Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Bryndís á fullri ferð í Evrópu

Bryndís um helgina

Bryndís Einarsdóttir er komin á góða ferð í Evróputúrnum sínum. Nokkrar byltur og meiðsli hafa hægt á henni í vor en ekki stoppað hana. Hún er í 9. sæti í hollenska meistaramótinu en var að keppa um helgina í Þýskalandi og gekk nokkuð vel. Um næstu helgi er það svo Holland aftur.

Sjá nánar á blogginu hennar Bryndísar hér

Bryndís bætti sig frá því í gær

Í morgun var annað motoið í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í motocrossi. Bryndís Einarsdóttir  lenti í 26.sæti í fyrra mótóinu sem var í gær en í dag gerði hún enn betur og endaði í 22. sæti eftir að hafa verið í 20.sæti í nokkra hringi, en það sæti hefði gefið henni stig í heimsmeistarakeppninni.

Steffie Laier frá Þýskalandi sigraði í báðum motounum í fyrstu umferðinni í kvennaflokki í heimsmeistarakeppninni í motocrossi.

Næsta umferð í kvennaflokknum verður 9.maí í Portúgal.

Hér er hægt að sjá sjónvarpssendinguna frá keppninni og beina útsendingu frá strákunum keppa

Aðeins um keppendurna í heimsmeistarakeppninni

Fulltrúi Íslands í Búlgaríu - Bryndís Einarsdóttir

Fyrsta umferð ársins í heimsmeistarakeppninni í motocrossi hefst nú helgina á Gorna Rositza brautinni í Sevlievo í Búlgaríu. Strákarnir voru með tímatöku í dag og stúlkurnar voru með fyrsta moto-ið. Bryndís Einarsdóttir er eini fulltrúi Íslendinga að þessu sinni (Signý Stefánsdóttir er meidd) og var hún í 26.sæti í fyrsta moto-i ársins. Seinna motoið hjá stúlkunum verður á morgun og verður það í beinni útsendingu ásamt allri keppninni hér á vefnum. Útsendingin byrjar í fyrramálið með kvennakeppninni klukkan 08:00 að íslenskum tíma og svo koma karlaflokkarnir fram eftir degi.
Lesa áfram Aðeins um keppendurna í heimsmeistarakeppninni

Fyrsta umferð í heimsmeistarakeppninni á morgun

Á morgun, páskadag, er fyrsta umferð í FIM MX GP motocrossinu og fer hún fram í Sevlievo í Búlgaríu. Sýnt verður beint frá keppninni á Motors TV, einnig er hægt að horfa á þær á netinu á www.motocrossmx1.com/tv & www.freecaster.tv

Í morgun fóru fram tímatökur og varð Max Nagl (KTM) fyrstur í MX1 flokknum og Ken Roczen (Suzuki) fyrstur í MX2 flokknum.
Lesa áfram Fyrsta umferð í heimsmeistarakeppninni á morgun