Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Æfingar í Belgíu

Eyþór, Reynir, Guðni, Friðgeir og Eysteinn eru í Belgíu að keyra. Eyþór er að undirbúa sig fyrir EMX2 sem fer fram í Valkenswaard um næstu helgi. Ken Roczen og Stefan Everts voru þarna að keyra en líklega er helmingurinn af öllum GP ökumönnunum að æfa sig þarna núna.

Veðrið er gott, 20 stiga hiti og góð stemmning, reyndar lítill tími til að hafa myndavélina á lofti í motocrossbrautinni.
Lesa áfram Æfingar í Belgíu

Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag

Sumarið byrjar formlega í dag þegar Heimsmeistarakeppnin í Motocrossi hefst  með keppni í Búlgaríu. Tímatökur eru MX1 og MX2 í dag en kvennakeppnin verður í heild sinni í dag (sjá dagskrá neðar). Eins og vanalega er talsverð spenna fyrir keppnina og menn farnir að svitna af stressi.

Í ár verður Bryndís Einarsdóttir líklega okkar eini keppandi í Heimsmeistarakeppninni. Hún verður númer 66 eins og áður og um helgina verður eina kvennakeppnin sem sjónvarpað verður. Bryndís hefur ekki hjólað mikið í vor eftir meiðsli sem hún hlaut í janúar en nú er allt að komast á skrið.
Eyþór Reynisson mun keppa í völdum keppnum í Evrópumótaröð 21 árs og yngri (EMX125) sem er keyrð samhliða nokkrum MX1 keppnum og verður möguleiki að sjá hann eitthvað í sjónvarpi.

Fjórfaldur heimsmeistari Antonio Cairoli þarf að verja titilinn frá landa sínum David Philippaerts, Belganum Clement Desalle, liðsfélaganum Max Nagl og Ben Townley sem nýkominn er frá Ameríku, til að nefna einhverja. Ef Cairoli nær fimmta titlinum er hann kominn upp við hlið Joel Smets, Georges Jobe, Eric Geboers og Roger De Coster í fjölda titla.

Þjóðverjinn Ken Roczen er talinn líklegastur til að sigra í MX2 flokknum þó svo mikið af hæfileikaríkum ungum strákum muni gefa allt sitt í að sigra. Meistari fyrra árs, Marvin Musquin, ætlar að spreyta sig í Ameríku í sumar.

Lesa áfram Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag

Eyþór kominn á skrið – sigur í dag

Eftir nokkuð brösuga byrjun er Eyþór Reynisson kominn á skrið á Spáni þar sem hann er nú við æfingar og keppni. Hann keppti í dag á La Banesa brautinni þar sem reglulega er keppt í heimsmeistarakeppni. Keppnin í dag var ekki hluti af spænsku mótaröðinni en samt nokkuð sterkir keppendur, t.a.m. var sá sem sigraði í MX1 í dag í 6.sæti í síðustu keppni í Spænsku. Eyþór varð í 3ja sæti í dag í heildarkeppninni og sigraði í MX2.

Vefstjóri heyrði í Eyþóri rétt í þessu og hann sagði að þetta hafi verið geggjað. Gott veður, mikill hraði, stór stökk og það sé gaman að allt gangi betur og betur með hverjum deginum.

Eyþór bætti sig þrátt fyrir rigningu

Eyþór í Mosó árið 2008

Eyþór Reynisson keppti í dag í annari umferðinni í Spænska Meistaramótinu í motocrossi. Það ringdi svakalega í dag og undanfarna daga og var harður leirinn í brautinni háll sem áll. Allir voru reglulega á hausnum en Eyþór var að berjast í top 10 þegar best lét en endaði eitthvað neðar. Þrátt fyrir allt voru þeir félagar ánægðir með framförina og hraðann miðað við síðustu helgi.

Um næstu helgi keppir Eyþór í Madríd í keppni sem er ekki hluti af Spænska meistaramótinu. 27.mars verður farið til Tenerife á Kanaríeyjum fyrir þriðju umferðina í spænska. Helgina þar á eftir verður svo mætt á 18 ára og yngri spænska meistaramótið.

Þétt skipað sumar framundan hjá Bryndísi

Bryndís Einarsdóttir

Akstursíþróttakona ársins 2010, Bryndís Einarsdóttir keppti í heims-meistarakeppninni í motocrossi í fyrrasumar og náði ágætis árangri. Nú í ár verður ekkert gefið eftir heldur þvert á móti gefið í. Í sumar verður hún nefnilega enn meira í flugvélum því nú er stefnan tekin á allar keppnirnar í HM og auki að keppa í Íslandsmótinu. Þetta verða því alls fimm ferðir út í 9 keppnir og svo verða keppnirnar á Íslandi 5 talsins. Kvennaflokkurinn í heimsmeistarakeppninni verður keyrður í ár á sömu stöðum og MX3 flokkurinn fyrir utan fyrstu keppnina sem verður með MX1 og MX2.

Fyrsta keppnin verður í Búlgaríu eftir réttan mánuð en hér er þá dagatalið hennar í heild: Lesa áfram Þétt skipað sumar framundan hjá Bryndísi