Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

„Maðurinn“ farinn til KTM

"The Man" á Súkkunni

Netheimar hafa logið undanfarna daga eftir að tilkynnt var að Roger DeCoster væri að hætta hjá Suzuki. DeCoster er þekktur undir viðurnefninu „The Man“ enda er hann, og hefur verið síðustu áratugina, án mikils vafa áhrifamesti einstaklingurinn í bransanum í kringum motocross og supercross í heiminum. KTM batt svo enda á sögusagnirnar í gær þegar staðfest var að hann hefði skrifað undir hjá þeim.

Roger DeCoster er fæddur í Belgíu árið 1944. Hann keypti sér sitt fyrsta keppnishjól 17 ára gamall Lesa áfram „Maðurinn“ farinn til KTM

FIM stefnir á allan heiminn

Aðalmennirnir í FIM

FIM birti um helgina upplýsingar um hvernig keppnisdagatalið verður á næsta ári. Talsverðar breytingar verða á dagatalinu og þar má fyrst nefna að keppt verður í Heimsmeistarakeppninni í Ástralíu í fyrsta sinn. Það má segja að FIM taki fyrsta skrefið í að ná í kringum hnöttinn því árið 2012 er stefnt á að bæta við keppni í Asíu.

Nokkrir punktar úr dagatali næsta árs,  sem enn hefur ekki verið klárað Lesa áfram FIM stefnir á allan heiminn

Fréttir frá Ameríku

Þriðja umferðin í Ameríkumótinu í motocross var um helgina. Hér má sjá það helsta:
450 flokkurinn
250 flokkurinn

Bryndís með þrjú stig í Portúgal

Bryndís Einarsóttir nældi sér í þrjú stig í annari umferð heimsmeistarakeppninnar í Motocrossi sem haldin var í Portúgal í dag með því að ná 18. sæti. Bryndís átti ágætan dag sem byrjaði á því að hún átti 4. besta tímann í tímatökunni í morgun. Mikil rigning var í nótt og brautin mjög þung í morgun en skánaði þegar á leið keppnina.
Gærdagurinn var ekki eins góður en hún var dæmd úr keppni í fyrra motoinu fyrir að mæta of seint að ráshliðinu eftir að hjólið hafði bilað hjá henni.

Næsta umferð er um næstu helgi á Spáni.