Eyþór Reynisson var rétt í þessu að ljúka keppni í fyrstu umferðinni í Spænska meistaramótinu í motocrossi. Eyþór var 10. í tímatöku í sínum riðli (ca.20 í heildina) af 90 þátttakendum. Hann pumpaðist upp í höndunum í fyrsta motoinu og komst ekki á gott skrið. Í seinna motoinu keyrði hann af öryggi og endaði í 18.sæti.
Næstu tvær vikurnar verða stífar æfingar hjá Eyþóri á Spáni þar sem hann æfir fyrir aðra umferðina sem fer fram 13.mars.
Jonathan Barragán sigraði í keppninni og hér fyrir neðan má sjá top 10 í öllum motoum