Greinasafn fyrir flokkinn: Útlönd

Fréttir frá útlöndum

Íslendingar í Evrópu

Áfram ÍSLAND
Áfram Ísland

Íslenskir motocross ökumenn eins og aðrir íþróttamenn hafa löngum haft þörf fyrir að bera sig saman við þá bestu í heiminum. Raggi og Nonni freistuðu gæfunnar á níunda áratug síðustu aldar og svo hafa nokkrir fylgt í kjölfarið, bæði í motocross og enduro. Á síðustu árum, eftir að Íslendingar hafa orðið fullgildir meðlimir í alþjóðasamfélaginu, eftir inngöngu MSÍ í FIM hefur orðið nokkuð áberandi aukning í þessum útflutningi. Motocross.is heyrði í tveimur ungum ökumönnum sem eru að freista gæfunnar í Evrópu um þessar mundir. Þetta eru þau Aron Ómarsson og Bryndís Einarsdóttir. Lesa áfram Íslendingar í Evrópu

Fjör í Indianapolis (Video)

Fjörið byrjaði snemma í Indianapolis í gærkvöldi. Vandræðagemlingurinn Jason Lawrence þurfti aðeins á athygli að halda svo hann hægði á sér óeðlilega mikið í æfingahring. Hans gamli keppinautur Ryan Dungey fipaðist nokkrum sinnum og það endaði með að þeir keyrðu saman. Dungey missti sjtórn á skapi sínu og lét nokkur vel valin orð falla. J-Law var svartflaggaður og settur í annan upphitunarhóp. Keppnin sjálf var ekki síður spennandi Lesa áfram Fjör í Indianapolis (Video)

Supercross-keppnin í gær

Supercrossið hélt áfram í Suður-Kaliforníu í gær og eins og venjan er orðin var veðrið við það að spila stórt hlutverk. Rétt þegar keppnin var að byrja kom ausandi rigning svo allt stemmdi í tóma vitleysu. Sem betur fer stytti upp svo ekki varð ástandið mjög slæmt þó svo brautin hafi grafist nokkuð. En þá að úrslitunum:

Lesa áfram Supercross-keppnin í gær

Le Touquet Beach Race.

141_0607_01_z+le_touquet_beach_race+beach_ridersUm komandi helgi er Le Touquet keppnin. Þessi keppni er sýnd beint á Motors TV á Sunnudag, útsending ætti að hefjast um kl 12.00 á ísl tíma.

Þessi keppni er almennt talin hrikalega erfið og oft er eitthvað um slys, enda er sandurinn þarna svakalega erfiður . Í fyrra var veðrið mjög slæmt og útsýni fyrir keppendur af skornum skammti. Úr því varð mikið kaós þegar keppendur urluðust á hausinn. Við þær aðstæður var mikið um alvarleg slys og aflýsa þurfti keppninni. Vonandi verður sama ekki upp á teningnum núna því að það er mikil skemmtun að horfa á þessa keppni. Keppendur urlast á hausinn á hreint ótrúlegan hátt og er skemmtun að horfa á meðan enginn meiðist. Lesa áfram Le Touquet Beach Race.