Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Bryndís sjötta í dag

Bryndís Einarsdóttir

Önnur umferðin í sænska meistaramótinu í motocrossi fór fram í dag. Bryndís Einarsdóttir varð í sjötta sæti í báðum motounum og endaði einnig sjötta í heildina. Þetta er góð bæting frá fyrri helgi þar sem hún endaði í tíunda sæti.

Mótið fór fram í Tibro í miðri Svíþjóð í góðu veðri og við toppaðstæður.

Bryndís sagði í spjalli við vefstjóra vera ánægð með keppnina sérstaklega þar sem hún hafi ekkert náð að æfa í vikunni þar sem hún gaf meiðslunum tíma til að jafna sig. Hún hafði verið í fjórða sæti rúmlega hálft seinna mótóið en náði því miður ekki að halda því til enda.

Bryndís flýgur til Íslands á morgun og æfir þar og keppir fram í miðjan Júní þegar þriðja umferðin í Heimsmeistarakeppninni fer fram í Finnlandi.

Meistarar krýndir í Las Vegas í nótt

Síðasta umferðin í Supercrossinu var í Las Vegas í Bandaríkjunum í nótt. Þegar tímabilið var hálfnað var þegar farið að kalla það stórkostlegasta tímabil sögunnar. Gærkvöldið var ekkert að gefa neinn afslátt á því.

Fyrir keppnina var Ryan Villopoto með 9 stiga forystu og dugði því fyrir hann að enda í 5.sæti til að tryggja sér titilinn á undan Chad Reed. Ryan Dungey átti einnig séns en hann var 3 stigum á eftir Reed. James Stewart átti einnig stjarnfræðilegan möguleika á titli en hann var 23 stigum á eftir RV og 25 stig í pottinum.

Lesa áfram Meistarar krýndir í Las Vegas í nótt

Íslendingar eru allsstaðar – Nú í Bretlandi


Svona er nú það!

Sunnudaginn 1. maí var haldin önnur keppni ársins í SWOR áhugamannaröðinni í motocrossi í Suð-Vestur Englandi á braut sem heitir Dartmoor.  Að sjálfsögðu var Íslendingur á staðnum, Gummi nr. 116, að ná sér í æfingu fyrir Klaustur.  Þetta er ein 14 keppna sem haldnar eru á tímabílinu 17. apríl til 22. október á 8 mismunandi brautum á svæðinu.  Þessi mótaröð er eins konar 2. deild, því svo er einnig mótaröð fyrir bestu ökumennina á nokkuð stærra svæði og svo er mótaröð til Bretlandsmeistara sem nær um allt Bretland og mætti kalla úrvalsdeildina.

Keppnisformið er aðeins öðruvísi en við eigum að þekkja.  Samtals voru 170 keppendur mættir til leiks í 6 flokkum, sem er getu- og aldursskipt.  Kvenmenn eru ekki keyrðir sér, heldur keppa í þeim flokki sem passar þeirra getu.  Að auki er einn opinn flokkur fyrir þá sem ekki er búið að getumæla, svo sem aðkomna Íslendinga.  Keppnisgjaldið er 28 pund, ca 5.000 kr,- og svo 10 pund auka fyrir þá sem ekki eru félagsmenn.

Lesa áfram Íslendingar eru allsstaðar – Nú í Bretlandi

Bryndís og Gunnlaugur keppa í Svíþjóð um helgina

Bryndís í dag

Fyrsta umferðin í Sænska meistaramótinu í motocrossi fer fram í Vissefjarda í Svíþjóð um helgina. Íslendingar verða með tvo keppendur á mótinu en það eru þau Bryndís Einarsdóttir og Gunnlaugur Karlsson sem bæði hjóla á KTM hjólum. Bryndís keppti í sænsku mótaröðinni árið 2009 og endaði þar í 9.sæti en Gunnlaugur hefur ekki keppt í þessum mótum áður. Allir bestu Svíarnir eru skráðir til leiks og að þessu sinni mun gamla hetjan Ryan Hughes mæta til leiks sem gestur.

Vefstjóri náði nokkrum myndum af þeim á æfingu í Saxtorp brautinni í dag. Sjá fleiri myndir hér.

Gulli í dag

 

Evrópumótið hefst hjá Eyþóri um helgina

Superman?

Önnur umferðin í Evrópumótaröðinni EMX-2 og Heimsmeistarakeppninni í MX1 og MX2 fer fram um helgina í Valkenswaard í Hollandi. Eyþór Reynisson er á meðal keppenda og er hugur í stráknum. Hann hefur verið að æfa í Hollandi og Belgíu undanfarna viku og gengið vel fyrir utan eitt stórt krass í Veldhofen.

Hér eru tvö myndbönd frá æfingum hjá Eyþóri og félögum hans

Eyþór verður á hjóli númer 40 í EMX-2 mótaröðinni. Tímatökur fara fram á sunnudag og keppnin sjálf á mánudag. MX1 og MX2 verður sýnt á MotorsTV en allir flokkar á MX-Life.tv

Lesa áfram Evrópumótið hefst hjá Eyþóri um helgina

Úrhelli í Grikklandi

Bryndís Einarsdóttir var að keppa í annari umferðinni í HM í Grikklandi. Í gær í tímatökunum byrjaði að rigna og brautin þoldi illa vatnið. Í nótt stytti ekkert upp og allt var á floti í morgun og brautin eins og blaut steypa. Fyrra mótóið var keyrt en var nánast komið útí algjört rugl þar sem brautin var vægast sagt illfær. Bryndís endaði í 15.sæti. Seinni umferðinni hefur verið aflýst vegna veðurs.
Enn stendur yfir umræða hvort það eigi að fresta seinni umferðinni í MX3 í karlaflokki.