, fer Reed inn í trailerinn og horfir á video af keppninni. Og aftur og aftur spólar hann til baka, til að læra um hjólið sitt, keppinautana og brautina.“

Everts vinnur í Frakklandi

Everts á Yamaha vann bæði mótoin og hefur nú unnið 8 af 16 mótoum ársinns og unnið 4 keppnir overall. Kallinn er nú með 88 stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Annar um helgina var Coppins á Hondu og þriðji Steve Ramon á KTM.
Pichon á Hondu var óheppinn eftir að vera sá eini sem hélt í við Everts og endaði fyrra mótoið í öðru sæti, þá braut hann frambremsuna í því seinna og varð að hætta keppni, verulega svekktur á heimavelli og í banastuði.
Í MX2 vann Tyla Rattray á KTM, annar varð Mickael Maschio á Kawasaki og þriðji Alessio Chiodi á Yamaha. Ben Townley KTM sem leiðir keppnina vann fyrra mótoið og Stephen Sword á Kawasaki sem er í öðru sæti, varð þriðji í fyrra mótoinu, en þeir duttu báðir úr keppni í því seinna.